Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 9

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 9
GUNNAR GUÐMUNDSSON: ