Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Qupperneq 39

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Qupperneq 39
PV Helgin FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 59 „Samfélag okkar verður ríkara afþví að fá hingað innflytj- endur" Samlynd hjón Guðjón segir konu sfna næfileikarfka þegar kemur að ma\eld. Saman reyni þau þó stunalsm að grenna sig. \ DV-MYND/HEIÐA N X Var frekjuhundur Sjálfur á Guðjón átta syst- kini. Hann var fyrsti drengur- inn í fjölskyldunni, sá sjötti í systkinaröðinni, og viðurkennir fúslega að líkast til hafi hann oft reynst systrum sínum erfiður. „Ég var sjálfsagt bölvaður frekjuhundur sem krakki, eins og við vorum, púkarnir á Stakka- nesi. Systur mínar höfðu þó sín ráð til að tuska mig til og það er líkast til þeim að þakka að ég er ekki hársár lengur þótt ég hafi verið það í æsku," segir hann og virðist lítinn kala bera til systra sinna þótt þær hafi stund- um þegar ástæða var til notað frem- ur óhefðbundnar uppeldisaðferðir til að tukta hann til. „ísland fyrir íslendinga?" Undanfarnar vikur hefur Frjáls- lyndi flokkurinn sætt harðri gagn- rýni fyrir skoðanir sínar á málefn- um innflytjenda, einkum vegna ummæla flokksliðanna Magnúsar Þórs Hafsteinssonar og Jóns Magn- ússonar. Guðjón segir að ef til vill hafi þeir tekið sterklega til orða en það þurfi oft til að vekja umræðuna og nefn- ir hann þá sérstaklega fyrirsögn á grein sem Jón skrifaði til blaðanna en hún var „ísland fyrir íslend- inga?" Hann segir að sú fyrirsögn virðist hafa stuðað marga, þótt efnið hafi verið vel fram sett. „Ég þarfað grenna mig og það reynum við hjón alltafafogtil" „Maður þarf samt stundum að taka sterkt til orða til að vekja upp þarfa umræðu. Mér þykir vænt um allt fólk. Á fjölda vina sem hingað hafa komið sem innflytjendur, að ég tali nú ekki um eiginkonu mína," segir Guðjón og stendur upp til að hita kaffi í kaffistofu flokksskrifstof- unnar. Skömmu síðar kemur hann með rjúkandi bolla og tilkynnir að þetta sé ekta togarakaffi en sú uppáhell- ing kemur ekki á óvart þegar litið er til þess að Guðjón starfaði við sjó- mennsku í næstum fjörutíu ár. „Samfélag okkar verður ríkara af því að fá liingað innflytjendur en ég tel ljóst að einhverjar takmarkanir verða að vera. Ég dreg það stórfega í efa að íslenskur atvinnumarkaður ráði við að hingað komi átta til tíu þúsund manns á ári eins og hefur verið. Með því verða kjörin boðin nið- ur og það mun bitna harðast á þeim innflytjendum sem hér hafa verið lengi, öldruðum og öryrkjum. Það viljum við ekki," segir Guðjón sem telur réttast að ríkari Evrópuþjóðir fari að hjálpa frekar til við uppbygg- ingu atvinnuvega í austurhluta álf- unnar. Aldrei fundið fyrir rasisma Barbara, eiginkona Guðjóns, segir förina til íslands ekki hafa ver- ið erfiða. Þjóðin hafi teJdð afar vel á móti henni. „Ég þekkti varla orðið rasismi því ég hafði einfaldlega aldrei fundið fyrir slíku hér á landi. Reyndar varla heldur heyrt talað um það fyrr en þessi umræða um Frjálslynda flokk- inn fór af stað," segir Barbara og lít- ur til eiginmanns síns. „Ég hef orðið svo gáttuð á þessari umræðu og hlæ að þeim sem hafa kallað manninn minn rasista," segir Barbara þótt henni virðist ekki hlát- ur