Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Qupperneq 14

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Qupperneq 14
14 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 Fréttir DV Friðrik , Indriðason Sandlcorn • Plata þeirra félaga ' \ Magnúsar Einars- sonar og Freys Eyj- ólfssonar í Sviðinni jörð er að koma út á næstu dögum. Ber hún nafinið Lög til að skjóta sig við, sem er kannski nafn við hæfi þegar andlegur kostnaður við gerð hennar er tekinn með í reikninginn. Frá því að þeir félagar, ásamt Davíð Þór Jónssyni, hófu að setja þessa plötu saman hefur hún kostað þrjá hjónaskiJnaði, tvær meðferðir og eitt gjaldþrot. Og sitthvað smáfegt til hfiðar. Það er því ekta blúsaður tregi sem svífuryfir vömunum á plötunni... • Það vakti athygli í vikunni, og var greint frá í fréttum, að Hrafri Jökulsson, fyrir hönd Hróksins, heiðraði Ágúst Einarsson próf- essor sérstaklega fyrir störf í þágu skáklistarinnar og þar á meðal Hróksins. Það sem ekki kom ff am í fréttum þessum var áheit P|l Ágústar í fjöltefli Ilrafns n ' ” nýlega. Hann hét á Hrafn 2.000 kr. fyrir hveija skák sem hann myndi vinna. ■ Hrafn vann 225 skálo- ' irfékkhann450þús- und kr. að launum frá prófess- ornum.Þessirpeningar komu að góðum þörfrun hjá Hrafiii enda er hann á Grænlandi þessa dagana að útbreiða skákfagnaðar- erindið... • Mikið húfl- umhæverðurá vegum Snigla- bandsins næsta fimmtudags- kvöld, 23. nóvember, í Borgarleik- húsinu. Höfuðmálið hjá liljóm- sveitinni er að kynna nýju plötuna sína RUV TOPS. Allt sviðið í Jeik- húsinu mun verða undirlagt af söng, gleði, sprelli og sérstökum Jcabarett sem Snjglabandið hefur sett saman í tilefhi dagsins. Lofa þeir félagar leikrænum tilþrifum í háum gæðaflokld. Þar að auki verða herlegheitin kvikmynduð. Það er Þór Freysson hjá Saga film sem mim festa kvöldið á filmu... > Myndlistarmað- urinn og leikstjórinn ! Guöjón Sigvalda- son heldur sýningu f áNæstabarþessa dagana. Um er að ræða röð af „spýtuköllum" íýmsum litum og afbrigðum, þeirrar nátt- úru að ef togað er í tiUann á þeim hreyfast aðrir útlimir í takt. Sýning- in hefur vakið verðskuldaða athygli og seldust nokkur verkanna á opn- unardag sýningarinnar um síðustu helgi. Meðal þeirra sem keyptu sér spýtukall var myndlistarmaður- inn Jón Óskar. Lét hann þess getið í leiðinni að verkið ætlaði hami að hengja upp á vegg í svefnherbergi sínu... • Útvarpskonan Ólöf Rún Skúla- dóttirerkomin ^jí heim aftur eftir Þýskalandsdvöl sína. ÓlöfbráséráSport- barinn á Hverfisgötu nýlega sem kannski er ekki í frásögur færandi nema fyrir barþjón staðarins sem varð illilega hrifinn af stúlkunni. Stjanaði hann í kringum hana allt kvöldið og kallaði „ástin mín" og „elskan mín" í öðru hverju orði. Benti hann Ólöfu á að hún ætti fimm böm en hann sex svo þau pössuðu vel saman. Og undir lokin þegar kjóll Ólafar var orðinn eitthvað laus um axlir hennar kom þjónninn að og lagfærði það um leið og hann sagði: „Svona elskan mín, ég skal sjá um lúkkið á þér“... í kjölfar kosningasigurs Árna Johnsen í próíkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi hefur spunnist mikil umræða í þjóðfélaginu um siðferði, fyrirgefningu og réttlæti en líka hvort það sé Sjálfstæðisflokknum til framgangs, hnjóðs eða vansa að Árni fari í framboð fyrir flokkinn. Árni er aftur vandamál SJÁLFSTÆÐIS Heitar umræður eru á bloggsíðum landans og eftir viðtal RÚV við Árna á þriðjudagskvöld varð allt vitlaust. Umræðan er orð- in svo heit að SUS, Samband ungra sjálfstæðismanna, sá sig tilneytt að senda frá sér yfirlýsingu þar sem Árni er snupraður og þess krafist að hann sýni iðrun sem hæfi brot- inu. í Svíþjóð er engum hlíft í svona málum. Cecilia Stegö-Chilð, verð- andi menningarmálaráðherra, var látin fjúka áður en hún settist í stól- inn. Hún hafði víst gleymt að borga sjónvarpsafnotagjöldin í 16 ár. Maria Borelius iðnaðarráðherra fauk eftir átta daga í embætti vegna óeðlilegrar skattahagræðingar og fyrir að kaupa svart vinnuafl. Mona Sahlin, fyrr- verandi ráðherra, er búin að vera úti í kuldanum í mörg ár og verð- ur sennilega aldrei formaður Jafn- aðarmannaflokksins af því að hún keypti sé eitt stykki Toblerone á kosmað sænska ríkisins. Svipaðar sögur má segja frá flestum öðrum nágrannalöndum okkar. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur í fjölmiðlum lýst fullum stuðningi flokksforustunnar við Árna og fyllsta trausti en DV leit- aði í vikunni álits annarra flokks- formanna á þeirri stöðu sem upp er komin í Suðurkjördæmi. M m ÁBNIJOHNSEN, SJÁLFSTÆÐISFLOKKI Bloggarar landsins keppast núumað hneykslast áÁrna Johnsen vegna ummæla hans á RÚV á þriðjudag þar sem hann ræddi um tæknileg mistök en þykir ekki hafa iðrast gerða sinna nægjanlega til að eiga réttá þingsetu. JÓN SIGURÐSSON, FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS „Ámi hefur tekiö út refsingu fyrir brot sitt og það er óheimiltsamkvæmt lögum að núa mönnum þvi um nasirsem þeir hafa þegar afplánað refsingu fyrir. Vilji kjósenda í prófkjörinu er alveg klár og rétt að virða hann. Ég vona lika að Framsókn- arflokkurinn myndi taka þá afstöðu í sliku máli efþað kæmi upp innan hans, sem rétt | er samkvæmt lögum. Það er allt annar handieggur hvaða persónulegu skoðun maður hefur á þessu máli og stuttyfir I að það sé eingöngu pólitlk. Eg ætla að öðru leyti ekki að hafa neina skoðun um innanflokksmál annarra flokka." | STEINGRiMUR J. S1GFÚ5SON, FORMAÐUR VG „Þetta er náttúrulega afskaplega athyglisverð n/ðurstaða i þessu prófkjöri hjá Sjálfstæöisflokknum. Sér I lagi i Ijósi þess að það falla þarna þrfrþingmenn iþessu prófkjöri og sér I lagi að það skuli falla út afþingi kona sem hefur staðið sig afskaplega vel, verið imörgum nefndum og ábyrgðarstöðum fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En það er ijóst að þetta eru ákaflega svæðisbundin úrslit og menn frekar kosnir eftir búsetu en verðleikum. VG hefur sem betur fer ekki lent iþessari aðstöðu enda óhætt að segja að hún er ekki skemmtiieg. Ég heid að engin leið sé fyrir flokkinn eða stofnanir hans til að hafna þessu kjöri og ég á ekki von á að Alþingi sé stætt á öðru en samþykkja kjörbréfÁrna nái hann kosningu. Það erhins vegar Ijóst að þessi prófkjör eru á margan hátt, ekki bara I þessu máli, að snúast upp I andhverfu sina og varla lengur það lýðræðislega tæki sem þeim erætlað að vera.“ GUOJÖN A. KRISTJÁNSSON, FORMAÐUR FRJÁLSLYNDA FLOKKSINS „Þetta er náttúrulega ákaflega erfið staða sem Sjálfstæðisflokkurinn erkominnlog hlýtur að vera það þegar maöur sem brotið hefur afsérl | opinberu starfi ætlar aftur I opinbert starf. Frjálslyndi ftokkurinn lenti I svipuðu máli (ekki brot iopinberu starfi, innsk. blaðamanns) og við viijum ekki ienda I þvi aftur. Ég veit ekki hvort Sjálfstæðisflokkurinn hefur einhver lög sem gætu komið I veg fyrir svona framboð en sjálfsagt gætu þeir komið I veg fyrir framboðið efþeir beittu sér í þvl." INGIBJÓRG SÓLRÚN GÍSLADÓTTIR, FORMAÐUR SAMFYLKINGARINNAR „Þetta framboð er Sjálfstæðisflokknum tæplega tii framdráttar en það er fyrst og fremst þeirra eigið vandamál. Hvortþeir hafi einhverja möguleika til að koma íveg fyrir framboðið veit ég ekki og likast til er það of seint fyrirþá núna. Ég er ekkert hissa á viðbrögðum SUS þvi að þó að Arni hafi tekið út slna refsingu þá er siðferðilegi hlutinn afþessu máli óafgreiddur. Geir Haarde tók ótrúlega léttvægt á málinu og talaði um að Árni hefði lent i þessu og hefði eflaust áttað kæfa þetta framboð i fæðingu. En eins og ég segi, þetta er ekki mitt vandamál. I Samfylkingunni hefði slikt framboð aldrei liðist.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.