Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Qupperneq 19

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Qupperneq 19
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 7 9 Arsenal, Benfica og Lyon standa vel að vígi fyrir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni í fótbolta en Real Madrid, Liverpool og PSV Einhoven þurfa öll að skora að minnsta kosti tvö mörk til þess að komast í átta liða úrslitin. Það hefur mikið gengið á í herbúðum Real Madrid síðan liðið var heppið að sleppa með 1-0 tap á heimavelli í íyrri leiknum sínum fyrir Arsenal í 16 liða úrslitum Meistar- aradeildarinnar í knattspyrnu. Fréttir af innbyrðisátök- um leikmanna og formannaskipti hafa fyllt spænska fjöl- miðla síðustu daga. Lyon og Arsenal eru í bestu málun- um fyrir leiki kvöldsins en mikil pressa er bæði á liðum Real Madrid og Liverpool. Verða Real-menn skildir eftir? Thierry Henry og félagar hans í Arsenal geta slegið Real Madrid út úr Meistaradeildinni ikvöld. Arsenal nægir jafntefli á heima- velli gegn Real Madrid til þess að slá stórstjörnulið Real Madrid en báð- um liðum hefur gengið illa heima við og Meistaradeildin er eini titill- inn sem þau eiga möguleika á að vinna í vetur. Theirry Henry skoraði markið sem skildi liðin af í fyrri leiknum og hann hefur verið að spila frábærlega að undanförnu og er því til alls líklegur í kvöld. Engar áhyggjur af Ronaldo Nýi formaður Real, Fernando Martin, heimtaði að sínir menn legðu sig meira fram og það var ekki hægt að sjá annað en skilaboð hans hafi komist til skila í 2-1 sigri á erki- fjendunum í Atletico um síðustu helgi. Martin talaði síðan um það í gær að hann hefði miklu meiri áhyggjur af því að vinna Arsenal en af því hvort Brasilíumaðurinn Ron- aldo verði með. Ronaldo var settur út úr liðinu fyrir deildarleikinn gegn Atletico en verður með í kvöld. Líkt og Arsenal þarf Lyon aðeins jafntefli á heimavelli til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitun- um, en Lyon vann PSV 1-0 í fyrri leiknum í Hollandi með marki frá brasilíska aukaspyrnursérfræðingn- um Juninho. Skorar Fowler fyrsta markið? Liverpool þarf að skora að minnsta kosti tvö mörk gegn Ben- fica á Anfield eftir að Portúgalarnir unnu fyrri leikinn 1-0. Til að Evr- ópumeistararnir komist áfram þurfa framherjar liðsins að fara að skora mörk. Robbie Fowler hefur ekki enn náð að skora mark síðan hann snéri aftur til liðsins og í raun hefur aðeins einn framherji skorað fyrir Liverpool á árinu 2006 en það er Peter Crouch. Rafeal Benitez hélt ró sinni á blaðamannafundi. „Þótt okkur takist ekki að skora fyrr en á lokamínútu leiksins, þá fáum við alltaf framlengingu sem eru 30 mín- útur til viðbótar," sagði Benitez. Kahn viss um að komst áfram AC Milan stendur betur að vígi þegar Bayern Munchen heimsækir þá á San Siro, þökk sé marki Andriy Shevchenko úr vítaspyrnu sem tryggði 1-1 jafntefli í fyrri leiknum. Markvörðurinn Oliver Kahn verður með í leiknum, en hann missti af þeim fyrri vegna meiðsla. Kahn sagðist í viðtölum vera viss um að að Bayern fari áfram. ooj@dv.is LEIKIR KV0LDSINS Lyon-PSV AC Milan-Bayern Arsenal-Real Madrid Liverpool-Benfica Úrslit fyrri leiks í sviga (1-0) (i-i) (1-0) (0-1) í vetur Ný tæki - Betra verö! SLENDERTONE _ _ kr i*ms 17.900.- mtmk 12.900.- .......aiLLjfynr..kmppíiU) HREYSTI HUELLUR G. Tómasson chf • Súóarvogl 6 • stmi: 577 6400 • www.hvellur.com § mmim giwnum • hvellur@hvellur.com ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 BILSKURS OG IÐMAÐARHURÐIR • Hurðsr til á lager * Srníðað eftír méli * Eidvarnarhurðif * Öryggishurðir Markús Máni Michaelsson enn meiddur Verðurekki afendurko Markúsar í kvöld Handboltakappinn Markús Máni Michaelsson Maute, leikmaður Dusseldorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, verður ekki með liði sínu í kvöld þegar það mæúr Þýskalands- meisturum Kiel á útivelli. Markús Máni hafði hug á því að marka endur- komu sína í leiknum í kvöld en hann meiddist í leik með liðinu í nóvember síðastliðinn og varð að gangast undir aðgerð. „Ég vii fá að hjálpa mínu liði að vinna leiki á nýjan leik," sagði Markús í gær. „Það er svo erfitt að þurfa að sætta sig við að sitja á hliðarlínunni og fylgjast bara með." Þjálfari liðsins, Nils Lehmann, vonast hins vegar til áð hann verði orðinn klár á sunnudaginn kemur þegar Dusseldorf mætir Minden. Markús meiddist er hann lenti illa eftir að hafa skorað mark í leik gegn Lemgo. Þannig lýsti hann fyrir DV sport fall- inu og meiðslunum sem hann hlaut . „Ég lenti svo illa á hægri fætinum. Við það slitnaði liðband og hnéskelin færðist til. Þetta var ekki ólíkt því þegar Marco van Bast- en braut á Henrik Larson í undanúrslita- leik Hollands og Dan- merkur á EM 1992." eirikurswdv.is kúlulegur ..keflalegur ..veltilegur ..rúilufegur ..flangslegur ..búkkalegur Markós Máni Hefur verið á hliðarlínunni undanfarna mánuði vegna meiðsla. SaHuaBlliAhíiWírti SMI4&1! 228® STRAUMRÁS IRiOTiMtóllir 3 - an® fitew&trb

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.