Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Page 47

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Page 47
OV Fréttir FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 67 Nafn? „Aðalheiður Ólafsdóttir.1 Hvað á hug þinn allan þessa dagana? „Það er tónlistin, að syngja hér ogþar og svo að sjálfsögðu nýi þátturinn sem ég stjórna á Skjá einum." Leyndur hæfileiki? „Hmmm... nei, veistu ég held bara ekki, ég kæmist aldrei í Heimsmetabók Guinness." Hvað bjóstu til/skapaðir síð- ast? „Bakaöi æðislega súkkulaði/ karamellusprengju." Biðuru bænirnar þínar á kvöldin? „Iá.“ Hvenær labbaðirðu siðast út úrbíó? „Hef aldrei gert það." Hvenær fórstu að sofa í nótt? „Klukkan tvö." Skemmtilegasta stefnumót- ið? „Átti eitt mjög skemmtilegt í sumar þar sem góður hvít- laukshumar kom við sögu og góður félagsskapur." Hvað er næst á dagskrá? „Næst á dagskrá er vinna við sjónvarpsþáttinn og að syngja og syngja." Aðalheiður Ólafsdottir, betur þekkt sem Heiða, er aðeins að söðla um. Hún er nýjasta ancllitið á skjánum þar sem hún mun kynna tónlistarmynd- bönd á Skjá einum í fyrsta sinn í kvöld. DV fékk Heiðu til þess að svara nokkrum spurningum. Sigga Ella stormar um bæinn Ysog þys út af engu Brá mér í bíó um daginn. Komst inná Borat eftir tilraun númer tvö því alltaf var uppselt. Enda er þetta grínmynd í sérflokki. Myndin hefur verið mikið í umræðunni því aðalhlutverið er í höndum sniliingsins sem lék Ali G á sínum tíma. Eini tilgangur minn með því að fara á myndina var að skemmta mér því ég vissi að hún var fyndin og mig langaði að skella uppúr í skammdeginu. Myndin var stórgóð enda fléttuðust saman raunveruleg atriði og leikin atriði þannig að maður greindi ekki á milli. Mér fannst Borat frábær karakter og setti fram fína landkynningu á Kasakstan þó heimafólk þar og margir aðrir líti ekki svo á. Mörg atriðin voru mjög lýsandi fyrir bandarískt samfélag eins og þegar hann var staddur á ródeó-sjóvinu og snéri áhorfendum í kringum sig og skoðunum þeirra. Mér fannst fyndnast af öllu að Banda- ríkjamenn geta ekki séð grínið í sjálfum sér. Hvað er maður ef maður getur ekki haft húmor fyrir sjálfum sér? Við erum öll viðkvæm, við dettum öll einhvern tímann á hausinn eða missum vitleysur út úr okkur en er ekki sniðugra að hlæja fremur en að hoppa oni holu og veslast þar upp? Einstakar innréttingar - hannaðar að þínum þörfum Innanhússarkitektar hanna fyrir þig allar innréttingar og aðstoða þig við val á tækjum, gólfefnum, flísum, lýsingu og öllu því sem prýðir falleg heimili. Við sérsmíðum allar innréttingar og þær koma samsettar og tilbúnar til psetningar. Útvegum iðnaðarmenn og fylgjum verkinu eftir allt til loka. ,d P1 pHANÁK íllllM INNRÉTTINGAR H E I M I L I Ð I H E I L D * www.heild.is Síðumúla35 ■ 108 Reykjavík ■ Simi 517 0200 • heild@heild.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.