Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.03.2006, Side 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 2006 Menning DV Enn nærist elskan sanna, enn kærleiks funinn brennur, enn blossar ástar tinna, enn kviknar glóð af henni, enn giftist ungur svanni, enn saman hagir renna, enn gefast meyjar mönnum, menn hallast enn til kvenna. (Páll Vídalín, Afmorsvísuf) Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is Vel sagt ' / i i Úr sýningu LA á Fullkomnu brúð- kaupi Nú verður leikritið sýnt d fjölum j Borgarleikhússins. Fullkomið brúð- kaup í borginni Nú hefur verið gengið frá samning- um um sýningar á hinum vinsæla gamanieik, Fullkomnu brúðkaupi, í Reykjavík.Sýningarnar hefjast í lok april og verða í Borgarleikhúsinu. Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon var frumsýnt hjá LA 20. október á siðasta ári, en sýningum var hætt nú nýverið til að rýma til fyr- ir næstu frumsýningu leikhússins, Litlu hryllingsbúðinni. I fréttatilkynn- ingu frá Leikfélagi Akureyrar segir að Fullkomið brúðkaup sé aðsóknar- mesta sýning leikfélagsins frá upp- hafi og starfsfólk leikhússins hafi fengið margar fyrirspurnir um sýn- ingar í Reykjav(k.„Til að mæta fjölda áskorana hefur verið ákveðið að hefja sýningar á Fullkomnu brúð- kaupi í Reykjavík í vor." Fyrsta sýningin verður 30. apríl en næstu sýningar þar á eftir eru: 2„ 3,7, 8 og 9 maí.Sýningar verða einungis í maí og júní.en miðasala hefst í miða- sölu Borgarleikhússins nú á föstudag. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson en þýðingu gerði örn Árnason. Leik- arar eru Álfrún Helga örnólfsdóttir, Guðjón Dav(ð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Lúthersdóttir, EstherThalia Casey og Þráinn Karlsson. Pétur Eggerz Samdi og leikstýrði Tónleik. Möguleikhúsiðá faraldsfæti Möguleikhúsið sýndi leiksýninguna Tónleik eftir Pétur Eggerz og Stefán Örn Arnarson á alþjóðlegri barnaleik- húsháfið (Oulu (Finnlandi dagana 23. og 24. febrúar sl. Verkið var sýnt þrisvar sinnum á hátíðinni við góðar undirtektir. Þetta var 25. árið sem barnaleikhúshátíð var haldin í Oulu og var því sérstaklega veglega að henni staðið að þessu sinni. Auk (s- lensku sýningarinnar voru á hátíð- inni sýningarfrá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi, Eistlandi og Kanada ásamt fjölda finnskra sýninga. Möguleikhúsið frumsýndi Tónleik árið 2004, en segja má að sýningin sé (senn leiksýning og tónleikar. Það er Stefán Örn Arnarson sem er einn á sviðinu allan tímann og leikur selló- leikar sem er mættur til að halda tónleika. Á efnisskránni er svíta eftir J. S. Bach. En eitthvað er ekki eins og það á að vera. Einbeitingin er ekki til staðar og honum gengur illa að finna samhljóm milli sín og hljóðfær- isins. Eða langar hann kannski að spila eitthvað allt annað? Náunginn í næstu gröf eftir Katarinu Mazetti er óvenjuleg bók, ferlega fyndin og hreinlega holl lesning. Svona á að skrifa ástarsögur. Fyrir hvern ræklar maður eininlega skóg? Það er sitthvað að lesa ástarsögu og lesa ástarsögu. Þetta er alkunna og sennilega er engin bókmennta- grein jafn fyrirlitin og einmitt ástar- sagan. Enda em til ótrúlega margar vondar sögur sem byggja á einföld- um og útjöskuðum formúlum; elskendum er meinað að eigast, oft vegna þess að einhver illgjam (gjam- an dökkhærður karlmaður eða vond stjúpa) bmggar þeim launráð. Eftir mikla baráttu og nokkur dauðsfóll ná elskendumir þó saman á ný. í ljósi þessa er nokkuð áhættu- samt að taka sér í hönd bók sem hef- ur undirtitilinn Ástarsaga, en hann hefur einmitt bókin Náunginn í næstu gröf eftir hina sænsku Katar- inu Mazetti. Að kunna að steikja kjötbollur Náunginn í næstu gröf fjallar um Desirée, bókasafnsfræðing á fertugs- aldri, sem kynnist skógarbóndanum Benny þegar hún situr löngum stundum við leiði eiginmanns síns. í kirkjugarðinum er Benny staddur til þess að heimsækja leiði foreldra sinna. Þó að með þeim takist ástir, þá er Katarina Mazetti Náunginn í næstu gröf- Ástarsaga Þýðing: Hildur Finnsdóttir Grámann bókaútgáfa 2005 ★ ★★★☆ Bókmenntir vart hægt að finna ólíkara fólk. Hún er bókabéus, borgarbam og menn- ingarviti. Hann er bóndi, gamaldags sveitamaður sem hefur útsaums- myndir móður sinnar heitinnar í miklum hávegum og sækist helst eft- ir þeim eiginleikum í fari kvenna að þær kunni að steikja kjötbollur. Það sem þau eiga þó sameiginlegt er að þau em