Dagblaðið Vísir - DV - 28.02.2006, Blaðsíða 27
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 28. FEBRÚAR 2006 27
Lesendur
Palme myrtur í Stokkhólmi
Að kvöldi þessa dags árið 1986 var
Olof Palme, forsætísráðherra Svíþjóð-
ar, myrtur er hann gekk út úr bíói við
eina aðalgötu Stokkhólms, Sveavagen.
Hann var skotinn tvisvar í magann og
kona hans Iisbet var skotin í bakið.
Tvær stúlkur hlupu til og reyndu að
hjálpa Palme og leigubílstjóri einn
kallaði lögreglu til. Palme var fluttur í
skyndi á sjúkrahús en var úrskurðaður
látinn við komu þangað. Lisbet náði
hins vegar bata. Árásarmaðurinn
komst undan. Mikil lögreglurannsókn
hófst og ábendingar bárust um aðild
Christer Pettersson. Lisbet Palme
hafði bent á hann sem morðingja eig-
inmanns síns og var hann fundinn
sekur í héraðsdómi, en sýknaður í
hæstarétti. Hann lést í september árið
2004, en haldið er fram að hann hatí
viðurkennt að hafa skotíð Palme
stuttu fyrir dauða sinn.
Palme er minnst fyrir að vera einn
af mestu stjómmálaskörungum sem
Norðurlöndin hafa alið. Hann náði að
valda harðvítugum deilum innan
stjómmála og lá ekki á skoðunum sín-
um um menn og málefni. Einkum
notaði hann hlutleysisstefnu Svlþjóð-
ar tii að skjóta föstum skotum í nánast
í dacj
fyrir 56 árum forst breska
olíuskipið Clam við
Reykjanes. Björgunarsveit
frá Grindavík bjargaði 23
manns, en 27 skipverjar
fórust.
allar áttir á alþjóðavettvangi. Til að
mynda gagnrýndi hann Víetnamstríð-
ið harkalega og lagði loftárásir Banda-
ríkjamanna á Hanoi við mestu iilvirki
sögunnar. Dauði hans olli hins vegar
miklum óhug hjá mörgum sem töldu
slikt ekki geta átt sér stað í jafn ofbeld-
islausu landi og Sviþjóð. Það er þó ljóst
að margir höfðu hom í síðu Palme allt
þar til yfir lauk.
Ur bloggheimum
Minns á ammæli í dag
„Vaknaði heldur betur með afmælisstýr-
urnar í afmælisaugunum, las
afmælisessemmess og fékk
afmæliskoss frá afmælis-
hjásvæfunni. Vattmér
fram úrafmælisrúminu,
burstaði afmælistennurnar
og borðaði afmæliseríósið.
Gekk siðan út í nýja afmætissnjóinn
með afmælisbrakinu og fór í afmælisskól-
ann og verð þar eitthvað fram eftir afmæl-
isdeginum að gera afmælisverkefni."
Ásta Andrésdóttir -
skasta.blogspot.com
Sumir eru ekki í formi
„Ég er byrjuð i Boot Camp. Erfitt? Svarið við
þvi erJÁ!!! En manni líður líka þvílíkt vel eft-
ir hvern tíma, afþvíað maður veit að mað-
ur tók á, enginn vafí á þvi. Og daginn eftir
veistu það líka!!! Ég fór semsagt ímitt fyrsta
skiptið á mánud. síðasta. Leið næstum því
yfir mig en það reddaðist. Eftir tímann átti
ég erfitt með að keyra og og nota hend-
urnar... Ég var svolitið máttlaus í
öllum líkamanum. Dagurinn
eftir var erifður. Fór á fætur og
gat ekki rétt úr löppunum
vegna strengja í kálfunum...
Á!!!! Byrjaði næstu 3 morgna á
því að labba eins og bjáni þar til
aðég náði aörétta úr löppunum.
Harðsperrur í handleggjum, rifbeinum,
maga og kálfum.Já þetta var vont.Á viss-
um tímapunkti fór ég að efast um að þetta
væri þess virði. En ég veit að það verður
það.“
Elva Ýr - blog.central.is/rassmuss
Með tattú á tungunni
„Einhver gaur sem varmeð upphand-
leggsvöðva á stærð við lærin á mér og
tattú á tungunni varð fyrirþvi að hella smá
bjóryfir mig og Jón Geir og baðst innilegr-
ar afsökunar. Hafrún hafði nú samt ein-
hverjar áhyggjur að hann væri eitt-
hvað að fara að tuska okkur
til, sem hefði orðið létt verk
fyrir hann. Ég fattaði það
ekki fyrr en eftir á, enn
kannski ætlaði hann að
gera það þangað til að
hann sá að við vorum með
Viktoríu..... og hún var sko íHAM. Og hann
hefur ekki þorað. Svona eftir áað hyggja er
það lang líklegasta útgáfan afþessari
sögu... þannig ég ætla að segja hana
þannig."
