Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Fyrst og fremst DV Fyrst og fremst Ertu ánægd/ ur med sumarid? ; „Nei, ég erekki ánægöurmeð sumariö i en ánægöur meö þaö sem hefur gerst hjá mér Isumar. Eg held samt að : veturinn veröi kaldur og æðislegur." Hjalti Gautur Hjartarson i tölvunarfræðingur. A j „Ég er hundfúl meö sumarið og flúði meira aðsegjal sólina til Mallorka í i tvær vikur. Svo fer ég til Búdapest í j október og Indlands f desember þar sem ég ætla að flýja vetrarkuldann ; Margrét Annie Guðbergsdóttir j framkvæmdastjóri. ! „Það hefði mátt vera meiri sól og ég j vona að veturinn verði betri. Ég fór til ; Danmerkur og Sviþjóðar I sumar og þar var veðrið mun betra. Ég kvlði I samt ekki vetrinum en ætla þó til j Búdapest Ioktóber." Guðbjörg Gunnarsdóttir, : starfsstúlka f Skálholtsskóla. ; „Já, ég get sagt það. Ég er samt búinn , að vera voöa lltið heima á íslandi en \ varlDanmörkumeðfjölskyldunnil i mánuð. Ég óttast ekki veturinn og er - spenntur fyrir honum." ; Þórður Atli Þórðarson, nemi í Iðnskólanum. „Sumarið varsvona la-la. Ég varað I vinna mjög mikið en það var alltaf i gott veður þar sem ég bý, á Akureyri : að sjálfsögðu. Sumarið fór vel I mig.“ Tryggvi Páll Tryggvason, nemi f MA. Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóri: Páll Baldvin Baldvinsson - pbb@>dv.is Aðstoðarritstjóri: Freyr Einarsson - freyr@dv.is Fréttastjóri: Óskar Hrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is Blaðamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir- annakristine@dv.is Ásgeir Jónsson - asgeir@dv.is Berglind Hásler- berglind@dv.is Friðrik Indriðason - fri@dv.is Garðar Úlfarsson - gardar@dv.is Guðmundur Ólafur Hermannsson - gudmunduro@dv.is Guðmundur Steinþórsson - gudmundur@dv.is Hanna Eiríksdóttir - hanna@dv.is Indíana Ása Hreinsdóttir - indiana@dv.is Jón Mýrdal - myrdal@dv.is Kormákur Bragason - kormakur@dv.is Óttar M. Norðfjörð - ottar@dv.is Reynir Hjálmarsson - reynir@dv.is DV Sport: Óskar Ófeigur Jónsson Hjörvar Hafliðason - hjorvar@dv.is DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar: auglysingar@dv.is. Umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. - dreifmg@posthusid.is DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viðtöl blaösins eru hljóðrituð. Páll Baldvin Baldvinsson Dómsmáiaráðherra er dapur og skilur ekki hversvegna hugmynd- um hans um íslenska Ieyni- þjónustu er tekið fálega. Ekki að undra. Björn Bjarna- son liefur reynst vinnusamur ráðherra á sínum ferli. Hann hefur reynst röskur í stefnu- mótun fyrir þá málaflokka sem fallið hafa honum í skaut í samhentri stjórn sjálfstæðis- manna og Framsóknar. Emb- ættismönnum ýtti hann ákveð- ið til hliðar og skipaði málum eins og honum þótti best og skynsamlegast, enda vanur yf- irmannsstörfum úr forsætis- ráðuneytinu. Hann var á sínunt tíma í menntamálaráðuneyt- inu afkastamikill og stefnu- fastur þótt hann leitaði jafnan til hagsmunaaðila og hlustaði á rök manna, þótt hann tæki máski ekki aíltaf nægilega mik- ið mark á þeim. Björn veit hvað hann vill og fylgir því fast fram. Það er ekki öllum stjórnmálamönnum gef- ið sem oftar en ekki vilja falla sem flestum í geð. Þóttakennt fas hans hefur lengi farið í taug- arnar á andstæðingum hans og jafnvel bandamönnum, en Björn er ekki þeirrar gerðar að Leynilögga Björns og slakir mótherjar hann sé í stjórnmálastarfí til að afla sér vinsælda með broskall- asvip. Hann er enda einn fárra hugsjónamanna í íslenskri pól- itík. í gagnrýni á vel rökstuddar hugmyndir hans um nýmæli í íslenskri löggæslu hafa menn verið fljótir til að benda á hvað- eina sem ekki hefur gengið upp; hrikalegt ástand í fangels- ismálum, hörmungar á