í huga þegar hún hugsar til þeirra ummæla sem hafa fallið um Guðjón að undanförnu. Guðjón segir að Barbara og hann hafi ávallt lagt sitt af mörkum til að aðstoða innflytjendur hér á landi, hvort sem það tengist húsnæðis- leit eða skólagöngu barna þeirra. Hann nefnir sem dæmi að hann og kona hans hafi nýlega beitt sér í því að börn á Flateyri fengju kennitölu sína skráða í flýti svo þau gætu hafið skólagöngu á skikkanlegum tíma. „Stjórnvöld hafa ekki staðið sig í málum innflytjenda" Guðjón er harðorður þegar hann lýsir skoðunum sínum á frammi- stöðu stjórnvalda í málum innflytj- enda. Hann segir upplýsingar til fólks sem hér sest að skorta og ís- lenskukennslu mjög ábótavant. „Við höfum lagt til að íslenskt sjónvarpsefni verði textað. Það tel ég að myndi breyta mjög miklu fýr- ir fólk sem hingað kemur því með því nær það að tengja saman mál og texta sem oft reynist fólki erfitt. íslenska er erfið og jafnvel Bar- bara lendir oft í að skilja mig ekki ef ég tala hratt og mikið, sem ég geri kannski svolítið mikið af," segir Guðjón og lítur til konu sinnar sem skellir upp úr við orð hans. „Ég tala kannski svolítið mik- ið um vinnuna mína heima," bætir Guðjón ögn feimnislega við á eftir. Hann segir þau hjón dvelja stundum í Póllandi og því hafa tveggja heima sýn á málið. „Pólverjar eru gott fólk og all- ir þekkja söguna um hvað þeir séu góðir verkamenn. Tungumála- örðugleikar verða þó oft til þess að vinnan verður ekki alveg unnin á þann hátt sem maður óskaði eftir," segir Guðjón og lætur skemmtisögu fylgja með þessum orðum sínum. „Það hringdi í mig maður um daginn og sagði mér frá því að 20 manna vinnuhópur Pólverja hefði aðeins hlaupið á sig. Þannig var að sá eini af þeim sem gat tjáð sig á öðru tungumáli en pólsku var las- inn. Vinnuveitandi þeirra vissi samt að þeir skildu algengustu vinnuorð- in í íslensku, svo sem eins og rífa, negla og smíða, og bað þá vinsam- legast um að þrífa vinnuskúr sem hann átti. Hann sá að mennirnir byrjuðu að færa hluti til eins og venja er þeg- ar þrifið er og brá sér frá. Þegar hann kom til baka áttaði hann sig á að ís- lenski stafurinn þ er ekki til í pólsku og skilast því illa til Pólverja," seg- ir Guðjón og skellihlær því lítið var eftir af vinnuskúrnum eftir að Pól- verjarnir fóru að (þ)rífa. „Við verðum að geta talað um þessi mál á siðuðum nótum. Mér gremst mjög að vel menntað fólk hafi hlaupið upp til handa og fóta vegna þess að við vildum taka upp þessa umræðu. Það hljóta allir að sjá að hún er nauðsynleg," segir Guðjón. Verðum að hafa aðhald „Veistu af hverju Pólverjar vilja flytja hingað til lands?" spyr Barbara skyndilega og horfir stíft á blaða- mann sem veit ekki hverju hann á að svara. „Það er vegna þess að hér hefur „Ég þekkti varla orðið rasismiþví ég hafði ein- faldlega aldrei fundið fyrir slíku hér á landi. Reyndar varla heldur heyrt talað um það fyrr en þessi umræða um Frjálslynda flokkinn fór afstað" verið hugsað vel um fólk. íslending- ar eru ekki rasistar heldur er þeim annt um aðstæður þeirra sem hing- að koma og hafa reynt að fylgjast vel með því hvernig farið er með ann- að fólk í samfélaginu. Þannig vil ég að ástandið verði áfram en til þess verðum við að hafa aðhald með fólki," segir