Gummi Simma -.
rafnem.hi.is/~gudmusi
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Skrýtin röð á Hverfísbarnum
Helgi Reynisson
erstundum óheppinn.
Magnea hríngdi inn:
Ég fer sjaldan út um helgar til
þess að skemmta mér. En á laugar-
dagskvöld gerði ég mér glaðan dag.
Ég ákvað að skella mér á Hverfisbar-
inn með vinnufélögum mínum, sem
segja barinn vera fínan skemmti-
stað. Þegar þangað var komið blasti
aftur á móti skrýtin sjón við mér. Ég
fór í röðina, sem var nú ekkert alltof
löng, eins og kurteisi er að gera. En
Lesendur
við hliðina á röðinni fyrir almenning
er svokölluð V.I.P.-röð, fyrir þá
merkilegu. Sú röð var nú bara tals-
vert lengri en röðin sem er fyrir al-
múgann. Mér þótti það skjóta nokk-
uð skökku við. Ég spurði fólk sem
var í röðinni hvort þetta væri vaninn
og mér var tjáð það. Svona er þetta
víst hverja helgi. Ég skildi í fyrstu
ekki af hverju þetta var svona, en svo
rann það upp fyrir mér. Fólkið í
V.I.P.-röðinni fær miklu skjótari og
betri afgreiðslu frá dyravörðunum.
Skrýtin röð Hin svokallaða
V.I.P.-röð varlengrien röðin
fyrir hinn „venjulega * borgara.
Mér finnst þetta alveg fáránlegt. Á
meðan það voru um 8 manns á und-
an mér í röðinni, voru svona 20
manns í V.I.P.-röðinni. Það tók
svona 20 til 30 mínútur fyrir okkur
að komast inn, á meðan merkilega
fólkinu var hent inn í torfum.
Mér flnnst þetta svolítið skrýtin
þjónusta, hjá eins góðum skemmti-
stað og Hverfisbarinn ku vera. Að
velja fólk inn, eftir því hvar það er í
„goggunarröð" getur aldrei verið
góð latína. Næst þegar ég fer í bæ-
inn, fer ég eitthvað annað og hvet þá
sem ekki eru merkilegir að gera slíkt
hið sama.
Strætó er tímaskekkja
/æri eitt-
Hanna hríngdi:
Þegar ég tek strætó á morgnana
getur stundum soðið á mér af reiði
Lesendur
yfir því að í gegnum öll árin hefur
þjónustustig Strætós lítið sem ekkert
hækkað. Ef við höldum okkur við
þennan klassíska Norðurlanda-
samanburð, þá var ég í strætó í
Köben um daginn, þar sem ég gat
keypt strætókort í sjálfsala og þegar
ég var ekki með svokallað klippikort
var sjálfsagt að ég fengi afgang af 50
króna seðlinum. Þetta getur strætó
ekki, enda bera vagnstjórarnir enga
skiptimynt.
Ef forsvarsmenn Strætós hugsa
sinn gang ogíhuga hvernig bæta má
þjónustustig fyrirtækisins get ég
komið með nokkrar ábendingar.
Fyrsta: Gerið samning við kredit-
kortafyrirtækin og takið við kortum
sem greiðslumöguleika um borð í
strætó. Annað: Verið heilbrigðir og
gefið þeim kúnnum til baka sem
einungis hafa seðla. Þriðja: Takið
upp einfalda kortið sem Bónus er að
gefa sínum kúnnum og hengið upp
á stoppistöðvum. Ef þá vantar fleiri
hugmyndir skal ekki liggja á mér, en
þá verð ég líka að fá frítt í strætó það
sem eftir er.
Vershmarmaðurinn segir
Nammið
ógeðslega
Henni brá svo sannarlega í brún,
litlu'systur minni, þegar hún ætlaði
að stela frá mér nammi um daginn.
Ég var að skutla henni heim þeg-
ar hún fór að gramsa í hanskahólf-
inu í bflnum. Ég var of upptekinn
við að sjá hvað ég gæti ekið lengi
með lokuð augun til að taka eftir því
hvað hún væri að rótast. „Oj bara,
Helgi! Ertu fokking ógeðslegur!?"
hrópaði hún skyndilega og skellti
hanskahólfinu í lás, eins fljótt og
hún mögulega gat án þess að
klemma af sér puttana. „Hvað?"
spurði ég auðvitað hissa, enda
óvanur svona spurningum. Ég átt-
aði mig fljótt á því hvað það var sem
hafði komið henni í uppnám. Það
sem blessunin hafði haldið að væri
nammi var í raun smokkapakki.
