Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Síða 2
2 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
Fyrst og fremst DV
Fyrst og fremst
Spurning vikunnar
Ferð þú til útlanda
að gera innkaup
fyrirjólin?
Útgáfufélag:
365 - prentmiðlar
Ritstjórar:
Freyr Einarsson - freyr@dv.is
Óskar Hrafn Þorvaldsson - oskar@dv.is
Ritstjórnarfulltrúi:
Karen Kjartansdóttir
Blaðamenn:
Anna Kristine Magnúsdóttir- anna@dv.is
Berglind Hasler - berglind@dv.is
Friðrik Indriðason - fri@dv.is
Hanna Eiríksdóttir - hanna@dv.is
Indíana Ása Hreinsdóttir - indiana@dv.is
Jakobína Davíðsdóttir - jakobina@dv.is
Jón Mýrdal Harðarson - myrdal@dv.is
Kormákur Bragason - kormakur@dv.is
DV Menning:
Óttar Martin Norðfjörð - ottar@dv.is
DV Sport:
Óskar Ófeigur Jónsson - ooj@dv.is
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550
5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 -
Ritstjórn: 550 5020
Fréttaskot: 550 5090
Ritstjórn: ritstjorn@dv.is
Auglýsingar: auglysingar@dv.is.
Umbrot: 365 - prentmiðlar.
Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðja.
Dreifing: Pósthúsið ehf. - drelfing@posthusid.is
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni
blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án
endurgjalds.
Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituö.
„Já, ég fer til Danmerkur I næstu viku.
Bryndís Jónsdóttir, nemi í
ferðamálafræði
„Nei, ég kaupi allt hér og er aöeins
byrjuð."
Klara Sveinsdóttir, heimavinnandi
' - i i.i..ism x m
. „Nei, ég fer ekki en mamma er að fara
til Þýskalands og hún verstar fyrir
mig."
Valgerður Pétursdóttir, nemi f
ferðamálafræði
„Ég á ekki pening til að fara til
útlanda. Ég ætla að kaupa allthér en
er ekki enn byrjaður.“
Jón Ingi Stefánsson, starfsmaður f
Hagkaup
'-í'
m
„Nei, en ég er nykomin frá Lanzarote.
Jóna Sofffa Þórðardóttir, húsmóðir
Freyr Einarsson &
óskar Hrafn Þorvaldsson
Túnahverfið erlágreist
íbúðabyggð milli Lauga-
vegar í suðri og Borgartúns
í norðri. Líklegast er þetta eitt
minnsta hverfið í borginni sem
samanstendur af götunum Há-
túni, Samtúni og Miðtúni. Húsin
þama eru byggð á haftatímum
skömmu eför stríð á ystu mörk-
um byggðar þar sem ódýrast var
að byggja. Flest eru húsin byggð
af vanefnum og hafa takmark-
að byggingasögulegt gildi en
standa nú á verðmætum stað í
miðri borg. Uppbygging og þétt-
ing byggöar þrengir nú aðþessu
litla hverfi sem líklega þarf að
hverfa í nánustu framtíð.
íbúar Túnahverfis mótmæla
nú uppbyggingu á byggingareit
á vegum vertakafyrirtækis-
insEyktarvið Iiöfðatorg. Þetta
er ekki í fyrsta sldpti sem íbú-
Gulliö í Túnunum
arnir mótmæla uppbyggingu í
nágrcnninu, því fýrir fáeinum
árum stóð til að fjölga íbúða-
turnum við Hátún, sunnan
megin í hverfmu.
Þá féllust skipulagsyfirvöld á
röksemdir íbúanna, sem eins og
nú óttuðust að skuggi háhýsanna
myndi rýra verðgildi fasteigna.
Það er því óhætt að segja að veg-
ið sé að íbúum þessu litla hverfis
úr öllum áttum.
Uppbygging á Höfðatorgs-
reit hefur veruleg áhrif á lífsgæði
íbúanna í Túnahverfi, eins og
reyndar öll uppbygging sem hef-
ur átt sér stað í Borgartúninu,
sem hefur á síðustu árum þróast
í að verða miðstöð fjármálafyrir-
tækja, nokkurs konar Wall Street
eða City íslands. Aukin umferð-
arhávaði og útblástursmengun
vega meira í lífsgæðaáhrifum
íbúanna en skuggavarp hárra
bygginga þar sem íbúðahverf-
ið stendur sunnan megin við
fýrirhuguð háhýsi. íbúabyggð-
in passar ekki lengur í hverf-
ið og er í raun með ólíkindum
að skipulagsyfirvöld skildu ekki
sjá eða þora að taka ákvarðan-
ir um fraintíð hverfisins þegar
þróun flármálahverfis í Borgar-
túni hófst.
Ihkmarkaðar aðferðir eru til
uppkaupa í borginni og þar af
leiðandi verða mörg deiliskipu-
lög hér vansköpuð vegna mála-
miðlana sem hindra eðlilega
byggðaþróun. Alltóflitlumflár-
munum er varið til uppkaupa á
fasteignum á sama tíma og stefnt
er að þéttingu byggðar. í borg-
inni hefur ríkt ákveðin hræðsla
við að kaupa íbúðarhús og rífa
þau enda hefur flúsverndar-
fólk farið hamförum á síðustu
áratugum og hús með takmark-
að varðveislugildi hafa eyðilagt
marga góða byggingareiti í borg-
inni.
í stórborgum er fasteignaverð
iðulega hærra í flármálahverf-
um en annars staðar. Sama þró-
un ættí að geta orðið f Reykjavík
þar sem fasteignaverð hefur þró-
ast í sömu átt og í stórborgun-
um. fbúar í Túnahverfi liggja nú
á gulli og ættu ekki að óttast að
fasteignaverð rýrni undir skugga
háhýsa flármálahverfisins. Þvert
á móti ættí verðmætíð að aukast
verulega eftír því sem fermetr-
unum flölgar og byggingarnar
verða hærri. Þannig verða lóð-
irnar sem íbúðarhúsin standa
á verðmætari en fasteignimar
sjálfar þar sem hægt er að marg-
falda byggingarmagnið á lóðinni
í samræmi við ríkjandi skipulag
á svæðinu. Til þess að koma í veg
fyrir málamiðlanir væri best að
verktakafýrirtækið Eykt sem er
stærsti hagsmunaaðilinn í Túna-
hverfi semji við íbúana um upp-
kaup á fasteignum þeirra á ríf-
legu markaðsverði með löngum
rýmingartíma.
X,. <
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
egar íslendingar flalla um
innflytjendur tala þeir af
lftílli reynslu vegna þess að
áður hleyptu þeir varla útlend-
ingum inn í landið, ekki einu
sinni fólki á flótta undan nasist-
um. Oftast voru það Þjóðveijar
sem áttu eftir að auðga menn-
ingu þeirra sem veittu þeim hæli.
Innflytjendur samtímans eru
ólíks eðlis. Gróft á litíð mynda
þeir tvo strauma. f öðrum eru
Afríku- og Asíubúar sem hafa
litla eða enga menntun, bara
þjóðmenningu sína, en fást til að
vhma illa launuð og erfið störf
Innílytj endavandamál
eins og Suðurlandabúar á tíma
hagvaxtarins í Norður-Evrópu.
lhinum er fólk frá fýrrverandi
alþýðulýðveldum. Það er oft vel
menntað, betur en fslendingar,
enda var menntun í kommúnista-
löndunum meiri og agaðri en hjá
okkur en kannski ekki eins „frjáls".
Þetta fólk kemur tíl þess að vinna
sér inn fé og senda heim. Fáir
ætla að setjast hér að þótt ýmsir
geri það að lokum, helstþeir sem
minnsta menntun hafa. Mann-
flótti frá Austur-Evrópu er þvílíkur
um þessar mundir að atvinnuveg-
ir þar, til dæmis í Rúmeníu, eru
í rúst sökum manneklu. Stjóm-
völd hafa því gripið til þess ráðs að
flytja inn Kinverja á miklu lægri
launum en þeir fengu sem fóra.
Þetta eru næstum eingöngu kon-
ur sem vinna við ffamleiðslu á
munaðarvamingi, falskri merkja-
vöru fyrir neytendur í Vestur-Evr-
ópu. Konunum er haldið lokuð-
um í vinnuskálum sem er auðvelt
vegna útlendingahaturs.
Almenningur sakar þær um
að hafa tekið vinnu frá innlend-
um sem er flarstæða. Rúmenar
leita helst tíl Spánar og fá þriðjung
iauna miðað við landsmenn en
læra fljótt spænsku, komast áfram
og setjast að. Eftír það hætta þeir
að senda fé heim til ættmenna
sem búa því við verri kjör en áður.
Með inngöngu í Evrópusamband-
ið munu lönd eins og Rúmenía
fá styrki á sama hátt og Portú-
gal, til þess að leggja hraðbrautir
svo hægt verði „að flytja um þær
engan vaming" því framleiðsl-
an er í lágmarki. Með hnignun
marxismans gerir stuðningsfólk
innflytjenda sér ekki grein fýrir
þjóðfélagsaðstæðum, að best væri
að hvetja þá til að dvelja í heima-
iandinu og rísa gegn stjómvöld-
um í stað þess að flýja í láglauna-
störf f Vestur-Evrópu.
wm
Réttu hjálparhönd
Félagsþjónusta Kópavogs óskar eftir að ráða fólk í heimaþjónustu.
Fjölbreytt og gefandi starf með sveigjanlegum vinnutíma.
Heilsdags- og hlutastörf. Kynntu þér kjörin, þau koma á óvart!
Nánari upplýsingar veita þjónustustjórar heimaþjónustunnar í síma 570 1400.
www.kopavogur.is
Meginmarkmiö Félagsþjónustu Kópavogs er
að tryggja tjárhagslegt og félagslegt öryggi
Kópavogsbúa á öllum aldri svo þeir fái
tækifaeri til aö taka virkan þátt í samlélaginu.
/C\
Félagsþjónusta
m I.. Kópavogs