Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006
Fréttir DV
Óskar Hrafn Þorvaldsson
• í sunnudags-
blaði Morgunblaðs-
ins var birt viðtal
við milljarðamær-
inginn Björgólf
Thor Björgólfs-
son. Þetta var ekkert venju-
legt viðtal heldur var eytt heilum
átta síðum og einu aukablaði undir
það. Stiklað var á stóru á glæsileg-
umviðski ' '
ekki verður sagt að
viðtalið hafi ver-
ið persónulegt.
Þeir eru til sem
segja þetta viðtal
og umfang þess
heldur óheppilegt
þar sem Björgólfur
Thor sé í forsvari
fyrir Straum/Burðarás sem er einn
af aðaleigendum Árvakurs, útgáfu-
félags Morgunblaðsins. Velta menn
því fyrir sér hvort þetta hafi verið
pantað af eigendum...
• Bjarni Ár-
mannsson, for-
stjóri Glitnis,
verður meðal þátt-
takenda í Osló-
armaraþoninu í
Noregiþann 1.
október næstkom-
andi. Það fór varla
framhjá neinum
að Bjarni tók þátt í Reykjavíkurmara-
þoninu á dögunum, enda var Glitn-
ir aðalstyrktaraðili hlaupsins. Það
sama er uppi á teningnum í Osló og
spyrja menn sig hvort Glitnir hyggist
styrkja öll maraþon sem Bjarni tekur
þátt í. Fyrir Bjarna og aðra áhuga-
menn um maraþonhlaup má benda
þeim á Beirútmaraþonið þann 26.
nóvember næstkomandi. Verst að
Glitnir er ekki með útibú í Líbanon...
• Eigendur íslendingasagnaút-
gáfunnar, sem
keyptu nýver-
ið öll tíma-
rit Fróða, hafa
ákveðið að
bjóða öllum
blaðamönn-
um útgáfunn-
ar á árshátíð til
Kaupmanna-
hafnar í byrjun október. Með
þessu ætlar aðaleigandinn Sig-
urður G. Guðjónsson að reyna að
efla starfsandann hjá útgáfunni
sem hefur ekki verið upp á það
besta í ólgusjó og óvissu undan-
farna mánuði. Starfsmennirnir
eru víst afskaplega ánægðir með
þetta uppátæki Sigurðar enda er
ansi langt síðan almennileg árs-
hátíð var haldin hjá Fróða...
• Þremenningarnir Róbert
Traustason, Arnaldur Birgir Kon-
ráðsson og Evert Víglundsson,
sem hlupu 100 kílómetra frá Hellu
til Reykjavíkur til styrktar samtök-
unum Blátt áfram, eru á leiðinni
til Bandaríkjanna í herþjálfun.
Þeir hafa staðið fyrir svokölluð-
um „bootcamp-námskeiðum" að
undanförnu við miklar vinsæld-
ir en þar er líkt eftir herþjálfun.
Þeir ætla samt greinilega ekki að
láta þar við sitja og koma væntan-
lega ferskir úr þjálfuninni með nýj-
ar æfingar í farteskinu til að pína
landann...
Skjár einn ætlar að hrinda af stað nýjum raunveruleikaþætti í vetur. Þátturinn sem er
að ástralskri fyrirmynd byggist á því að sex einstaklingar, þrír karlar og þrjár konur,
ætla að reyna að grenna sig fyrir framan tökuvélar í sex vikur. Búast má við fjöri því
meðal þátttakenda eru Árni Johnsen og Gaui litli.
prógrammi á Skjá einum
Umræða um offitu í íslensku þjóðfélagi hefur verið áberandi á
undanförnum misserum. Skjár einn hyggst í vetur leggja sitt á
vogarskálarnar með því að vera með raunveruleikaþátt sem
byggist á því að sex manneskjur reyna að létta sig fyrir framan
myndavélarnar. Einn af þeim er nýr handhafi æru sinnar Árni
Johnsen
„Ég ætla að leggja mitt
afmörkum til að þess-
ir þættir verði skemmti-
legir"
„Ég ætla að leggja mitt af mörk-
um til að þessir þættir verði
skemmtilegir," sagði athafna- ^
maðurinn og ærueigandinn Íf
Árni Johnsen við DV í gær
en hann er einn þátttak-
enda í nýjum raunveru-
leikaþætti á Skjá einum
þar sem sex einstaklingar
taka þátt í sex vikna fitu-
bolluprógrammi fýrir fram-
an tökuvélarnar.