Þennan pakka keypti ég síðasta
sumar því með honum fylgdi un-
aðsolía sem mig langaði að athuga
nánar.
Þessi unaðsolía reyndist vera
mesti viðbjóður. Af henni var sterk
tyggjófýla sem fannst langar leiðir
og olían sjálf varð bara að einhverju
klístri ef maður reyndi eitthvað að
brúka hana. Þessi
stórfenglega
unaðsolía
fékk því að
fjúka í ruslið
skömmu eft-
ir að hún var
keypt.
Smokkun-
um gleymdi
ég hins vegar í
bflnum og þar hafa þeir verið síðan.
Ég þori auðvitað ekki fyrir mitt litla
líf að nota neinn þeirra því ég veit
ekkert hvort þeir þola frost eða ekki
og ekki ætla ég að taka sénsinn á því
og sitja svo uppi með legköku eða
álíka kynsjúkdóm.
Sköpunargleðin er ekkert ein og sér
Ámi Ólafur er maðurinn og hug-
myndasmiðurinn að baki nýrri ís-
lenskri kvikmynd - Blóðbönd - sem
frumsýnd var síðastliðið föstudags-
kvöld. Ásamt þeim Jóni Atía
Jónassyni og Denijal Hasanovic skrif-
aði hann handritið og leikstýrði
myndinni. Hann segir kvikmynda-
áhuga sinn hafa vaknað snemma.
„Reyndar var það kannski ekkert
óhemjusnemma, en svona upp úr
tvítugu fóm alls konar kvikmyncfir að
heiila mig," segir Ámi. „Það vom
bæði bandarískar og evrópskar kvik-
myndir sem náðu að planta sér vel
fyrir í koliinum á mér. Helst vom það
myndir eftir leikstjórana Milos Form-
an, Mike Leigh og Krzysztof
Kieslowski sem náðu þessum hug-
hrifum mínum og vísuðu mér leið í
þann bransa sem við tók."
Sem bæði leikstjóri og handrits-
höfundur hlýtur hugmyndaauðgi og
sköpunarkraftur að ráða ríkjum, eða
hvað?
„Sköpunargleðin gerir ekkert ein
og sér. í mínu fagi þarf mikið af góðu
og tryggu fólki allt í kring til þess að
hún fái að njóta sín. Með því að
ganga út frá því að fá til sín besta fólk-
ið til gerðar kvikmyndar em allar lfk-
ur á að hún heppnist. Hugmyndimar
sem maður byggir á þurfa líka að
vekja ótæmandi áhuga hjá manni
sjálfum. Hjá mér verður persónugerð
og hugmyndavinna í kringum þær
bæði til í umhverfinu og mannlífinu í
kringum mig. Þess vegna em flestar
þær persónur sem upp koma byggð-
ar á einhveijum raunverulegum að-
stæðum eða persónum í heiid sinni.
Ég kann nefiiilega ekki að íjalla um
fólk úr óraunvemleikanum."
íslensk kvikmyndagerð hefur tek-
ið stakkaskiptum undanfarin ár. Er
„Ég kann nefnilega
ekki að fjalla um
fólk úr óraunveru-
leikanum/'
búið að marka nýja stefnu í kvik-
myndum þar sem umræðuefnið er
viðkvæm einkamál?
„Það mættí sjálfsagt gera meira af
því að fjalla um viðkvæm efni í kvik-
myndum, en mikilvægast er að það
sé breidd í því sem gert er. Sú breidd
verður til þegar höfundar vinna út frá
eigin sannfæringu en ekki út fr á fyrir-
framgefnum stöðlum. Þá fá áhorf-
endur það sem ég tel að þeir girnist
mest, sem er að láta koma sér á
óvart."
Ámi Ólafur er fæddur og uppalinn í Fossvoginum, sonur þeirra Ásgeirs Ingólfssonar
og Hafdísar Árnadóttur. Hann útskrifaðist með MA í listum frá The Polish National
Films School og hefur unnið við flestar hliðar kvikmyndagerðar. Hann frumsýndi ný-
lega sína fyrstu mynd í fullri lengd, Blóðbönd, sem hefur fengið frábæra dóma gagn-
rýnenda. Árni er lika lunkinn pitsubakari.