Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.2006, Page 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. MARS 2006 Menning DV * at Hópurinn í línunni Mynd frá upphaflegri sýningu. Okkur mönnunum hættír tíl að leggja hamingjuna í einelti en undan óhamingj- unni flýjum við sem fætur toga og höfum þó margreynt að hún er oss flestum sannari vin- ur en hin ljóshaddaða, léttfætta og léttúðuga systír hennar. (Gunnai Gunnarsson, Fjallkirkjan.) Vinafélag í Sunnusal Tónleikakynning á vegum Vinafé- lags Sinfóníuhljómsveitar fslands verður í Sunnusal Hótels Sögu klukkan sex annað kvöld.Þá mun Árni Heimir Ingólfsson tónlistar- fræðingur fjalla um tónlist Jóns Nordal.en eins og fram hefur kom- ið varð Jón áttræður nú í vikunni og eru fimmtudagstónleikar Sin- fóníunnar helgaðir honum. Flutt verða fimm verk eftir Jón á tónleik- unum og mun Árni Heimir veita tónleikagestum gagnlega innsýn í þau. Samverustundir Vinafélags Sinfóní- unnar þykja ákjósanlegur undir- búningur fyrir Sinfóníutónleika og þeir hafa notið stöðugra vinsælda undanfarin ár. Alls verða tónleika- kynningarnar sjö á þessu starfsári og kynningin á morgun er sú fjórða ! röðinni. Aðgangseyrir er kr. 1.200 og er súpa, brauð og kaffi innifalið. Allir eru velkomnir, en áhugasamir eru beðnir um að skrá sig með því að senda tölvubréf á netfangið vinafelag@sinfonia.is eða hringja ( sfma 545 2500. Arnl Heimlr Ingólfsson Talarum tónlist Jóns Nordal á morgun. Hátíðartónleikar Erlings Hátíðartónleikar verða haldnir í Tíbrá í Salnum á laugardaginn kl. 16. Þar mun Erling Blöndal Bengts- son flytja verk fyrir einleiksselló, en það eru: Fyrsta og síðasta einleiks- svíta Johanns Sebastians Bach. Lfka flytur hann verk eftir Atla Heimi Sveinsson: Dal regno del silenzio úr The silent world, sem er tileinkað Erling sjálfum. Einnig mun hann leika verk eftir danska tónskáldið Niels Viggo Bentzon: 16 Etýður, op. 464. Danski sellósnillingurinn Erling Blöndal Bengtsson er af íslenskum ættum,og það var á Islandi sem hann hélt sína fyrstu tónleika. Með þessum tónleikum fagnar hann 60 ára afmæli þess viðburðar. Erling Blöndal er í hópi úrvals sellista heimsins og hefur áður leikið í Salnum,fýrst þann 24.janúar 1999. Tónleikarnir hefjast kl.16. Chorus Line - þrautir dansara og söngvara á sviði - átti um langt skeið aldurs- og aðsóknarmet á Broadway og er væntanlegur aftur á svið Michael Bennett var virtur dansahöfundur og fyrrum dansari á söngleikjasviðum Broadway. Hann datt niður á þá hugmynd að smíða söngleik um þá sem bera gjarna slíkar skemmtanir uppi en njóta aldrei frægðarinnar fyrir stjörnunum: dansarana í flokknum, þá í „chorus“-línunni að baki sóloistum. Viðtalstækni Bennett beitti tækni Studs Terkel sem vann langa bálka með viðtölum við fólkið á götunni. Hann tók viðtöl við hundruð dansara í New York á árunum frá 1973 og setti saman söguþráð í söngleikinn Chorus Line sem frumsýndur var í maí 1975 og flutti yfir á Broadway í október það ár í Shubert-leikhúsinu. Þar gekk sýningin í fimmtán ár og lauk sýningum í apríl 1990 