Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006
Fréttir DV
Þrjú háhýsi munu rísa á svokölluðu Höfðatorgi ef breytingar á deiliskipulagi Reykjavíkurborgar ná fram að
ganga. Byggingafyrirtækið Eykt ehf. fer fram á að byggja eitt háhýsi upp á nítján hæðir og önnur sextán og
fjórtán hæða auk tveggja níu hæða bygginga og einnar sjö hæða byggingar. Höfðatorg afmarkast af Skúlagötu,
Höfðatúni, Skúlatúni og Borgartúni og er fyrirhugað að byggja á reitnum um 300 íbúðir auk skrifstofu, versl-
unar- og þjónustuhúsnæðis.
ISKUGGA HAHYSA
íbúar í nágrenni Höfðatorgs eru ekki sáttir við breytinguna á
deiliskipulaginu sem er í kynningu um þessar mundir. Segja íbú-
arnir að með þessum miklu framkvæmdum muni umferðin auk-
ast verulega í hverfinu og skuggamyndun háhýsanna koma í veg
fyrir að íbúarnir sjái sólina og að allt þetta muni rýra fasteigna-
verð á húsum þeirra.
Gildandi deiliskipulag á Höfða-
torgi var samþykkt í borgarráði
Reykjavíkurborgar og af íbúum
hverfisins í apríl 2003. Þá var gert ráð
fyrir að hæsta byggingin yrði sextán
hæðir en samkvæmt breytingu deili-
skipulagsins verður hæsta byggingin
nítján hæðir og þar með ein hæsta
bygging Reykjavíkur. Auk þess er gert
ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóðar-
innar verði hærra en í gildandi deili-
skipulagi og byggingamagn á reitn-
um mun því aukast um helming.
Golíat gengur yfir Davíð
„Við erum ekki á móti því að
byggt verði á þessum reit en við vilj-
um ekki samþykkja breytingar á
deiliskipulaginu þar sem bætt er við
byggingarnar fjölda hæða miðað við
samþykkt deiliskipulag og umfang
framkvæmda mun þess vegna auk-
ast um helming," segir Ragnheiður
Liljudóttir íbúi í Miðtúni og einn af
Manhattan í Reykjavík. Svona mun
Höfðatorg llta útefskipuiagsráð borgarinnar
samþykkir breytingarnar.
tvö hundruð íbúum sem hafa skrifað
undir mótmælalista sem sendur hef-
ur verið til skipulagsráðs Reykjavíkur
og til Vilhjálms Vilhjálmssonar borg-
arstjóra. „Það mun enginn vilja búa
hérna ef fýrirhugaðar framkvæmd-
ir eftir breytíngu verða að veruleika.
Þetta hverfi er einn af gimstein-
um borgarinnar en mun breytast í
skuggahverfi þar sem aukin umferð,
aukinn umferðarhávaði, mengun og
bflastæðavandamál munu hrjá okk-
ur sem hér búa og gera eignir okk-
ar verðlausar. Mér finnst eins og að
Golíat sé að ganga yfir Davíð," segir
Ragnheiður.
Villandi upplýsingar
Ragnheiður segir að líkön og
tölvumyndir af fyrirhuguðum fram-
kvæmdum séu villandi. „Á líkani
sem er til sýnis hjá borgaryfirvöldum
eru byggingarnar sýndar við hliðina
á trjágróðri sem er í engu samræmi
við raunveruleikann og virðast því
byggingarnar mun lægri. Einnig erú
skuggamyndir á vefsíðu Reykjavíkur-
borgar villandi því þær sýna illa hvar
skugginn fellur og gefa ekki raun-
mynd af því hvernig þetta verður. Við
erum ekki sátt við þessa kynningu á
breytíngunum á deiliskipulaginu
og teljum að það vantí að okkur sé
sýnd betri heildaryfirsýn yfir bygg-
ingaframkvæmdirnar því samkvæmt
þeim upplýsingum sem okkur eru
látnar í té getum við ekki séð í heild-
ina hvernig þetta muni líta út," seg-
ir Ragnheiður. Hún segir að einnig
vantí umferðarmat, umhverfismat,
mat á vindhraða, mengunarmat
og hljóðmat til að allar staðreyndir
varðandi heildarmat framkvæmd-
anna liggi fyrir.
