Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR28. FEBRÚAR 2006 W Fréttir f i'öT-to va'wnana- ..i Mftim Qtfsap m 'fámstxmo M löt&sos© m> mmmm. twxmz vOBasimaawa&jp^ m&mmn wafftgy SJSH*" ^lO^ftÁQP^ÝsjwoApjHP^i^-^ WM.V\ ~^a GAUIBÍ FYBIR RISASTÖBT SPJALLSV/t«l ÞÍNAR PYRAAAYNPIR Dýralæknir rannsakar gæludýraeigendur Dýralæknir í Chile meðhöndlar gæludýr með því að rannsaka eigendur þeirra. Dr. Henrique Heyne frá Santiago lætur eigendur gæludýra sem hann fær á stof- una til sfn svara nákvæmum spurningalísta um lífsmáta þeirra og venjur. Segir hann að gæludýraeigendur geti verið það tengdir dýrunum sínum að þeir fái sömu einkenni og dýrin.Til dæmis sé það al- gengt að manneskja með sykursýki eigi hund sem sé með sama sjúkdóm. Þá borði þau bæði súkkulaði og hreyfi sig hvorugt, þannig að bæði verði veik. Dr. Heyne segir að þá sé hægt að nota sömu lækningarað- ferð á eigandann og hundinn, t.d. með nálarstungum eða hómopataremedíum. ■■ bergljot&dv.ls begga Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin sín og annarra á þriðjudögum f DV. Sýning Hunda- ræktarfélags íslands um helgina Marssýning Hundaræktarfé- lags íslands fer fram um helgina og hefst sýninginn klukkan 8.30 á laugardagsmorgun með ungum sýnendum í eldri og yngri flokki í tveimur hringjum. Um klukkn 9 hefst tegundasýningin af fullum krafti í fjórum hringjum en þær hundategundir sem ríða á vaðið eru Shetland sheepdog, Japanese chin, Tíbet spaniel og Cavalier King Charles spaniel. Dómarar eru Gunnel Holm frá Finnlandi, Nína Karlsdóttir ifá Svíþjóð og þeir Luis Pinto Teixeira og Rui Oliiveira, frá Portúgal. Sýnt verður allan daginn til klukkan fimm en daginn eftir verður haldið áfram en úrslit eru fyrirhuguð um klukka 16 á sunnudag. Aldrei hafa fleiri hundar verið sýndir á vegum félagsins en þeir eru um 620 tais- ins. Tannlæknir gefur hundinum sínum gulltönn Bosnískur tannlæknir setti gulltönn upp í hundinn sinn Atos á dögunum sem verðlaun fyrir tryggð hans við hann. Milan Vuj- ovnic frá Banja Luka segir að átta mánaða Rússneski terrierinn hans, viti að tönnin sé sérstök. Og sýni hana óspart gestum og gang- andi með því að brosa sætt. Milan segir að Rússneski terríerinn sé einn af gáfuðustu tegundunum og Atos átti skilið að fá gulltönn fyrir hvað hann er tryggur og sér- stakur. Það tók um fjóra tíma að setja gullkrónuna upp í hann og var hann með eindæmum þægur á meðan, hreyfði sig ekki eitt augnablik. Hann var góður sem gull. Milan segist ekki óttast að ein- hver reyni að stela Atos og taka gufltönnina. Rússneski terríerinn var notaður af KGB þannig að hann er ekki hundur sem myndi láta stela sér. Fríður Esther Pétursdóttir á Selfossi er eini ræktandi Risa-Schnauzers á landinu en auk þess er hún með Mineatur-Schnauzer. Um þessar mundir er hún að sleppa frá sér tólf hvolpum sem fæddust í janúar en henni er hreint ekki sama hvert hún læt- ur þessa einstöku hunda. Fríður Esther með hluta af hópnum Schnauserinn ersér- lega húsbóndahotiur og allar heimsins freistingar fá hann ekki til að snúa frá slnum herra sem hann sjálfur hefur valið. oo sterkur karakler „Ég á eftir fjóra hunda af ellefu og gæti vísast verið búin að láta þá en mér er hreint ekki sama hvar þeir lenda," segir Fríður Esther. Schnauz- erinn þekkir hún vel og hefur verið með þá í nokkur ár. Allt hófst það með henni Julie sem kom til hennar í fóstur, fyrsti Schnauserinn á landinu. Julie var í eigu fólks sem flutti hana með sér heim frá Bandaríkjunum. Tóku ástfóstri við Schnauzer „Þegar til átti að taka gátu þau ekki tekið hana aftur þannig að hún eignaðist varnalegt heimili hjá okk- ur," segir Fríður Esther en Julie varð til að hún tók mildu ástfóstri við teg- undina. Hún lagði því á ráðin og kannaði með innflutning og í kjöl- farið komu til hennar þau Dizzy og Rússi. „Dizzy hefur í tvígang eignast hvolpa og það hefur gengið mjög vel með fyrri hvolpana sem nú eru að verða fullorðnir," segir hún og bend- ir á að þó að stærsti Schnauserinn sé Allir svartir og hver öörum Ifkur Þrjú litaafbrigði eru til afSchnauzer, pipar og salt, svartir og silfur. Risaafbrigðið er á stærð við Labrador Minnstu aðeins 5-7 kíló en einnig eru til standard Schnauzer en þyngd þeirra er að meðaltali 14-20 klló. risa, þá