þjóð- vegum, aðhald í fjármögnun löggæslu, yflrkeyrslu ríkis- lögreglustjórans í rekstri. Allt sem miður fer í málaflokkum sem undir dómsmálaráðherr- ann heyra rifja menn upp þeg- ar ráðherra vill ræða í alvöru um rannsóknarstöður sem geti lagst í víðari netalagnir um samfélagið til að koma í veg fyrir vaxandi sókn skipulegrar glæpastarfsemi. Andstæðingar hans fá létt ofsóknaræðiskast í versta falli eða vísa hugmynd hans á bug sem léleguin brandara. Við nefnum engin nöfn. Það er lákúrulcg afstaða í málefnalegri umræðu. í rökræðuna um nýskipan lögreglumála blandast margt óskylt; persónulegar skoðanir ráðherrans á sagnfræði, gagn- rýni hans í borgarmálefnum, fom og síný afstaða hans í ut- anríkismálum. Allt grautast þetta í hausnum á andstæð- ingum Björns Bjarnason- ar um þessar mundir og gusast út úr þeim þegarvænst er skipulegra mót- raka við hug- myndum hans og tillögum. Von að maðurinn sé svekkt- ur. í ljósi þess að greina má ótal merki um að samfélag okk- ar tengist í vaxandi mæli skipulagi er- lendra glæpaflokka sem hafa að viður- væri man- sal, ólöglega framleiðslu og innflutn- ing eitur- lyfja ineð nauð- arflutn- ingum, skipu- lega sölu þýfis úr landi, ber að skoða hugmyndir ráð- herrans í alvöru. Ekki með upp- talningu á því sem miður fer í dómsmálum, heldur vitrænu samtali. Hafl menn sterk og skýr rök gegn tillögum Björns Bjarnasonar hljóta þeir að þora í karlinn. Þjóðin bíður spemit eft- ir því samtali og á til þess ríkan rétt. Þetta er jú fólk á kaupi frá okkur. Herinn fer eins og ekkert væri Það er yfirleitt gott að vera Islend- ingur. Til dæmis felst ágætið í því að hafa haft í landinu amerískan her í meira en hálfa öld og næstum allan þann tíma hefur rúmur helmingur þjóðarinnar farið hamförum honum til varnar. Ef litið er yfir raunverulegan varn- arsamning íslands og Bandaríkj- anna er óhætt að segja að einungis íslenska þjóðin hafi staðið við hann. Hún hefur varið ameríska herinn af öllum mætti, einkum varnarliðið, en liðið ekki landið, enda var það aldrei í hættu með friðsæl fjöll og jökla og fólk með ættjarðarást. Hér ógnaði ekkert landinu nema sjálfseyðileggingarhvöt okkar sjálfra, einkum eftir að lýðveldið var stofn- að árið 1944. Ameríski herinn var þá kominn og hét úrvalsliðið. Eftir það fékk hann nafnið hernámsliðið. Síð- an var skift um nafn og herinn skírð- ur varnarliðið. Það entist þang- að til núna þegar liðið fer undir hinu almenna heiti „ameríski herinn" og eng- inn notar leng- ur orðið vamar- liðið eða talar um nauðsyn þess, ekki einu sinni Björn Bjarnason og frétta- menn. Ameríski herinn með öll sín gælu- nöfn virðist snauta af landi brott með jafn lítilli eftirsjá og maðkafluga. Ef einhver er spurður um álit sitt segir hann í mesta lagi: Farið hefur fé betra. Sem er auðvitað þvættingur. Vegna þess að þjóðin varð fyrir áhrif- um frá hernum undir hinum ýmsu nöfnum, ekki bara mælt í gróða. Hvert sem hann fór með stöðvar sín- ar verpti hann gulli en skildi síðan eftir sig eitrað drasl. Herir gera það, sá ameríski er engin undantekning. En fleira gerist um þessar mund- ir án þess að nokkuð gerist í þjóðar- heilanum. Mogginn breytir sér og fer hamförum í auglýsingum á ágæti sínu án þess að nokkuð breytíst innra með blaðinu. Framsóknarflokkurinn fær nýja forystu án þess að nokkuð breytist á innra og ytra borði hans eða á með- al kjósenda. Breytíngaleysið, ógnvænlega en þægilega stöðnun alls, stafar af því hvað við höftím lítíð fram að færa, enda er menning okkar aum og lítt örvandi. fslenskt tilgangsleysi ríkir ennþá með svipuðum hættí og áður. En við þjösnumst áfram með dugnaði. ' Guðbergur Bcrgsson rithöfundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.