Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.2006, Síða 54
62 LAUGARDAGUR 6. MAÍ2006 Síðasten ekkisist DV Furðufréttin Einn starfaði í 60 ár, sá sem var skemmst, mætti Fréttir úr fásinninu Sú frétt sem fær þann vafa- sama heiður að teljast furðu- frétt vikunnar birtist í Mogg- anum á miðvikudaginn. Fyrirsögnin „Einn starfaði í 60 ár, sá sem var skemmst, mætti" má eiga það að hún er frumleg en á sama hátt með öllu óskilj- anleg. Fréttin sjálf varpar ekki nema afar takmörkuðu ljósi á það til hvers fyrirsögnin vísar. Eftir því sem næst verður kom- ist er hún að einhverju leyti um leiðsögn Þorsteins E. Arnórs- sonar um verkmsmiðjuhverfi á Akureyri sem að stórum hluta er búið að rífa. Og er vitnað til orða hans í fyrirsögninni: „Ég nefndi að Þorsteinn Davíðsson, sem m.a. var verkstjóri og for- stjóri sútunarverksmiðjunnar, starfaði í verksmiðjunum í 60 ár og tvo mánuði. Sá sem var þarna skemmst, hann mætti til vinnu! Mér er ekki kunnugt hvort hann kom eftir morgun- kaffi." Líklega á þetta að vera fynd- ið en sennilega hefðu menn þurft að vera á staðnum til að fá einhvern botn í grínið og merkinguna. Sem er kannski ekki það sem um er beðið þeg- ar fréttir eru annars vegar. Fréttahaukurinn Skapti Hallgrímsson skrifar en „frétt- ina" er að finna í kálfi sem Morgunblaðið heldur úti og varðar sérstaklega málefni Ak- ureyrar. Afsprengi þeirrar ský- lausu kröfu landsbyggðarfólks að fjölmiðlar fjalli líka um það sem gerist í fásinninu. Sú laafa hlýtur að byggja á þeim skiln- ingi að fréttir séu í raun auglýs- ingar fremur en nokkuð ann- að, en ekki hinu fornkveðna að engar fréttir séu góðar fréttir. Fásinnið er heillandi út af fyr- ir sig en orðið felur eiginlega í sér að ekki er margt að frétta frá viðkomandi stað. Og því fer sem fer - útkoman eru furðu- fregnir á borð við þá sem sögð er undir fyrirsögninni „Einn starfaði í 60 ár, sá sem var skemmst, mætti". '-Víí Ég er hérog þú ert þar og sjónvarpsbláminn allsstaðar! / m Kosningalúxusskrifstofa á hjólum Útsjónarsemi Framsóknar- flokksins í að koma sér á framfæri er mikil. Borgarbúar hafa séð glæsi- legan Hummer renna um götur borgarinnar kyrfilega merktan exbé. Spunameistari Framsóknarflokks- ins, Eggert Skúlason, segir þetta svar við kosningastrætó Samfylk- ingar, kosningaskrifstofa á hjólum. Með áherslu á gæði en ekki magn. Hann lítur svo á að koma megi borgarstjórnarfull- trúum Framsóknar með hægum leik í bílinn - sem tekur sjö! En ekki tekst allt jafn vel hjá Framsókn. Og þeir sem koma ak- andi úr Grafarvoginum yfir Gull- Ha? Kosningaskrifstofa a hjólum Borgarfulltrúar Framsóknar komast vel fyrir I Hummernum. DV-mynd Pjetur inbrú sjá svo Björn Inga blasa við á húsgafli undir slagorðinu: Sorpu aftur í Grafarvog. Sjálfsagt hags- munamál fýrir hverfið en óneitan- lega tvíbent: Ruslið í Grafarvoginn? „Svei mér þá ef það er ekki rétt," segir Egill Ólafsson tónlistarmað- ur aðspurður hvort þetta sé ekki fyrsta verkefnið í þessum dúr síðan hin ógleymanlega og sígilda setning féll: „Þið sjáið mig. En ég sé ykkur... ekki." Egill var fenginn til þess af kon- unum í Listahátíð að vera kynnir í sjónvarpsþáttum þar sem greint er frá því sem efst er á baugi á Lista- hátíð. Síðast þegar Egill var kynnir í sjónvarpsþætti var það árið 1985 þegar efnt var til söngvakeppni Sjónvarpsins. „Já, menn voru að æfa sig fyrir þátttöku í