Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 3

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 3
Llll ARGANGUR NR. 6-7 REYKJAVIK, MARZ—APRIL 1957 SVEINN GUÐMUNDSSON: ÆÐARFUGLINN Á síðustu áratugum hefur landbúnaði okkar í heild farið ört fram, þótt sumar sveitir og héruð hafi ekki fylgzt með í þeirri þróun. En það sem ég ætla að ræða um í þetta skipti, er fyrir utan landbúnað- inn í augum þorra þeirra manna, er fást og ekki fást við landbúnaðarstörf, og margir vita sáralítið um æðarfuglinn, um háttu hans og lífskjör öll. Eins og flestir ættu að vita, er æðardúnn- inn sú framleiðslugrein, sem undan er þeg- in styrkjum frá því opinbera og er það orð- ið harla sjaldgæft fyrirbrigði á landi hér á þessum síðustu og verstu tímum, og út af fyrir sig er það svo athyglisvert, að um það mætti skrifa fjölda greina. Sú staðreynd blasir við, að framleiðsla á æðardún hefur dregizt mikið saman á síð- ari árum og eru orsakir ýmsar, og má þar til nefna fjölgun svartbaks og arnar, en kunnugir vita, að þessir fuglar eru vargar í véum hins saklausa æðarfugls. Svartbakurinn étur egg kollunnar og gleypir unga hennar fram eftir öllu sumri, og eru ungarnir orðnir ótrúlega stórir, þeg- ar „baggi“ hættir að gleypa þá. Örninn gengur einnig hreint að mat sínum. Hann kroppar hverja kjöttætlu af beinum æðar- fuglsins og er það ófögur sjón að sjá beina- grind kollunnar á barmi hreiðursins og ungana hálfdauða, en maðkaða í hreiðrinu. Síðan fólkinu fækkaði í sveitum hefur orðið erfiðara að leita og hirða varplönd- in og því verra, sem æðarkollan verpir dreifðar. Þar sem tófan herjar varplönd gerir hún oft mikinn skaða og ekki má gleyma „garm- inum honum Katli“, minknum, en þar sem

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.