óskaplega einmana og uppfull af þrá eftir einhverju sem líf- ið hefur fram að því ekki veitt þeim. Desirée saknar eiginmannsins þó að hún hafi ekki elskað hann og Benny l ^ gengur um landareign sína og spyr: „Einmanalegt líf, án konu og barna—ef til vill verður það áþreifan- legra þegar maður er bóndi með þó nokkra hektara af ræktaniegu landi og skóg að auki. Fyrir hvem ræktar maður eiginlega skóg; skóg sem ekki er hægt að nýta fyrr en eftir þrjátíu ár?" (27). Kynlífið algjört þönder Ýmist segir Benny söguna eða Desirée; stundum greina þau bæði frá sömu atvikum, en í annan tíma skiptast þau á að segja frá því hvem- ig ævintýrinu vindur ff am. Fljótlega kemur í ljós að parið á ekki mjög auðvelt með að hafda sambandinu gangandi, jafiivel þó að kynlífið sé algjört þönder. Ástæður þess em einmitt þær sem venjulegt fólk stendur frammi fyrir, enda er ástarsagan raunsönn að því leyti að það er sennilega afgengara að fólk eigi í erfiðleikum við að samræma líf sitt og skoðanir heldur en að það lendi í glímu við morðóða dökk- hærða menn. Það er líka hressandi að í þessari ástarsögu er ekkert púður lagt í að greina frá því hvað parið sé sláandi myndarlegt. Þvert á móti er sagt að Desirée sé litlaus, hreint og beint „drapplituð manneskja", eins og elskhugi hennar kemst að orði og sjálf segir hún: „Ég var ekki vön því að vekja meiri athygli sætra stráka en veggfóður, valið af ábyrgum aðila frá félagsmáfastofnun.“(15) Og það fyrsta sem Desirée tekur eftir í fari Bennys er að hann hefur bara þrjá fingur á vinstri hendi. Ekki beint par sem maður sér fyrir sér leildð af Brad Pitt og Angelinu Jolie! Kannski einmitt þess vegna er Náunginn í næstu gröf bráðfyndin saga og það er einhver óvenjulegur ferskleiki yfir henni. Hún greinir ffá lífi venjulegs fólks af miklum skiln- ingi á öllum þeim fjára sem getur valdið því að fegurstu ástarævintýri lenda úti í mýri. Þýðing Hildar Finns- dóttur er lipurlega unnin og hvergi vottar fyrir stirðbusalegu orðavali. Húmorinn skín vel í gegnum stilinn og það verður sérlega góð skemmtun að lesa þessa vönduðu ástarsögu. Endirinn var þó ekki undirritaðri að skapi, en við því er ekkert að segja. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir. Jón Nordal tónskáld varð áttræður í gær og af því tilefni verða á næstunni haldn- ir tvennir tónleikar honum til heiðurs. Sinfóníutónleikar verða á fimmtudag og Tríó Reykjavíkur heldur tónleika í Hafnarborg á sunnudag. Jón Nordal heiðraður •/Á Eitt virtasta tónskáld Islendinga, Jón Nordal, hefur ekki síður náð virðulegum aldri, þar sem hann varð áttræður í gær. Jón hefur lagt fram drjúgan skerf til íslensks tónlistarlífs sem tónskáld, píanóleikari, kennari og skólastjóri. Með honum bárust til íslands straumar nútímatónlistar og áhrif hans á yngri tónskáld eru ótví- ræð. Eins og gefur að skilja vilja kolleg- ar hans úr heimi tónlistarinnar heiðra Jón á þessum merku tíma- mótum og á næstunni verða haldnir tvennir tónleikar í tilefni afmælisins. Sinfóníuhljómsveit íslands held- ur tónleika á fimmdagskvöldið, en á efnisskrá þeirra verður að finna rjómann af konsertum Jóns og mun , fjöldi einleikara heiðra hann við þetta tækifæri. Fram koma þau Guð- ný Guðmundsdóttir, Einar Jóhann- esson, Vfkingur Heiðar Ólafsson, Ás- dís Valdimarsdóttir og Erling Blöndal Bengtsson. Systur í Garðshorni Á sunnudaginn verða haldnir tónleikar til heiðurs Jóni í Hafnar- borg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar. Flytjendur á tónleik- unum em Tríó Reykjavíkur í sam- vinnu við Tónskáldafélag fslands, en á tónleikunum verða eingöngu flutt verk eftir Jón. Uppistaðan er kammerverk fyrir fiðlu, selló og píanó sem spanna all- an feril Jóns. Flest verkanna em meðal þekktustu kammerverka Jóns sem hafa fyrir löngu náð hylli ís- lenskra ffytjenda og tónlistamnn- enda. Elst verkanna er Systur í Garðshorni fyrir fiðlu og píanó ffá ár- inu 1944 en þar á eftir verður leik- in Fiðlusónata frá 1952. Þá jA verða flutt Dúó fyrir fiðlu og selló frá 1983, Myndir á þili fyrir selló og píanó frá 1992 og loks tríóið Andað á sofinn streng fyrir fiðlu, selló og píanó sem samið var 1998. Tríó Reykjavíkur skipa, Guðný Guð- mundsdóttur fiðlu, Gunnár Kvaran selló og Peter Máté á píanó. Jón Nordal tónskáld Eitt virtasta tónskáld Islendinga hefur náð virðulegum aldri. ■■■■■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.