Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Síða 30
38 LAUGARDAGUR 6. MAÍ2006 Helgarblað DV Með fjölgun sjónvarpsstöðva og auknum metnaði 1 islenskri dagskrárgerð verða til ^ein þekkt andlit á skjánum. Mikið af þessu hæfileikarika siónvarpsfólki er i yngri kantmum og a pvi framtíðina fyrir sér í fjölmiðlum. Helgarblaðið spjallaði við nýjustu sjónvarpsstjörnur landsins. Ætlaði aldrei að fíflast að atvinnu „Ég lagði aldrei upp með að fá að fíflast í sjón- varpinu í vinnunni en þetta tækifæri kom til mín og ég gat ekki hafhað því,“ segir Atli Þór Albertsson, annar nýrra liðsmanna í Strákunum sem sýndir eru á Stöð 2, en hinn nýi liðsmaðurinn er Gunnar Sig- urðsson. Atli segir æðislega gaman í vinnunni og að hann sé ánægður að hafa slegið til. „Ég veit samt ekkert hvort þetta verði ævistarf mitt. Mig langar líka að leika á sviði enda er ég menntaður sem leik- ari. Það kom mér samt á óvart hvað sjón- varpsvinnan er skemmtileg og ég get al- veg hugsáð mér að starfa við þennan miðil áfram,“ segir hann og bætir við að hann og Gunni hafi strax komist inn í hóp Sveppa, Audda og Péturs. „Ætli við séum ekki jafn ruglaðir og þeir." Ekki einu sinni hálfnaðar hafa viðtökurnar venoiw bærar," segir Ellen Lofts- I dóttir, sem stjórnar þættm- um Bak við böndin ásamt ' Ernu vinkonu sinni. „Það er 1 svo gaman að vinna við áhugamálið sitt og að hafa i séð hugmyndina okkar verða að veruleika, segir ' Ellen en þær Ema hafa verið i plötusnúðar saman siðustu | tvö árin. Þær vinkonur hafa I aldrei áður komið að dag- skrárgerð en vona að þær eigi eftir að sjást meira á skjánumíframtíðinm.„Það 1 em aðeins þrír þættir eftir en við ætlum okkur að gera fleiri. Þaðersvo mikið að eerast í íslensku tónlistarlih i ogviðemmekkieinusmm 1 hálfnaðar." Innslög fyrir konur Vinkonumar Linda Pétursdóttir og Kristín Stefáns- dóttir sjá um innslögin Tvær í þættinum 6 til sjö sem sýndur er á Skjá einum. Innslögin em í beinni útsend- ingu og þær vinkonurnar standa sig með prýði. Linda er þaulvön að birtast í sjónvarpi en hún er að vísu vanari að sitja fyrir svömm en stjórna og spyrja aðra. Innslög Lindu og Kristínar fjallar um allt milli himins og jarðar en em þó kannski frekar fyrir kvenþjóðina. Veðurf réttir eru ekkert grín „Draumurinn var alltaf að verða kennari," segir Sigríður Ólafsdóttir, nýr veðurfréttamaður á NFS. Sigríður kláraði jarð- og landfræði og meistaranám í umhverfisfræðum frá Háskóla íslands og líkar vel að vera í sjónvarpinu. „Þetta er náttúrlega dálítið stress og sérstaklega fyrst en maður skól- ast til með tímanum," segir hún og bætir við að hún hafi alltaf stefnt á að miðla upplýsingum. „Mig langaði alltaf mest að kenna þessi fræði í mennta- eða háskóla, það var draumastarfið og ég sný mér kannski að því þegar ég verð eldri." Sigríður segir starfið skemmtilegt en krefjandi. „í byrj- un var mjög margt að læra og ég varð fyrir ákveðnum byrjunarörð- ' ugleikum. Þetta snýst nefnilega ekki bara um að standa og þylja upp roms- urnar heldur verðum við að muna spána næstu fimm daga fram í tímann án þess að hafa einhvern texta í höndunum. Þetta er neftiilega ekki grín og hvað þá að reyna að brosa og vera léttur á því í leiðinni," segir Sigríður hress í bragði. „Þetta er samt mjög skemmtilegt starf og hefur þróast í gegnum tíðina. í dag fjallar veður- spáin um meira en tölur og vindátt því við reyn- um að krydda þetta með fróðleik. Fyrir 50 árum hlustaði fólk á veðurfréttir til að vita hvernig yrði með vinnu á sjó eða grassprettu en í dag snýst þetta aðallega um afþreyingu og hvort við komumst út að hlaupa eða hvort við ættum að drífa okkur austur í sumarbústaðinn eða bruna vestur í staðinn." Konur mæta víst í viðtöl „Þetta