Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Qupperneq 33
PV Helgin \ Fjöldabrúðkaup „Moon er hvað frægastur fyrir fjöldabrúðkaupin en fregnir afhverju meti hans á fætur öðru íþeim efnum hafa ratað á forsiður dagblaðanna. Sr. Moon kemur aðeins nálægt makavali afkomenda gamalla fylgismanna sinna núna en yfirleitt er þetta I höndum leiðtoga staðbundinna safnaða og er enginn sagður neyddur til neins.“ Ekki sammála öllu „Ég er ekki moonisti og er ósammála þeim um harla margt Itrúarefnum. Ég hefánægju afþvl að ræða við fólk með margbreytileg trúarviðhorftil að kynnast þvi nánar og erþvlalveg tilbúinn að hlusta á hvað moonistar hafa fram að færa“ „Þegar ég hlýddi á sr. Moon síðast talaði hann um það að Guð hefði lofað sér nokkr- um árum til viðbótar og ætti hann enn eftir að opinbera fylgismönn- um sínum ótalhluti, ekki síst í tengslum við andaheiminn" stoðir fjölskyldunnar. Á ráðstefnun- um sem yfirleitt fara fram á bestu hót- elum í stórborgum víða um heim má sjá fjölda þekktra einstaklinga, svo sem fyrrverandi þjóðarleiðtoga á borð við forseta Bandaríkjanna þá George Bush eldri og Bifl Clinton en í kynning- armyndefni moonista má gjaman sjá þá standa brosandi við hlið sr. Moons þar sem þeir klappa fyrir orðum hans. En þótt moonistar hafi þannig náð til fjölda alls kyns leiðtoga víða um heim hefur sr. Moon lengst af verið svo ilia þokkaður í Vestur-Evrópu að fáir það- an hafa séð sér fært að sækja ráðstefn- ur hans. Með tilkomu Schengensamn- ingsins var sr. Moon ennfremur settur á svartan lista á trúarlegum forsend- um sem gerði það að verkum að hann mátti ekki ferðast tii neins aðifdarrík- is, jafnvel þótt trúfélag moonista væri þar skráð og í tengslum við ríldsvaldið, eins og á fslandi. Mikil orka hefur farið í það hjá moonistum að fá banninu af- létt og var svo komið að aðeins Þýska- land stóð í vegi fyrir komu sr. Moons til Schengenríkjanna en 10. nóvem- ber síðastliðinn úrskurðaði hæstiréttur landsins að banninu skyldi aflétt enda skerðing á trúffelsi." Hjónabandið hefur áhrif á stöðu fólks í eilífðinni Margir hér á landi halda að moon- istar heyri sögunni til en svo kemur í Ijós að samtök í hans nafni hafa starfað hér lengi. „Það er af og frá að moonistar séu liðnir undir lok. Að vísu bendir ýmis- legt til að þessi trúarhreyfing sé ekkert tiltölulega fjölmenn - meðlimir telja á annan tuginn hér á íslandi - og telja sumir trúarbragðafræðingar að moon- istar um allan heim kunni að vera um 250.000, en áhrifin eru þeim mun meiri sem sést m.a. af fjöldabrúðkaupunum og ráðstefiiunum þar sem þátttakend- ur eru flestir utan raða safitaðarmeð- lima. Þá eiga samtökin miklar eignir og stórfyrirtæki og eitt af helstu dagblöð- um Bandaríkjanna, The Washington Times. Moonistar koma enn töluvert við sögu f fjölmiðlum en umræðan er samt ekki nálægt því eins neikvæð og hún var áður fyrr og það kann að vera skýringin á því hvers vegna trúarhóp- urinn fer framhjá svo mörgum í dag.“ Moon einn getur frelsað heiminn ftrúarhópum er oft einn leiðtogi sem allir verða að hlýða, einn Guð... „Það er rétt að trúarhópar geta ver- ið valdboðskenndir og þar er yfirleitt um að ræða félagslegt taumhald að einhvetju marki enda eru öll mannleg samskipti skilyrt. Enginn kemst upp með hvað sem er, algjörlega óháð því hvaða trúarhópi eða trúarbrögðum viðkomandi tifheyrir. Moonistar hafa sannarlega verið sakaðir um valdboðs- hneigð og hafa sjálfir viðurkennt að ýmislegt hafi farið úrskeiðis hjá þeim á árum áður, en þeir vilja meina að þeir hafi reynt að læra af því. Til eru trúar- leiðtogar sem halda því fram að þeir séu Guð og má til dæmis finna slíka trúarhópa hér á landi. Sr. Moon er ekki þar á meðal enda segist hann vera út- valinn af Guði. Engu að síður hefur sr. Moon verið óspar á yfirlýsingar um eigið mildlvægi og hef ég sjálfur heyrt hann halda því fram í ræðu að hann hafi verið útvalinn sem messías vegna þess að enginn annar, ekki einu sinni Guð, geti frelsað heiminn." íslenskir ráðamenn hafa þekkst boð Moons Er þér kunnugt um að margir fs- lendingar sœki samkomur hjá moon- istum? „Samkomur moonista eru yfirleitt fámennar og aðeins bundnar við þá sjálfa. Það er frekar á ráðstefnur eða fyrirlestra sem þeir reyna að bjóða ut- anaðkomandi fólki og er allur gangur á því hversu margir þiggja