við grát og gnístran tanna. Flestir gesta á lokasýningunni höfðu tekið þátt í sviðsetningunni á einhverjum tímapunkti. Bíómynd Chorus Line var síðan kvik- mynduð árið 1985 af Richard Attenborough með Michael Douglas í hlut- verki leik- stjórans ogþótti fáum myndin moða vel úr efninu: sagan sækir í sama brunninn og margar slíkar sögur, 5K ’.S&ilí * V. 9 K3 ífl CiHI' vonir og vonbrigði þeirra sem sækjast eftir að komast í sviðsljósið. Söngleikurinn varð vinsæll vegna þess að hann hóf hinn venju- lega upp og gekk sú for- múla aftur í kvikmyndum á borð við Fame, Foot- loose, Dirty dansing sem nú eru að ganga í endur- nýjun lífdaga víða. cihí©« um Chorus Line Plakatið fræga. Ertu á leið til New York? Nýja sviðsetningin fer af stað í San Francisco í júli og opnar á K Broadway í byrjun október. Það er þrautreynt fólk í hverju rúmi. Tónlistina samdi Marvin Hamlisch. Bob Avian, sem vann að upphaflegu sýningunni með Michael Bennett stýrir, en Bennett lést úr eyðni 1987. Robin Wagner hannar öðru sinni leikmynd fyrir sýninguna. A Chorus Line segir frá hópi ungra listamanna sem eru komnir í prufur fyrir leikstjóra og áhorfendum. Á sínum tíma vann söngleikurinn níu Tony-verðlaun og Pulitzer-verðlaunin fyrir handrit. Sýningar urðu 6137 og seinna urðu það Cats og The Phantom of the Opera sem slógu það met. Ekki er ólíklegt að ný sviðsetning á Broadway kveiki af sér frumsýningar víðar um lönd og endi öðru sinni á kvikmynd. pbb@dv.is œmm ' © ' fj Halaleikhópurinn - Leikhópur fatlaðra og ófatlaðra. Frumsýnir Pókók eftir Jökul Erllng Blöndal Bengtsson Sellólelkarinn snjalli. Halaleikhópurinn starfar undir yfirskriftinni: „Skortur á hefðbund- inni fötlun er engin fyrirstaða!" enda eru það bæði fatlaðir og ófatl- aðir áhugaleikarar sem taka þátt í uppsetningum á hans vegum. Á laugardaginn kl. 20, mun leik- hópurinn frumsýna leikritið Pókók, fyrsta leikverk Jökuls Jakobssonar, en það var sett upp hjá Leikfélagi Reykjavlkur 1961. í tilkynningu frá Halaleikhópn- um segir að Pókók sé gamanleikur sem fjallar um mann sem er ný- sloppinn af Litla-Hrauni. „Hann ætlar að setja á markað og græða stórkostlega á sælgæti, sem vinur H hans og samfangi fann upp. En ekki er auðvelt að fylgja hinum gullna vegi til ríkidóms og ekki er sælgætið eins vænt og talið var í fyrstu. Inn í wmms. cá-'v©©- leikritið fléttast blekkingar, svik og brögð. Fegurðardrottningar og óprúttnir þjófar. Leikritið er í 4 þátt- um og er tímalaust. Það var sam- tímasaga þegar það var sett upp fyrst en gæti einnig gerst nú tæpum 50 árum seinna. Sýnt verður í litlu og notalegu leikhúsi Halaleikhópsins að Hátúni 12 og vonandi verða sýningar sem flestar. Ekki hefur þó farið mikið fyrir hópnum upp á síðkastið, en engu að síður hefur hann sett upp heilmörg þekkt verk í leikhúsi sínu síðustu fjórtán árin. Má þar nefna leikrit eins og Túskildingsóperuna eftir Berthold Brecht, Kirsuberja- garðinn eftir Anton Chekhov, Gullna Hliðið eftir Davíð Stefánsson og Aurasálina eftir Moliére.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.