Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.2006, Síða 14
74 MÁNUDAGUR 6. MARS 2006
Fréttir JXV
Bondekurá
Ford Mondeo
James Bond verður
Mondeo-maðurinn í hinni
nýju mynd Casino
Royale. Talið er að
Ford-verksmiðjurn-
ar hafi greitt sem
svarar 1,5 milljörð-
um króna til að fá
sinn bíl í myndina
en venjulega ekur
Bond um á Aston
Martin-sportbíl. Samkvæmt
breska blaðinu The Sun
munu áhorfendur myndar-
innar sjá Bond, sem leikinn
verður af Daniel Craig, nota
bfiinn í eltingarleikjum og
við að ná sér í stúlkur í sen-
um á Bahamaeyjum. Hins
vegar mun Bond einnig aka
um á hinum góðkunna
Aston Martin í myndinni.
Fékk nócj af
pylsugrini
Fótboltalið í Rúmeníu
krefst þess nú að fá endur-
greitt verð á
leikmanni sem
það keypti fyrir
15 kfló af pyls-
um. Varnar-
leikmaðurinn
Marius Cioara lék hjá ann-
arrardeildarliðinu UT Arad
en var seldur til fjórðu-
deildarliðsins Regal Hornia
fyrir framangreint verð.
Hann hætti síðan hjá sínu
nýja félagi eftir aðeins einn
dag og sagðist var búinn að
fá sig fullsaddan af pylsu-
gríni frá bæði félögum og
áhangendum liðsins.
Marius segir að hann hafi
aldrei orðið fyrir öðrum
eins móðgunum á æfinni,
er hættur í fótbolta og bú-
inn að ráða sig á bóndabæ
á Spáni.
Löggurí
Skotapilsum
Þrír þýskir lögreglu-
menn eiga yfir höfði sér
refsingu eftir að þeir
mættu á lögguball
klæddir Skotapils-
um. Löggurnar sem
vinna í Spandau-
hverfinu í Berlín
komu í pilsunum á
búningaball sem
haldið var í ölgerð
einni. Eftir því sem leið á
bjórdrykkjuna fóru pilsin
að færast upp leggi þeirra
og brátt gátu allir viðstaddir
séð að löggurnar báru pils-
in eins og Skotum er lagið,
það er án þess að vera í
nærunum. Ein kvenkyns-
lögga á ballinu segir að þeir
hafi „flaggað öllu" framan í
hina gestina.
Tengdafaðir
Tonys Blair
reyktijónu
Tony Blair, forsætisráð-
herra Bretlands, greindi frá
því í viðtalsþætti
hjá Michael
Parkinson að
tengdafaðir hans,
gamanleikarinn
Tony Booth,
hefði eitt sinn
kveikt í mari-
júanajónu fyrir
framan hann. Þetta gerðist
árið 1980 skömmu eftir að
Tony giftist konu sinni
Cherie og þau voru í heim-
sókn hjá tengdó. „Hann
spurði mig hvort ekki væri í
lagi að hann kveikti í jón-
unni,“ segir Tony Blair. „Ég
hugsaði: Þetta er tengda-
pabbi minn, á þetta ekki að
vera öfugt?"
Fjármálaspekingar í Rússlandi hafa nú vaxandi áhyggjur af hlutabréfamarkaðinum
þar í landi. Hlutabréfavísitalan í rússnesku kauphöllinni hefur hækkað um 83% á
einu ári. Talið er að hættulegur óstöðugleiki sé til staðar og að „blaðra“ þessi geti
sprungið með tilheyrandi afleiðingum fyrir rússneskt efnahagslíf.
Hlutabréfavísitalan í rússnesku
kauphöllinni, RTS, hefur hækkað
um 83% á einu ári og hafa fjármála-
spekingar þar í landi nú vaxandi
áhyggjur af því að fjárhagsleg
blöðrustaða sé að myndast á mark-
aðinum. Óttast er að vísitalan sé
komin upp úr þakinu, hættulegur
óstöðugleiki sé til staðar og að
„blaðran" geti sprungið með tilheyr-
andi afleiðingum fyrir rússneskt
efnahagslíf.
I nýlegri umfjöllun BBC um þetta
mái kemur fram að mikið flæði fjár-
magns frá erlendum lífeyrissjóðum
ásamt auknum olíutekjum landsins
hafi kynt undir methækkunum á
hiutabréfamarkaðinum. „Við ótt-
umst mjög að verið sé að mynda
svokallaða blöðru," segir German
Gref, fjármálaráðherra Rússlands.
„Við verðum að hafa fingurinn á
púlsinum hjá lykilfyrirtækjum svo
bjartsýni fjárfesta leiði ekki til
hruns."
