Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 17.11.2006, Síða 56
<r 76 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 Síðast en ekki síst DV * Flugdólgará Akureyri Iceland Express íhugar að hætta millilandaflugi til Akureyrar vegna ítrekaðra árekstra við farþega. í fréttum í vikunni var sagt frá því að það hafi legið við handalögmál- um þegar farþegar lentu í 17 tíma hrakningum á leið til Akureyrar frá I Kaupmannahöfn. _____ Flugvélin átti að lenda á ' Akureyrarflugvelli en lenti á Reykjavíkurflugvelli sökum veð- urs. Farþegarnir fóru þaðan með rútu til Akureyrar. Akureyringar voru ekki sáttir við skýringar flugfélagsins og kom nærri til handalögmála. Bjarnveig Ingvadóttir, forseti Ha? bæjarstjórnar á Dalvík, telur að félagið hafi sagt farþegum ósatt þegar sú skýring var gefin að veðurfarsaðstæður kæmu í veg fyrir lendingu á Akureyri. Töldu Akureyringarn- ir greinilega það best að berja vonda veðrið í burtu. Iceland Express íhugar að hætta flugi frá Akureyri út af slagsmálahundunum. Furðufréttin Árni sýni iðrun og auðmýkt Furðufrétt vikunnar er í Morgunblaðinu þar sem fjallað er um „tæknileg mistök" Árna Johnsen og viðbrögð SUS við þeim ummælum þessa fýrrver- andi tugthúslims og verðandi þingmanns. Morgunblaðið vitn- ar í upphaf ályktunar þar sem segir: „Að gefnu tilefni gerir stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna þá kröfu til Árna John- sen sem hugsanlegs þingmanns Sjálfstæðisflokksins að hann sýni auðmýkt þegar hann ræðir um þau brot sem hann var sakfelld- ur fyrir í starfi sínu sem þing- maður. Háttsemi sú sem Árni var dæmdur fyrir var ekki „tæknileg mistök" heldur alvarleg og mjög ámælisverð afbrot... Fyrsta skref- ið í að endurvinna traust flokks- manna og almennings í landinu er að iðrast fyrri mistaka af ein- lægni og koma fram af auðmýkt og virðingu." Árni svarar þessu af þeirri „auðmýkt og iðrun" sem hon- um er einum lagið með því að segja að störf hans fyrir bygging- arnefnd Þjóðleikhússins, það er þjófnaður á eigum þess, komu bara á engan hátt þingmennsku hans við. Já og við sem stóðum í þeirri trú að Árni hafi fengið sæti sitt í téðri byggingarnefnd í krafti þingmennsku sinnar. Það voru Sjálfstæðismenn sjálfir sem kusu Árna í öruggt þingsæti í liðnu prófkjöri. Raunar munaði mjóu að þessi fyrrver- andi íbúi á Kvíabryggju myndi leiða flokkinn í kjördæmi sínu í komandi kosningum. Ef samtök Sjálfstæðismanna halda áfram að agnúast út í Árna vegna þess- ara „tæknilegu mistaka" hans er líklegt að Árni losi um Ég á Hraunið og svo á þing! / Skipstjórinn eins og kæst skata Hrólfur tapar áhöfn í Amsterdam frí Hrólfur hét maður og var Þór- hallsson. Hann bjó á Húsavík fyrir tæpum tveimur áratugum er saga þessi gerist. Hrólfur var háseti á ein- um af togurunum í plássinu og stóð sig vel á sjó. Hann og aðr- ir skipverjar um borð þjáð- ust nokkuð af sérkenni- legri hjátrú skipstjórans. Skipstjór- inn var sum- sé með það á hreinu að ef hann þreif sig um borð á meðan á veiðum stóð myndi hann ekki fá bein úr sjó. Hann snerti því ekkert sem sápa hét er hann var um borð. Þetta mátti svo sem halda út í fyrstu en fór í verra þegar tog- aranum var breytt í frystitogara og úthöldin lengdust til muna. Eitt sinn er togarinn var að stíma heim úr löngu úthaldi og Hrólfur var í brúnni kom skip- stjórinn upp. Lykt- in af honum var þá orðin svo megn að auðveldlega hefði mátt byggja bíl- skúr á henni. Varð þá fyrsta stýri- manni að orði út um annað munnvikið að ef „mannætur næðu einhvern tímann í lcarlinn myndu þær sennilega éta hann á Þorláksmessu". Að loknu þessu út- haldi áttu skipverjar í um tíma þar sem togarinn þurfti í slipp til viðhalds. Hrólfi fannst til- valið að þeir skryppu til gleðiborgar- innar