Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Síða 28
28 LAUCARDACUR 6. MAÍ2006
Helgarblaö DV
Bónorð á
leiðinni?
Vilhjálmur Bretaprins flaug á dög-
unum til Karíbaeyjarinnar Must-
ique en hann er talinn ætla að
biðja um hönd Kate Middleton.
Hinn ungi prins flaug til eyjarinnar í
síðsutu viku og Kate rétt á eftir hon-
um. Vinir parsins segja að þau ætli
fljótlega að flytja saman í íbúð í London.
„Þetta er í fyrsta skiptið í langan tíma
sem þau eru ein og Kate heldur í von-
ina um bónorð. Hún er tilbúin og
hefur hugsað mikið um framtíðina
upp á síðkastið," sagði vinur þeirra.
Ekki fleiri
hjónaskilnaði
Samkvæmt heimildum frá bresku
hirðinni hefur EUsabet drottning lýst
þvíyfirað ekki verði fleiri hjóna-
skilnaðir heimilaðir innan konungs-
fjölskyldunnar. „Hún hefur látiö fjöl-
skylduna vita að hún muni ekki
leggja blessun sína yfir fleiri skiln-
aði. Ekki svo lengi sem hún riki yfir
landinu," sagði ónefndur heimildar-
maður The Sun. „Drottningin vill
ekki hnýsast í einkalíf fjölskyldu-
meðlima sinna en hefur gert þeim
grein fyrir að þeir verði að vera vissir
áður en gengið er íþað heilaga."
Maryá
rokktónleikum
Mary krónprinsessa Danmerkur
skellti sér á rokktónleika um síðustu
helgi. Prinsessan vinsæla sem er34
ára lét sig ekki vanta þegar hljóm-
sveitin Red Hot Chili Peppers heim-
^sótti Danmörku.
iPrinsessan
mætti í fallegum
bleikum kínabol
úrsatíni viðblá-
argallabuxurá
tónleikana og
skemmti sér vel
að sögn við-
staddra. I síð-
ustu viku hafði
Maryopnað
nýja heilsulind I
Odense ásamt
eiginmanni sín-
um Friðriki
krónprins.
Sonja drottn-
ing Afargiæsi-
leglþessumfal-
„ lega hvíta og
v brúnakjól.
Fjórar stjörnur
að mati flestra.
Prinsar og prinsessur Evrópu
söfnuðust saman í Stokkhólmi yfir
helgina til að heiðra Karl Gústaf en
sænski konungurinn hélt upp á sex-
tugsafmæli sitt. Á meðal gesta voru
fulltrúar konungsfjölskyldnanna í
Mónakó, Noregi, Danmörku, Þýska-
landi og Spáni auk fulltrúa frá
sænska þinginu. Athygli vakti að
breska konungsfjölskyldan var
hvergi sjáanlég og hafa sænsku fjöl-
miðlarnir farið hamförum í að lýsa
snobbinu í Windsor-fólkinu. Elísa-
bet Englandsdrottning hefur þó
hingað til ekki verið þekkt fyrir að
sækja veislur annarra en nánustu
fjölskyldumeðlima og gerði enga
breytingu þar á þrátt fyrir stóraf-
mæli sænska kóngsins.
Karl Gústaf eyddi laugardeginum
við að opna afmælisgjafirnar og fékk
meðal annars málverk, staðsetning-
artæki og heimatilbúnar ostakökur
sem almenningur skildi eftir fýrir
utan höllina en þúsundir aðdáenda
höfðu safnast saman til að heiðra
konunginn.
Mary krónprinsessa mætti í veisl-
una fyrir hönd Danmerkur ásamt
Henrik tengdapabba sínum en Mar-
grét drottning varð að afþakka boðið
vegna kvefs. Friðrik krónprins komst
heldur ekki þar sem hann var vant
við látinn við siglingar á ftalíu.
Ólafur Ragnar Grímsson forseti
ísiands lét sig ekki vanta í veisluna
og voru hann og Dorrit Moussaieff
glæsileg að vanda. Dorrit klæddist
grænum kjól og grænum skóm í stfl,
hafði feld um hálsinn og fallega
græna hálsfesti og var því jafn glæsi-
leg og flottustu prinsessurnar.
Dætur Karls Gústafs, Viktoría
krónprinsessa og Madeleine, mættu
að sjálfsögðu með bros á vör enda
fengu kærastarnir, Jonas Bergstrom
og Daniel Westling, að fljóta með í
þetta skiptið.
m m
7 -
* %
Tengdabörn Jonas Berg-
strom, kærasti Madeleine
prinsessu, og kærasta Karls
Philips, Emma Pernald, mættu
saman í veisluna.
Afmælisbarnfð Karl
Gústaf fékk fjöldann
allan afgjöfum og
kortum frú almenningi.
Sonja í fallegasta kjó
Mette-Marit, krónprinsessa
Noregs, hefur heldur betur fengið
slæma útreið í sænsku fjölmiðlun-
um vegna kjólavalsins í sextugsaf-
mæii Karls Gústafs Svíakonungs.
Sænsku tískulöggurnar segja
prinsessuna hafa orðið sér til
skammar með kjólnum en Mette-
Marit mætti í veisluna í grænum og
svörtum kjól með gult belti og í
gulum skóm í stíl. Tískusérfræð-
ingar í sænsku fjölmiðlunum hafa
keppst um að dæma kjóla hinna
háttsettu gesta og flestir setja fatn-
að Mette-Marit í neðsta sæti. í
sænska dagblaðinu Expressen fékk
kjóll prinsessunnar til dæmis að-
eins eina stjörnu af fimm möguleg-
um en enginn annar gestanna var
dæmdur svo harkaiega. „Kjóllinn
er svo víður að Mette-Marit lítur út
eins og kraftajötunn og hvað er
málið með þetta gula veski?" sagði
ein tískulöggan og bætti við að
prinsessan gæti lært ýmislegt um
föt og tísku af Mary krónprinsessu
Dana. Sú sem skaraði fram úr í
klæðaburði í veislunni er án efa
Sonja drottning, tengdamóðir
Mette-Marit. Flestir tískusérfræð-
ingarnir gáfu Sonju fjórar stjörnur
fyrir glæsilega kjólinn hennar.
Glæsileg ÓiafurRagnar
og Dorrit voru glæsileg oð
vanda i veislu konungsins.
I Mette-Marit Krónprinsessan
hefur verið þekkt fyrir sérstakan
stll sem ó sjaldnast upp ó pall-
Karl Gústaf Svíakonungur hélt mikla veislu um síöustu helgi í tilefni sextugsaf-
mælis síns. Gestirnir voru í fínni kantinum en í veislunni voru fulltrúar flestra
konungsfjölskyldna Evrópu. Athygli vakti aö enginn úr bresku konungsQölskyld-
unni mætti þrátt fyrir að vera á gestalista. Forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson
og Dorrit Moussaieff mættu fyrir hönd íslands. Dorrit var jafn glæsileg og fínustu
prinsessurnar.
Karl Gústaf sextugur
$
Í
DV-mynd Nordic Photos Getty Images