Eurovision. „Ástin er eins og sinueldur" sigraði. Ég hef reyndar verið þulur án þess að vera í mynd í ýmsum pródúktum, til dæmis heim- ilda- og fræðslumyndum. Og náttúr- lega verið auglýsingaþulur. En með góðfúslegu leyfi frá Toyota fékk ég að taka þennan starfa að mér. Ljúft og skylt enda Listahátíð hvalreki á fjörur þeirra sem unna lífinu. Og listunum. Ánægjulegt og á vel við mig. Þarna er maður kannski einna bestur? Að þylja einhvern texta. Ætli Flottur á skjánum Egill hefur ekki veriö kynnir I sjónvarpsþætti siðan 1985: Þiö sjáið mig... standi ekki til að gera mig að göml- um þuli. Einhvers staðar," segir Egill og sér það síður en svo sem dökka framtíðarsýn. Reyndar er ekki eins og setja eigi Egil á einhverja hillu. Sem gamlan þul. Ekki strax. Á fimmtudag flaug hann til Basel en í dag eru tónleik- ar í dómkirkjunni í Freibourg. „Já. Konsert með félaga mínum sem hef- SÍlTA Valdimar Grímsson, Guðmundur Hrafnkels- son og Laddi Marka- og vítaskyttukóngar Islands á góöristundu meö Ladda. ■ ■ [j u, : i \ Egill Ólafsson Sér sig fyrir sér sem gamlanþul þóttýmisiegt sé i bigerð: Nýplata, tónleikarog fararstjórn. ur verið búsettur meira og minna í Basel í þrjátíu ár. Gunnari Krist- inssyni, slagverks- og myndlistar- manni. Hann hefur samið mikið nútímatónlist. Ég fer með Icelandic Sound Company. Flytja á mikið verk ásamt organista í kirkjunni. Og ég er ein hjálparhellan. Með rödd. Já, einskonar þulur." Þegar heim er komið heldur Eg- ill áfram að vinna að næstu sóló- plötu sinni en á hana er verið að leggja lokahönd. Hún heitir „Misk- unn dalfiska". Með Agli á henni eru bræðurnir Óskar og Omar Guðjóns- synir, Matthías Hemstock og Steef van Oosterhout. „Upptökum stjórn- ar hann Kristinn í Hjálmum. Þetta er liðið. Blúsóríenteraðar ballöð- ur. Eða... ballöður blandaðar bláum tónum." Og meira er á dagskrá Egils. Stutt er í að hann fari með Austurlanda- hraðlestinni frá Róm til Feneyja. Sem fylgdarsveinn, að eigin sögn, á veg- um ferðaskrifstofunnar Prima Embla. „Þetta er merkileg ferðaskrifstofa sem stendur fyrir sérkennilegum og öðru- vísi ferðum. I haust fer ég svo á vegum hennar til Perú." jakob@dv.is Laddi fékk ekki að skjóta „Þessi mynd var tekin í Laugar- dalshöllinni þegar vítakeppni var haldin," segir Guðmundur Hrafh- kelsson, fyrrverandi landsliðsmark- maður til íjölda ára, en Gamla mynd- in var tekin í janúar 1992 í tilefni þess að HSÍ hélt vítakeppni á handbolta- umstang var í kringum handbolta- daginn að sögn Guðmunds og var þar á meðal hinn landsþekkti spreU- ari Laddi sem skemmti keppendum og áhorfendum. „Laddi fékk nú ekki að skjóta á markið þegar ég var í því," segir Guðmundur og hlær. Hann seg- ir að þetta hafi verið afar skemmti- legur tími enda voru þeir félag- ar mjög sigursælir í handbolta á þessu tímabili. Ég held að ég sé enn marka- kóngur og Valdimar víta- kóngur," segir Guðmund- ur hlæjandi en keppnin hefur ekki verið hald- in aftur og því titill- inn enn hjá þessum fomfrægu handbolta- köppum. degi sem haldinn var þá, „Við unnum þetta, ég og Valdimar," segir Guðmund- ur. Hann og Valdimar Gríms- son vom sendir fyrir hönd Vals- liðsins í keppnina en hvert lið sendi leikmann og mark- mann í keppnina. „Við bjuggumst ekki við sigri en fórum nátt- úrlega í keppnina til þess að vinna," seg- ir Guðmundur. Mikið i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.