Amster- damsértilupp- lyftingar í eina viku. Fór hann í málið, græjaði stóra lúxusíbúð skammt frá rauða hverfinu í borginni og keypti flugmiða fyrir hópinn. Áhöfnin týnist Menn voru orðnir nokkuð góð- glaðir þegar vél þeirra lenti á Schip- ol-flugvelli. Þar sem Hrólfi hafði láðst að kaupa toll sinn í Keflavík, skapp hann í fríverslun vallarins og sagði hinum að bíða sín við útgang- inn. Er Hrólfur kom þangað bólaði hvergi á félögum hans. Hann ákvað því að halda einn í lúxusíbúðina og bíða þar. Hrólfur var mættur og tók við íbúðinni um hádegisbilið en skips- félagarnir létu bíða eftir sér. Fór Hrólfur því sjálfur á stjá í rauða hverfinu, svona til að kanna móinn fyrir kvöldið. Dróst sú ferð nokkuð og var hann ekki kominn í íbúð- ina fyrr en um áttaleytið um kvöld- ið. Ekki voru skipsfélagarnir búnir að skila sér þangað og fór Hrólfur að hafa áhyggjur af þeim. Hringdi Rauða hverfið Hrólfur leigöi lúxusfbúð við hliðina á rauða hverfinu IAmsterdam. hann því norður til Húsavíkur til að kanna hvört þeir hefðu eitthvað látið vita af sér. Stóð það á jöfnu að þeir voru allir nýlentir á flugvell- inum á Húsavík. Höfðu þeir tapað áttum á Schipol og leist svo illa á að fara á eigin vegum til miðborg- arinnar að þeir ákváðu að koma sér bara heim aftur með sömu vél og þeir flugu út með. Slökkviliðið mætir Hrólfur var því einn í íbúðinni næstu vikuna. Ekki fór hann mik- ið út eftir fyrsta kvöldið. Það kvöld heimsótti hann strippbúllu í næstu götu og eitthvað virtist í ólagi með krítarkortið hans eftir þá heim- sókn. Kom í ljós síðar að kortið hafði verið straujað um 130.000 kr. fyrir þennan eina drykk sem hann keypti þar. En eina heimsókn fékk Hrólfur í íbúðina. Um miðja vikuna braut hópur af slökkviliðsmönnum nið- ur útidyrnar og réðst til inngöngu í fullum búnaði, vopnaðir öxum. Töldu þeir að mikill vatnsleki kæmi frá íbúðinni en svo reyndist ekki vera. Hrólfur hafði keypt forláta te til að g'efa frænku sinni heima en fyrst slökkvilið var mætt hellti hann því upp á könnuna. Voru slökkvi- liðsmennirnir þarna í góðu yfirlæti hjá Hrólfi um stund og drukku teið. Varð Hrólfi oft á tíðum skeggrætt um það síðar hve þetta voru al- mennilegir gaurar sem brutu niður útidyr hans. Með ráma rödd eins og Rod Stewart Gamla myndin Gamla myndin að þessu sinni er tekin í Hljóðrita suður í Hafnarfirði og sýnir Björgvin Hall- dórsson söngv- ara, Gunnar Smára Helgason hljóð- mann og írska söngvarann Peter 0‘Donnell við upp- töku á lagi með þeim síðastnefnda. Björg- vin man vel eftir þessu en hann kynntist Peter þeg- ar Björgvin tók þátt í írsku sönglaga- keppninni á þessum tíma. „Peter var mjög skemmtilegur og töff strákur," segir Björgvin Hall- dórsson. „Og hann hafði álíka rödd og Rod Stewart, mjög ráma og gríp- andi." Björgvin segir að hann hafi far- ið til írlands, ásamt Jóni Ólafssyni í Skífunni, til að taka þátt í sönglagakeppninni þar þetta árið. Gekk það ágætlega, Björgvin hafnaði í þriðja sæti í keppninni og Peter í öðru sæti. í fyrsta sæti var söngkonan sem söng um að... „video killed the rad- io star"... en Björgvin man ekki í svipinn nafn hennar. „Það var mjög gam- an að taka þátt í keppninni þarna á írlandi," segir Björgvin. „Og þar kynntíst ég meðal annárs hinum þjóðsagnakennda Johnny Logan sem oftar en aðrir hefur unnið Euro- vision." Björgvin segir að hér heima hafi þeir hljóðritað eitt laga Peters „We all need love" sem síðar var gefið út á plötu á írlandi. Hljómsveitin sem um svo með Peter út á lífið í Reykja- spilaði undir var að grunni til sú víkoghannhafðigamanafþvíenda sama sem fór svo í sögufrægan túr léttur í lund eins og flestír frar," seg- til Sovétríkjanna árið 1983. „Við fór- ir Björgvin. •f.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.