Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Blaðsíða 35
PV Helgin
FÖSTUOAGUR 1. SEPTEMBER 2006 55
tveimur öðrum manneskjum það
fyrst.
„Ég sá að það yrði nú alveg nógu
erfitt fyrir börnin mín og manninn
minn að missa mig á aðventunni eða
jólunum þótt ég færi nú ekki að láta
þau bera þá byrði að velta fyrir sér
útförinni minni," segir hún og fær sér
kaffísopa.
Gekkfrá jarðarförinni sinni
Engin sjálfsvorkunn, engin
kaldhceðni, bara bláköld staðreynd.
„Ég pantaði mér því tíma hjá Út-
fararstofú íslands og hitti Bryndísi
Valbjamardóttur og Sverri Einarsson.
Þau gáfu mér góðan tíma og ég held
þau hafí nú orðið svolítið hissa þeg-
ar ég sagði þeim að það væri mín eig-
in jarðarför sem ég væri að leita efdr
tilboði í. Helst hefði ég nú bara vilj-
að fara niður í svörtum plastpoka eða
eplakössum en það má víst ekki," seg-
ir hún og hlær. „Lægsta tilboðið hijóð-
aði upp á sjötíu þúsund, alit innifalið,
kistan, krossinn með nafninu mínu á.
Auðvitað mátaði ég enga kistu," svar-
ar hún aðspurð. „Þess þarf ekki. Þetta
em bara standard stærðir. Sverrir út-
fararstjóri hefur leyfi til að lesa mig
niður og ég sagðist vilja að égyrði kist-
ulögð heima, kistan sett á borðstofu-
borðið og ef fjölskyldan vildi tónlist
mætti setja á góðan geisladisk. Aðal-
lega var hugmynd mín með kistulagn-
ingu heima sú að spara bílferðir niður
í Fossvog og aftur í Mosfelfskirkjugarð.
Óþarfa ferðaiög fannst mér. En það
var ekki samþykkt af fjölskyldunni að
kistuleggja heima."
Fundur með fjölskyldunni
„Eftir að ég hafði gengið frá samn-
ingi við útfararstofuna fór ég heim,
skrifaði æviágripið mitt og allt sem
Mogginn myndi viija fá við andlát,
setti í brúnt umslag og boðaði svo til
fjölskyldufundar."
Mamma hennar kom að sjálfsögðu
á „fundinn" og saman satfjölskyldan
með dýrin sín í stofunni þegar Ósk
sagði þeim frá staðreyndum.
„Þau tóku þessu nokkuð vel," seg-
ir hún. „Auðvitað var þetta erfiðast
fyrir Sögu mína sem þá var bara níu
ára en eins og ég benti henni á þá
veit maður aldrei hvenær maður er
kallaður til að sinna verkefnum ann-
ars staðar en hér á jörðinni."
Veislur fyrir lifandi, ekki látna
Þú nefnir engan prest í þessari
upptalningu. Ertu ekki trúuð?
„Trúuð? Ég er sko mjög trúuð,"
svarar hún að bragði. „En til hvers
þarf að borga aukaiega einhverjum
embættismanni til að lesa mig nið-
ur? Ég verð ekki hér hvort sem er, ég
verð uppi. Þetta fólk fær hvort sem
er tékkann sinn! Og úr því ég er nú
komin í blaðaviðtai með óskir mín-
ar, þá vona ég að allir í kringum mig
viti það að mér finnst erfidrykkjur fá-
ránlegar. Ég vil vera í mínum partí-
um sjálf. Það á að halda veislur með-
an fólk er lifandi, ekki eftir að það er
dáið. Hugsaðu þér allt gamla fólk-
ið sem enginn hefur heimsótt árum
saman en svo mæta 200 manns í
erfidrykkjuna! Nei, takk, ekki þegar
ég kveð. Vinkonur mínar vita þetta,
enda eru þær stöðugt að halda ein-
hverjar veislur fyrir mig!"
Frumurnar í líkamanum
/ lyfjameðferðinafór hún, albúin að
mœta dauðanum efkallið væri
komið.
„Ég fór í fjólubláu peysuna mína
og nýpijónaða sokka í stíl, kom mér
í djúpa hugleiðslu og þeir sprautuðu
lyfinu í mig. En ég hef verið í þess-
ari meðferð á hálfs mánaðar fresti
í fjögur ár ásamt öðrum lyfjum. Og
hér er ég enn. Eitthvað stundaði ég af
„óhefðbundnum" lækningum, drakk
lúpínuseyði og ólífuolíu, stunda hug-
leiðslu og öndunaræfingar og þegar
ég gat ekki sofið fór ég með hundana
niður að sjó um miðjar nætur og and-
aði að mér súrefni og orku h'fsins. Ég
tala mikið við sjálfa mig í huganum,
ímynda mér að frumurnar í líkaman-
um séu eins og fóik í færeyskum dansi
þar sem allir dansa saman, engar tvær
eru að skera sig úr og valda tjóni."