Skemmtileg
hugmynd
Ámi
sagðist
ekkihafa
getað
skor-
undan þegar þess var farið á leit við
hann að hann tæki þátt í þessu
verkefni. „Þetta er skemmti-
leg hugmynd sem bygg-
ir á ástralskri fýrirmynd.
Þetta er ekki einn af þess-
um gölnu raunveruleika-
þáttum. Hann fjallar um
heilsuna, mikilvægi þess
að fólk æfi og það gæti
að matar-
Árnl Johnsen Tekurþáttí
í . fitubolluprógrammiáSkjá
^inumogætla^ðgeraslttti^j^
Gaui litli Ætlar að gera enn
elna tilraunina til að'grennasf!
æðinu. Með öðrum orðum að það viti
hvað það er að gera," sagði Árni.
fínu formi
Árni sagð-
ist sjálfur vera
í fínu formi
þrátt fyrir að
vera kominn
á sjötugsald-
urinn. „Auðvit-
að þarf fólk alltaf
að skerpa á líkam-
anum og ég lít á
þetta verk-
efni sem
lær-
dóm.
Það
mikilvægt að hugsa vel um heilsuna
og menn eru alltaf að læra, hvort
sem þeir eru tvímgir eða sextugir,"
sagði Árni og bætti við að það væri
ekki markmiðið með þessum þætti
að tapa sem mestri þyngd. „Þetta
verður afslappað og markvisst en
auðvitað verður tekið á. Aðalmálið
er að komast að stöðu líkamans og
huga að innviðunum. Þeir skipta jafn
miklu máli og allt hitt," sagði Árni.
Gaui litli líka með
Auk Árna verður þekktasta fitu-
bolla landsins, Gaui litli, einn-
ig með í þáttunum. Gaui litli hefur
gert margar tilraunir til að grennast,
bæði á síðum dagblaða og fjölmiðla
en ekki haft erindi sem erfiði. Það
verður gaman að fýlgjast með Gauja
litla og Árna glíma við vigtina, mat-
aræðið og þrekþjálfunina á Skjá ein-
um í vetur.
Æft eins og í hernum
Ekki náðist í forsvarsmenn Skjás
eins í gær en DV hefur heimildir fýr-
ir því að þátttakendur verði mældir í
bak og fýrir sem og að sálfræðingur
verði til staðar til að hjálpa þeim yfir
erfiða hjalla á tímabilinu. Auk þess
verður boðið upp á alvöru herþjálf-
un eða svokallað „bootcamp" þar
sem þátttakendur munu fá að svitna
svo um munar. oskar@dv.is
Framkvæmdir við nýja stúku við Kópavogsvöll hefjast í haust
Byggja stúku fyrir tvö úrvalsdeildarlið
Bæjarráð Kópavogs samþykkti í
vikunni að heimila bæjarverkfræð-
ing að ganga til samninga við SÞ verk-
taka ehf. um gerð sökkla og botnplötu
stúku við Kópavogsvöll. Framkvæmd-
ir við stúkuna hefjast í haust og er
áformað að stúkan verði tilbúin fýr-
ir Landsmót 2007, sem haldið verð-
ur í Kópavogi í júlímánuði. Áætlað
er að stúkan taki 1400-1500 manns í
sæti en hún verður vestan vallarins
gegnt núverandi stúku. Mannvirk-
ið er hannað samkvæmt stöðlum frá
Knattspyrnusambandi Evrópu UEFA
en það er Jón Hrafn Hlöðversson hjá
Vektor, sem hannaði stúkuna. Stúkan
mun gerbreyta aðstöðu áhorfenda og
blaðamanna við Kópavogsvöll en lít-
ið skjól hefur verið að hafa fýrir veðr-
um og vindi þar frá því að völlurinn
var byggður. Stúkan verður á þremur
hæðum með nýjum búningsklefum
fýrir bæði Kópavogsliðin, veitinga-
sal á miðhæð auk sérstakrar blaða-
mannastúku og V.I.R stúku fýrir allt
að 90 manns.
Kópavogsvöllur Svona mun nýja stúkan við Kópavogsvöll llta út.