er búið að vera rosalega skemmtilegt enda hef ég verið ofsalega heppin með viðmælendur. Mér hefur tekist að draga inn fólk sem margt hefur aldrei komið í sjónvarp áður," segir Halla Gunnarsdóttir, sem sér um þátt inn Þetta fólk á NFS kl. 11 á sunnudögum. „Viðmæl- endurnir hafa staðið sig alveg ótrúlega vel og að mínu mati hefur mér tekist að afsanna þá kenningu að konur vilji ekki koma í sjónvarp. Mér finnst mjög að starfa að þessum þætti enda er þetta sem stendur mér næst," segir hún en í þætti tekur hún fýrir ákveðið land og| til sín viðmælendur sem þekkja menn- ingu þess. Gæti ekki komist af án þess að vita hvað er í gangi „Ég byrjaði í sjónvarpsfféttum í haust en hafði þar á undan verið í útvarpinu," segir Guðfinnur Sigurvinsson, frétta- maður á fréttastofu Sjónvarpsins. Guðfinnur segir ekkert endilega skemmtilegra í sjónvarpinu en útvarpinu. „Þetta er svo ólíkt að það er eiginlega ekki hægt að bera það saman, ekkert frekar en epli og appelsínur, en ég kann vel við mig í hvoru tveggja." Guðfinnur hafði þreytt fréttapróf Ríkisútvarpsins fyrir nokkrum árum og ákvað í fyrra að sækja um. „Það gekk eftir og ég byrjaði á kvöldvöktum en svo vann maður sig upp." Hann segir ekki hafa verið erfitt að vera fyrir framan myndavélina til að byrja með. „Ég hafði reyndar smá reynslu þar sem ég hafði verið með innslög í íslandi f bít- íð á Stöð 2 og sú reynsla nýttist mér vel svo ég var ekkert feiminn við myndavélarnar," segir hann en vill ekki taka und- ir að hann sé fréttafíkill. „Ég held að ég sé nú ekki fíkill en er þó frekar þjóðfélagslega sinnaður og reyni að mynda mér skoðanir á flestum hlutum. Eins gæti ég ekki komist af í marga daga án þess að vita hvað væri í gangi í heiminum." Skemmtilegasta vinnaíheimi „Ég byrjaði fyrir ári," segir María Sigrún Hilmarsdóttir, frétta- kona á RÚV. „Ég var í mastersnámi í fféttamennsku þegar ég fór í fréttaprófið og var síðan kölluð í viðtal til Elínar Hirst sem svo réði mig til starfa," segir Mcir- ía. „Mér líkar alveg rosalega vel og held að þetta sé skemmtilegasta vinna sem til er í heiminum. Mér finnst eiginlega forrétt- indi að fá að hitta alla þessa viðmæl- endur og fjalla um það sem er efst á baugi hverju sinni," segir hún og bætir við að hún geti ekki ímyndað sér að það sé nokkuð skemmtilegra. „Þetta er nokkuð sem mig hefur alltaf langað að gera enda hef ég alltaf verið fréttafíkill og enn meira síðan ég fór að vinna í þessu." Man'a segir að það hafi verið erfitt að vera fyrir framan myndavélina í fyrstu en að hún sé öll að koma til. „Mér fannst þetta mjög erfitt f fyrstu og er með talsverða linsufælni en ég er að reyna að vinna bug á henni." Þáttur fyrir fólk fætt upp úr 70 Þátturinn er fyrst og fremst fyrir ungt fólk," segir Halldór Hall- dórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, en hann og þrír strákar úr Rottweiler-hundunum, þeir Ágúst Bent, Þorsteinn Lár og Lúlli Palh, sjá um þáttinn Tívolí sem sýndur er á þriðjudögum á Sirkus. „Eg held samt að flestir geti haft gaman af þessu, eða svo lengi sem fólk er fætt upp úr 1970," segir Dóri sem sér um dagskrárliðinn Hverfið mitt þar sem farið er með þekkta einstaklinga á þeirra heimaslóðir. „Ég fæ fólkið til að segja mér sögur úr hverfinu og sýna mér hvar það ólst upp. Bent sér hins vegar um bardagatengdan dagskrárlið þar sem hann kíkir á æfingar hjá bardagaíþróttafólki, talar við boxara og stráka sem eru að meika í það útlöndum og kennir stelpum, sem vilja verja sig fyrir strákum sem vilja spila við þær Friendsspilið og drekka með þeim hvítvín, sjálfsvöm," segir Dóri og bætir við að þeir reyni að vera ofsalega flippaðir og fyndnir í þættinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.