„Ég held aðþegar Guð
útdeildi rómantíkinni
hafi Guðmundur verið
fremst í röðinni, en ég
aftastl Við erum eins og
svart og hvítt og höfum
alltafverið. Það trúði
enginn á að samband
okkar myndi ganga."
Öllu er afmörkuð stund
Ertu sátt við að deyja?
„Já, veistu það að ég er alveg sátt
við að deyja," svarar hún án umhugs-
unar. „Mér fannst erfiðast þarna fyr-
ir fjórum árum að hugga fjölskyld-
una og fá þau til að sætta sig við að
öllu er afmörkuð stund. Ég trúi því að
við séum öli köliuð til annarra verka.
Mér líður þannig í dag að ég óttast
ekki dauðann. Mér ieið þannig iíka
í gær. Svo getur vel verið að ég verði
skítlirædd korter fyrir dauða. Hvað
veit ég um það? Ég hef aldrei dáið
áður."
annakristine@dv.is
Eitthvað nýtt
„Það eina sem ég velti mikið fyr-
ir mér var hverjir myndu taka við
stelpunum. Ég vissi að Guðmund-
ur minn kæmist vel af með Kolbein,
systur mínar myndu báðar viija taka
stelpumar en það sem ég óttaðist var
að Brynja færi í móðurhlutverkið og
tæki að sér að axla ábyrgðina sem
áður hafði verið á mínum herðum.
En einhvern veginn var ég viss um að
ég væri ekkert að deyja."
Að meðferð lokinnifór Ósk í
reglubundið eftirlit. Hana langaði að
söðla um og prófa eitthvað alveg nýtt.
„Þá datt mér í hug grunnskólinn
í Mosfehsbæ, Varmárskóii. Ég hafði
alið upp þrjú böm með ágætis ár-
angri, stutt þau við námið og náð vel
til þeirra. Mér datt í hug að ég gæti
gert gagn í skólanum, var ráðin þar
stuðningsfuUtrúi haustið 2001 og
fékk til mín verkefni sem mér gekk
vel að leysa úr.
Úrskurður um leikslok
En svo dundi áfalliðyfir. Krabba-
meinið tók sig upp að nýju.
„Þá tók við önnur meðferð og ég
varð virkilega veik í október árið 2002
og sá ekki fram á að ég yrði fimmtug
í desember. f nóvember sögðu lækn-
„Ég sá að það yrði nú
alveg nógu erfitt fyrir
börnin mín og manninn
minn að missa mig á
aðventunni eða jólun-
um, þótt ég færi nú ekki
að láta þau bera þá
byrðiað velta fyrirsér
útförinni minni."
arnir mér að lyfin væru ekki að virka.
Það væri tíl önnur lyfjameöferð en
hún væri hættuleg að því leyti að lyf-
ið veldur oft bráðaofnæmi í fyrstu
meðferð. Sú lyfjameöferð myndi ekki
gera neitt annað en lengja líf mitt um
einhverja mánuði. Ég sagði krabba-
meinslækninum mínum að ég vildi
álit annars læknis áður en ég tæki
ákvörðun. Það var auðsótt mál og
þegar sá læknir sagði hið sama, fór
ég heim að hugsa minn gang."
Og það gerði hún. Ákvað að taka
sénsinn, „enda leiðinlegt að deyja á
jólunum," eins og hún orðarþað. En
áður en hún tilkynntifjölskyldunni að
slagnum vœri lokið, tilkynnti hún
Á aðventunni fyrir fjórum árum sat 49 ára kona á skrifstofu
útfararstofu og ræddi kostnað og tilhögun jarðarfarar. Hún
tók ásættanlegu tilboðinu og fór sátt af stofunni. Um kvöldið
hélt hún fjölskyldufund og sagði móður sinni, eiginmanni og
þremur börnum að leiknum væri lokið.
Óttalítil manneskja
„Ég greindist með brjóstakrabba-
mein árið 1998," ségir hún eins og
hún sé að segja mér hvernig veðr-
ið sé. „Það reyndist hafa dreift sér
í eidana í kring og brjóstið var fjar-
lægt. Ég fór í gegnum hefðbundna,
nokkurra mánaða meðferð og get
varla sagt að ég hafi fundið fyr-
ir henni. Auðvitað varð mér óglatt
eins og öðrum og missti hárið. En ég
kastaði aldrei upp og tók þessu eins
og hverju öðru verkefni lífsins. Ég er
óttalítil manneskja; kvíði og ótti eru
ekki til í minni orðabók."
Þarna áttirðu tvo unglinga, sautján
og þrettán ára ogfimm ára gamla
stúlku. Varðstu virkilega ekki hrædd
við dauðann?
„Nei, ég var ekki hrædd við dauð-
ann og er ekki enn," svarar hún af
einlægni.
i um eiqin
V/