Tillaga í kynningu
„Þessi tillaga á breytingu deili-
skipulags Höfðatorgs er ekki end-
anleg og tillagan er enn í kynningu
þannig að það er of snemmt fyr-
ir mig að tjá mig nokkuð frekar um
þetta mál," segir Hanna Birna Kristj-
ánsdóttír formaður skipulagsráðs
Ragnheiður Liljudóttir, íbúi í Miðtúni, með byggingakrana í baksýn sem er helmingi
lægri en hæsta byggingin verður. „Mér finnst fárániegt að setja hæstu byggingar
borgarinnar við hliðina á iægstu byggingum borgarinnar."
S : 5'
. . :: o: w w w.
STALPLUS.IS
Ódýr gæðavara íyrir fiskiðnað framleidd I verksmiðju okkar í Lettlandi. m.a.
handflökunarlínur, allar tegundir færibanda, karahvolfur, pönnurekkar og
sprautusöltunarvél, afkastamikil vél sem hefur komið vel út í fiskvinnslu hér
á landi. Hönnum vinnslulínur oe tæki í samráði við kaunendur:
Reykjavíkur. Hún segir að helming-
ur þessara framkvæmda hafi ver-
ið löngu samþykktur í sátt við íbúa
hverfisins og að hinn helmingur fyr-
irhugaðra framkvæmda sé í kynn-
ingu. Hanna Birna segir einnig að
íbúasamtökin hafi fengið framleng-
ingu á athugasemdaffestí vegna
auglýsingarinnar um breytinguna
og það mál verði skoðað vandlega
áður en nokkur ákvörðun verði tekin
í skipulagsráði borgarinnar.
Má alltaf gera betur
Aðspurð um gagnrýni íbúa hverf-
isins að ekki hafi verið nóguvelstaðið
að kynningunni á breytíngu gildandi
deiliskipulags seg-
ir Hanna Birna að
það megi alltaf
ræða það hvort
gera megi bet- /
ur í þeim mál-
um en engu
að síður telji
hún að vel 1
hafi verið að
kynningunni
staðið og íbú-
um kynnt vel
í hverju breyt-
ingarnar
felast.
Hanna
Bima Hanna Birna Kristjánsdóttir,
segir formaður skipulagsráðs Reykjavíkur-
að borgar „Sú tiilaga sem er i kynningu er
bara kynning en ekki endanleg
hún telji líklegt að einhverjar breyt-
ingar verði samþykktar á gildandi
deiliskipulagi og líklega muni málið
verða afgreitt hjá skipulagsráði fyrir
árslok.
Vill ekki tjá sig um málið
„Við höfum ekki neitt um þetta
mál að segja á þessu stígi," seg-
ir Gunnar Valur Gíslason forstjóri
Eyktar ehf. Hann segir að breytíng-
ar á gildandi deiliskipulagi séu í aug-
lýsingu hjá skipulagsráði Reykjavík-
urborgar og þar til ráðið tekur málið
endanlega fýrir vilji hann ekki tjá sig
um það.
jakobina@dv.is
Gunnar Valur Gislason
forstjóri Eyktar ehf.„Wð
höfum ekki neitt um þetta
mál að segja á þessu stigi!
íslensk list er góð gjöf
Kringlunni, 2. hæð, sími 5680400
Rauðarársfíg 14, sími 5510400 • www.myndlisf.is
Uppboð
Erum að faka á móti verkum á næsta listmunauppboá
sem fer fram 3. desember. Leitum sérstaklega a6 verkum eftir
Louisu Matthíasdóttur, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson,
Þorvald Skúlason og Þórarin B. Þorláksson.
Gallerí Fold Rauðarárstíg og Kringlunni