Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Síða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 01.09.2006, Síða 44
64 FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 2006 Helgin PV Skoða saman hús Vilhjálmur prins og Kate Middleton skoðuðu hús í Harewood Park á dögunum en talið er líklegt að parið komi sér upp heimili á þeim flotta stað í framtíðinni. Vmir prinsins segja hann æstan að setjast að í Harewood Park því þar geti hann sinnt áhugamálum sínum í nágrenninu og þá sérstaklega skotveiðum.Talið er að húsið sem parið hefur í huga verði tilbúið árið 2010, árið sem prinsinn verður 28 ára en hann hefur látið hafa eftir sér að hann ætli ekki að gifta sig fyrr en hann nái þeim aldri. Misstístjórná skapinu Áhorfendur á tenniskeppni sáu Vilhjálm prins missa stjórn á skapi sínu. Prinsinn, sem er frekar þekktur fyrir prúðmannlega framkomu, var að keppa á móti vini sínum á einkaveiii i Highgrove þegarhann reiddist. Vitnisegja Vilhjálm hafa blótað og ragnað i grið og erg. „Orðin sem , 'Z / komu út úr honum eru ekki prenthæf. Hann varð alveg BP vitlaus," sagði vitni. Annað vitni sagðist viss um ’-w" að reiðin hafi Mverið leikaraskap- Á ur.Hannhafi ^Mætlaðað taka Hjaip. vininn á ■ taugum enda § hafi prinsinn B sigrað að lokum. Ætla að giftast The Sun birti myndir af Harry Bretaprinsi þar sem hann káfaði á sjónvarpskonunni Natalie Pinkham. Dagblaðið hélt því í fyrstu fram að um nýjar myndir væri að ræða en myndirnar eru í rauninni þriggja ára og því teknar áður en Harry kynntist Chelsy Davy, kærustunni sinni. The Sun hefur beðið Harry, Chelsy og Pinkham opinberlega afsökunar. Enn einn skandallinn Díanavarekki ófrísk Yfirmaður líkhússins sem tók á móti líki Díönu prinsessu hefur loks rætt opinberlega um dauða prinsessunnar. Hann heldur því fram að Díana hafi ekki verið ófrísk þegarhún lést. Mohamed Al Fayed, faðir Dodis kærasta Díönu sem lést einnig i bilslysinu i París árið í997, hefur lengi verið viss um að Diana hafi verið ófrísk að barnabarni hans en segir konungsfjölskylduna hafa þagað yfir þeirri staðreynd. Breska dagblaðið The Sun birti á dögunum myndir af Harry prins káfandi á sjónvarpskonunni Natalie Pinkham. f greininni sem fylgdi for- síðufréttinni og hinni þriggja blað- síðna úttekt stóð að prinsinn hefði greinilega haldið fram hjá kærust- unni sinni Chelsy Davy og að at- vikið hefði átt sér stað á þessu ári. í ljós hefur hins vegar komið að umræddar myndir eru þriggja ára gamlar og teknar áður en Harry kynntist Chelsy. Harry prins fór fram á afsökun- arbeiðni ritstjórans The Sun sem bað prinsinn og Pinkham afsökunar opinberlega. Pinkham hefur einnig leitað réttar síns hjá lögreglunni en myndirnar voru í hennar einkaeigu og rænt á heimili hennar. Pinkham, sem er gömul vinkona Harrys, segist slegin yfir þeirri staðreynd að einhver vina hennar hafi svik- ið hana svo illilega. „Myndirn- ar eru geymdar í læstri kistu en filmunum var stolið," sagði hún í viðtali og bætti við að hún væri vinkona beggja prinsanna og Chelsy Davy „Hún hefur engar áhyggjur af honum né þessum myndum. Þær koma henni í rauninni ekki við þarsem þær voruteknar áður en bau kvnnti %Ef\\ myndi aldrei gera þeim neitt þessu líkt. Á myndunum sást Harry með- al annars káfa á öðru brjóstinu á Pinkham auk þess sem Vilhjálm- ur prins sést afar drukkinn í bak- grunninum. Vinir prinsanna segja þá fokreiða vegna atburðarins. „Harry er ekki aðeins reiður vegna myndanna heldur einnig vegna þess að hann er sagður hafa haldið fram hjá Chelsy," sagði vinur þeirra og bætti við að Harry tryði Pink- ham fyllega þegar hún sagðist ekki vita hvernig blaðið hefði komist yfir myndirnar. Chelsy, sem dvelur í Afríku í námi, er sögð hafa yfirgefið skól- ann daginn sem umrætt blað var gefið út. Vinir hennar segja hana hins vegar vissa um að Harry myndi aldrei halda fram hjá henni. „Hún hefur engar áhyggj- ur af honum né þess- um myndum. Þær koma henni í rauninni ekki við þar sem þær voru tekn- ar áður en þau kynnt- ust. Harry veit að hann myndi missa hana ef hann myndi vera með annari stelpu svo hún hefur engar áhyggjur." Dagblað í Nýja-Sjá- landi segist hafa leyst ráðgátuna um hver hafi lekið myndunum. Að sögn blaðsins var það Ný- sjálendingur sem komst yfir myndirnar fyr- ir tilviljun þeg- ar hann flutti inn í íbúð sem áður hafði verið í eigu sjónvarps- konunnar. Forsíðan Harrysést káfa á brjósti sjónvarpskonunnar SiÉSl Natalie Pinkham. ■••. ■■■ Harry prins „Harry er ekki aðeins reiður vegna myndanna heldur einnig vegna þess að hann er sagðurhafa haldið fram hjá Chelsy," sagði vinur prinsins. Hákon og Mette-Marit halda upp á fimm ára brúðkaupsafmæli sitt í dag. Hinn ungi faðir, Louis prins í Lúxemborg, ætlarað giftast barnsmóður sinni I næsta mánuði. Unga parið, Louis sem er tvítugur og kærastan hans Tessy Anthony, eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á árinu. Litli sonurinn hefur fengið nafnið Oabriel og er uppáhald afa síns Henrys hertoga og eiginkonu hans, Mariu Teresu. Unga parið kynntist I hernum þegar þau dvöldu i Kosovo. Louis erþriðji í röðinni eftir krúnunni en ætlar að afsala sér henni efhann gengur i það heilaga. Hákon gerir mig að betri manneskju Hákon krónprins Noregs og eig- inkona hans Mette-Marit prinsessa halda upp á fimm ára brúðkaup sitt í dag, föstudag. Hjónakornin ætla að fagna deginum í miðbæ Osló- ar með því að koma nýjum styrkt- arsjóði á laggirnar. Fjölmargir sjálf- boðaliðar ætla að hjálpa Hákoni og Mette-Marit við að fagna opnuninni og stóra deginum. „Við erum afar ánægð með þátttökuna en styrktar- sjóðurinn mun gera sitt gagn í fram- tíðinni," sagði prinsessan. Þegar Mette-Marit var spurð út í árin sem hún hafði eytt við hlið Hákonar sagði hún þau hafa verið afar góð. „Hákon er góð manneskja og líklega sá þol- inmóðasti í heimi. Hann hefur sterka siðgæðiskennd og lifir eftir henni. Ég reyni að vera góð manneskja þegar ég er með honum. Hann talar aidrei illa um aðra og hefur afar litla for- dóma gagnvart öðrum," sagði prins- essan í viðtali við Elle-tímarið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.