það boð. Það eru ýmsir velviljaðir moonistum sem einstaklingum og finna jafnvel sam- svörun í ýmsu sem þeir boða, ekki síst í siðferðilegum efnum, en þótt slíkir ein- staklingar sjáist á fundum þeirra þýðir það ekki að þeir séu þar með moon- istar. Moonistar hafa boðið fjölmörg- um fslendingum á ráðstefiiur víða um heim og hafa margir þegið slík boð, bæði fyrrverandi ráðamenn og enn fleiri leiðtogar annarra trúarhópa, bæði kristinna og frá öðrum trúarbrögðum." Moonistar hafa verið rrteð tvcer kynningar á finu hóteli í Reykjavík ný- verið. Er það þekkt aðferð trúfélaga að halda kynningatfundi? „Það er ekkert nema gott eitt um það að segja að trúfélög haldi kynn- ingarfundi. Auðvitað vilja moonistar að trúarleiðtogi þeirra sé tekinn alvar- lega því að þeir telja að hann hafi ým- islegt mMvægt fram að færa sem geti stuðlað að sáttum milli manna og þar með heimsfriði. Öflun nýrra meðlima er þó ekki forgangsatriði hjá þeim því að þeir vilja frekar sjá meðlimi ann- arra trúfélaga og þá helst af öllu leið- toga þeirra taka boðskap sr. Moons í siðferðisefnum alvarlega. Aðalatriðið fyrir þeim er því í sjálfu sér ekki það að menn viðurkenni sr. Moon sem mess- ías heldur meginatriði þess boðskapar sem hann hefur að flytja og þeir telja að þann boðskap sé að finna í kjama allra helstu tniarbragða" Samræður ólíkra trúarhópa „Ég hef lengi haft áhuga á moonist- um í tengslum við rannsóknir mínar á trúarhreyfingum á íslandi og áhuga mínum á samræðum milli trúarbragða, kannski ekki síst vegna þess að maður opnar vart fræðibækur í trúarlífsfélags- fræði að ekki sé minnst á þá. Þess vegna hef ég eins og með svo marga aðra áhugaverða trúarhópa safnað öllu um þá sem ég hef komist yfir og rætt við þá þegar færi hefúr gefist. Ég hef ánægju af því að ræða við fólk með margbreyti- leg trúarviðhorf til að kynnast því nán- ar og er því alveg tilbúinn að hlusta á hvað moonistar hafa fram að færa, alls óháð því hvað mér sjálfúm finnst um það sem þeir segja. Ég er ekki moonisti og er ósammála þeim um harla margt í trúarefnum. Mér hefur verið boðið ótal sinnum á ráðstefnur og fundi á vegum þeirra bæði hér heima og úti í heimi og oftast orðið að afþakka en hef þó far- ið nokkrum sinnum. Sérstaklega þótti mér áhugavert að kynnast ráðstefrium þeirra úti í heimi og sjá hvemig þeir standa að samræðum milli ólíkra trú- arbragða, en trúarleiðtogar múslima og gyðinga auk bandarískra trúarhópa eru tíðir gestir hjá þeim. Slíkir fulltrúar frá Vestur-Evrópu eru hins vegar sjald- séðir enda hefirr sr. Moon lengi ver- ið illa séður þar. Framlag moonista til samræðna milli trúarbragða og frum- kvæði þeirra í þeim efnum hefur verið sagt merkilegt af þekktum trúarbragða- fræðingum og má ekki vanmeta það." Trúarleiðtogi með sterka persónutöfra Hefurðu hitt séra Moon ? „Ég hef setið predikanir hjá honum og staðið nærri honum, en ég hef aldrei talað við hann. Hann er áhrifamikill predikari og maður gleymir seint ræðu- stílnum. Það er sannarlega áhugavert að komast í návígi við svona þekktan og jafriframt umdeildan trúarleiðtoga með sterka persónutöfra og einlæga fylgismenn, hreinræktaðan náðar- valdsleiðtoga eins og Max Weber hefði orðað það. Það var aUeftirminnilegt að sjá Jerry Falwell leiðtoga siðferðilega meirihlutans í Bandaríkjunum og sr. Moon standa hlið við hlið, faðmast og kyssast um leið og sá fyrmefhdi hélt ræðu um mikilvægi þess að taka á móti Jesú Kristi sem persónlegum frelsara, meðan sá síðamefndi gaf sterklega til kynna að hann væri sjálfúr messías. Sr. Moon er orðinn 86 ára en h'tur út fyr- ir að vera mun yngri. Maður sér það þó á göngulaginu að hann á orðið erf- itt með gang, sérstaklega upp tröppur. Boðskapur sr. Moons hefur í grundvali- araúiðum h'tið breyst í gegnum árin en hann hefur samt þróast og hann bæt- ir sífellt nýjum opinberunum við. Þeg- ar ég hlýddi á hann síðast talaði hann um það að Guð hefði lofað sér nokkr- um árum til viðbótar og ætti hann enn eftir að opinbera fylgismönnum sínum ótal liluti, ekki síst í tengslum við anda- heiminn." annakristine@dv.is Dv-mynd:Rósa Hverfisgötu 105 • 101 Rvk ■ s 51 7 9440 ■ www.studiol 01 .is Sérsmíðum sófa og stóla fyrir heimili, veitingahús og stofnanir. Leitaðu frekari upplýsinga hjá okkur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.