Barbara og lætur eigin- mann sinn ylja sér á höndunum. Búsældarleg hjón Þegar rætt er um Guðjón er hon- um oft lýst sem hjartahlýjum húmor- ista en á eftir er gjarnan minnst á þá staðreynd að hann er mjög þungur og hafa margir áhyggjur af heilsu hans af þeim sökum. Sjálfur segist Guðjón þó vera við hestaheilsu. „Það breytir því samt ekki að ég þarf að grenna mig og það reynum við hjón alltaf af og til," seg- ir hann og strýkur konu sinni sem á góðri íslensku myndi teljast bú- Sældarleg. Guðjón segist hafa verið þéttur alla tíð. Málin hafi þó fýrst byrjað að versna fyrir sautján árum en þá hætti hann að reykja. Einhverja sök eigi svo hæfileikar Barböru í eldhús- inu en hún er mikill listakokkur af orðum Guðjóns að dæma. „Guðjón kann nú líka ýmislegt fyrir sér í matseldinni," bætir Bar- bara þá við að bragði og segir að eldamennskan sé nær algerlega í hans höndum um helgar. Straumana í eldhúsinu segja þau vera bæði pólska og íslenska. „Við eldum mikið fisk en undanfar- ið höfum við til dæmis snætt svart- fugl og hrefnukjöt," segir Guðjón og augljóst er að það er matur að hans skapi. Hefði fengið greiningu Hjónakornin hafa mestan part sinnar búskapartíðar búið í Mos- fellsbæ. Þau eiga einnig hús vestur á fjörðum í nágrenni þess staðar þar sem Guðjón sleit barnsskónum. Þegar Vestfirði og byggðina í landinu ber á góma lyftist Guðjón allur upp. Byggðamál eru honum mjög hugleikin enda hefur aðalbar- áttumál hans í stjórnmálum ver- ið afnám kvótakerfisins sem hann segir afar fjandsamlegt byggðum landsins. „Það átta sig ekki allir á hve mik- v» il verðmæti búa í byggðum lands- ins. Ef við ráðgerum að ferðamenn verði um það bil milljón á næstu árum hljótum við að átta okkur á því að eitthvað þarf þetta fólk að sjá. Einhver þjónusta verður að vera til boða annars staðar en á göt- um Reykjavíkur. Flestir ferðamenn koma nefnilega til landa til að berja mannlíf og náttúru hvers staðar augum. En hvernig er þegar það er nánast ekkert mannlíf nema á ein- staka stöðum?" „Guðjón kann nú líka ýmislegt fyrir sér í matseldinni." I augum hjónanna kviknar blik þegar þau ræða um landið og æsk- una. Guðjón er ófeiminn við að slá á létta strengi um viðkvæm málefni og segir að ef geðheilbrigðiskerfið hefði verið orðið jafn öflugt þegar hann var að alast upp og nú þekk- ist hefðu púkarnir á Stakkanesi allir fengið á sig greiningu. „Það tíðkað- ist á Vestfjörðum að kalla börn púka enda vorum við til alls líkleg," seg- ir Guðjón og hlær að minningum bernskunnar. Skera sig úr fjöldanum Það hefur hvesst úti og frostið ’ hefur hert. Það er kominn tími til að kveðja þau Guðjón og Barböru. Handabönd þeirra eru þétt og inni- leg, rétt eins og þau sjálf. Þau skera sig úr fjöldanum og eru ófeimin við að taka sterkt til orða. Þótt Guðjón líkist enn þá skip- stjóra fremur en stjórnmálamanni væri þingheimur fátækari án hans. Rétt eins og ísland væri fátækara án innflytjenda. karen@dv.is „Ég var sjálfsagt bölvaður frekjuhundur sem krakki, eins og við vorum púkarnir á Stakkanesi. Systur mínar höfðu þó sín ráð til að tuska mig til og það er líkast til þeim að þakka að ég er ekki hársár lengurþótt ég hafi verið það íæsku."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.