sé hann ekki svo stór. „Hann er á stærð við Dobermann eða írsk- an setter, alls ekki stærri og vegur frá 35 kílóum. Tólf hvolpar af tveimur stærðum í janúar „Schnauzerinn er afskaplega góður varðhundur, mjög húsbónda- hollur og skemmtilega sérstakur í lunderni." Fjórði Schnauzerinn sem Fríður Esther eignaðist er lítill, svokaflaður Mineatur-Scnauzer. Carmen heitir hún og kom frá Ólafs- völlum, fyrstu ræktuninni á landinu sem ræktaði dverginn. Carmen var einmitt að eignast sína fýrstu hvolpa í janúar. Hjá Dizzy komu níu hvolpar en hjá Car- men þrír. Það hefur því verið fjör á heimilinu þessa síðustu mánuði. Hvolp fá færri en vilja Fríður segir að fjöldinn allur hafi verið í sambandi við sig, bæði í gegnum heimasíðuna hennar, svart- skegg.com og eins símleiðis. Vísast hefði hún getað selt alla hvolpana tvisvar, það væri bara alls ekki ætl- unin að láta þá hvert sem er. „Ég get ekki hugsað mér að hvolparnir frá mér lendi í röngum höndum, þess vegna vanda ég valið sérstaklega. Ég legg mikla áherslu á að gott fólk taki þá að sér og það sé tilbúið að leggja það á sig sem þarf til að ala þá upp. Schnauzerinn er sérstakur að því leyti að hann á að- eins einn húsbónda og það þýðir lít- ið fyrir aðra á heimilinu að æda að ráðskast með hann, hvað sem er í boði. Hans séreinkenni er einnig skeggið sem á hann vex og feldurinn sem fellir ekki hár. Því hefur tegund- in hentað vel þeim sem eru með lítilsháttar ofnæmi," segir Fríður Esther sem ætlar að halda einum hvolpanna fyrir sig. Mikil ábyrgð fylgir því að taka að sér hvolp Hún segist frekar vilja halda hvolp- unum lengur og fá góða kaupendur. „Það margborgar sig því fátt er erfið- ara en að komast að því að litlu hvolpaskottin mín sem mér þykir svo undur vænt um hafi það ekki gott. Því fylgir nefnilega mildl ábyrgð að taka að sér hvolpa en menn vilja gleyma að hugsa fram í tímann. Litlu hvolpamir eiga eftir að stækka og verða fullorðn- ir. Það er langtímaskuldbinding að taka að sér hvolp," segir hún sallaróleg og örugg með að finna rétta eigend- umr áður en langt um líður. Mikil umræöa í Bandarikjunum um nagbeinin Greenies Greenies hættulegt eða ekki? Mikil umræða hefur veriö í fjöl- miðlum í Bandaríkjunum um nag- beinin Greenies sem hér hafa feng- ist og allir hundar em vitlausir í. Fram hefur komið að á milli átta og þrettán hundar hafi drepist af völd- um beinanna en talaö hefur verið um að þau eigi til að festast í innyfl- um þeirra og valda dauða. í Banda- ríkjunum hefur hundaeigandi farið í mál við fyrirtækið sem framleiðir Greenies og krafist átta milljóna dollara í skaðabætur. Dýr hundur það. Hér á landi hafa þessi nagbein verið mjög vinsæl og selst vel. Greenies em afskapJega góð fyrir tennur hundanna og eiga að slá á andremmu. Aðaluppistaðan í þeim er blaðgræna en bindiefnin eru lím- efnið sem unnið er úr hveiti auk kjúklingalifur. Þorvaldur Þórðarson sem rekur innflutningsverslun með hundavör- ur flytur beinin inn en hann segir að þegar hafi selst um 650 milljónir beina ffá fyrirtækinu. „Við fylgjumst grannt með framvindunni og emm í tengslum við fyrirtækið sem fram- leiðir Greenies. Það hefur ekkert komið ffarn við rannsóknir sem sannar að Greenies sé hættuJegt. Þeir hundar sem talið er að hafi drepist af völdum Greenies hafi gleypt þau í stað þess að tyggja. Þannig er það bara með marga hunda, sem gleypa allt sein þeir komast í eins og sokka og aðra hluú sem auðveldlega geta valdið stíflu í innyflum. Þeim hundum ' er Greenies hættulegt eins og allt ann- að sem þeir komast nálægt," segir Þorvaldur og segist ekki hafa tekið Greenies úr sölu að svo komnu þó hann hafi hugleitt það um tíma. Hann bendir ennfremur á að Greenies komi í nokkmm stærðum og það segi sig sjálft að þau stóm henti ekki fyrir þá smáu. „En ég Nagbein 650 milljón bein hafa verið seld. mæli með að þeir sem gefa hundum sínum eitthvað til að naga, hvort sem er Greenies eða eitthvað annað, fylgist með hvernig þeir éta það. Ef þeir bryðja það á elcki aö vera nein hætta á ferð," segir Þorvaldur og tekur ffam að ekki muni standa á honum að fjarlægja beinin úr hill- unum ef niðurstaðan verði sú að með óyggjandi hætti komi fram að Greenies vaidi hundum skaða.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.