Markaðurinn kældur
I síðasta mánuði fékk rússneska
fjármálaeftirlitið leyfi frá stjórnvöld-
um í Kreml til að beita ýmsum end-
urbótum sem ætlað er að kæla niður
markaðinn. Þetta kom í kjölfar að-
vörunar frá Oleg Vyugin, yfirmanni
hinnar opinberu ijármálaþjónustu
landsins. Oleg telur að núverandi
ástand á markaðinum sé hættulega
óstöðugt. Hans ráð eru auknar fjár-
festingar í lífeyrissjóðum og strang-
ari reglur um innheijaviðskipti.
Fleiri aðilar á markaðinn
Það sem einkum knýr yfirvöld í
Moskvu til aðgerða nú eru
væntingar um mikinn fjölda ný-
skráninga á hlutabréfamarkað-
inn. Þar fer fremst skráning og
sala á hlutabréfum í olíurisan-
um Rosneft sem stjómvöld ætla
að einkavæða í náinni framtíð.
Hins vegar vara sérfræðingar við því
að áhugi á rússneska markaðinum
byggist ekki á hagfræðilegum
gmnni. „Þegar markaður er í sókn
vegna þess að framboð á lausa-
f fé er meira en framboð á eign-
er erfitt að sjá fyrir hvar
ökuferðin muni enda,"
segir Roland Nash, yfir-
greiningar-
deildar ijár-
festinga-
bankans
Renaissance
Capital.
maður
Olíurisinn Fyrir
liggur að einka-
væða Rosneft-
ollurisann.
Níu mánuðum eftir meistaradeildarsigurinn
Fæðingardeildir eru
yfirfullar í Liverpool
Liverpool-búar hafa greinilega
fagnað meistaradeildartitli sínum
gegn AC Milan fyrir níu mánuðum
vel og lengi. Fregnir berast nú frá
borginni um að allar fæðingardeildir
þar séu yfirfullar af verðandi mæðr-
um. Ekstra Bladet greinir frá þessum
skemtilegu tíðindum og segir að bara
á Liverpool Womans-spítalanum séu
sængurkonur orðnar 642 í mars en
vom 611 á sama tíma í fyrra. Ef
ástandið er svipað á öðmm spítölum
má reikna með um eitt hundrað fæð-
ingum umfram meðaltalið á þessum
tíma.
Hið fyrsta „meistaradeildarbarn"
er þegar fætt en það vom hjónin
Kevin Tremarco og Clare Mason sem
eignuðust soninn Joel Mason í síð-
asta mánuði. Hinn 23 ára gamli
Kevin segir að sig-
urkvöldið hafi' ver-
ið einstök upplif-
un. „Ég man eftir c.
því sem barn er ^MsZenZZrd
Liverpool vann Evr- Uagnarsigrin-
ópubikarinn en á I umífyrra.
tímabili í leiknum nú
var ég nærri búinn að slökkva á sjón-
varpstækinu því ég hélt að við værutn
búnir að glutra þessu niðun"
Tveimur vikum effirieikmh komst
Clare að því að hún væri ólétt.
„Seinna rann það upp fyrir okkur að
barnið hefur að öllum líkindum
komið undir þetta kvöld," segir
Kevin. „Það gerir þetta allt mun ein-
stakara í okkar huga." Kevin bætir því
við að Joel litli verði að sjálfsögðu
alinn upp sem Liverpool-aðdándi.
Leikstjórinn Spike Lee æfur í skapi
Condi, hættu að
reykja þetta krakk!
„Condi, hættu að
reykja þetta krakk!" þetta
segir hinn opinskái leik-
stjóri Spike Lee í aprfl-
útgáfunni af tímaritinu
Stuff. Blaðið New York
Daily News segir að Spike
Lee sé æfur af reiði út í
Gondoleezzu Rice, utan-
ríkisráðherra landsins, Spike LeeÆfurút
'þessa daghna. „Mér líkar afskókaupum utan-
verr við Condoleezzu en rlkisráðherrans.
Bush forseta," segir leikstjórinn.
„Málið er að hún hefur verið stikkfrí
hjá blökkumönnum. Fólk segir: Hún
hefur náð svo miklum árangri. Líttu
á stöðu hennar sem blökkukonu. En
hún er svört kona sem alin er upp í
Alabama og hefur aldrei upplifað
kynþáttafordóma allt sitt líf."
Spike Lee sendir utanrflds-
ráðherranum tóninn vegna
hegðunar hennar meðan á
fellibylnum Katrina stóð í New
Orleans. „Ég veit að þú elskar
Ferragamo-skóna þína,“ segir
Lee um Condi. „Meðan fólk
var að drukkna í New Orleans
var hún á gangi upp og niður
Madison Ave. að kaupa Ferra-
gamo-skó. Síðan fór hún í leik-
húsið að sjá Spamalot. Ég segi:
Condi, hættu að reykja þetta krakk!"
Og New York Daily News lýkur
umfjöllun sinni um þetta mál með
því að segja: „Þú heyrðir í mannin-
um, frú utanrfldsráðherra. Leggðu
frá þér krakk-pípuna."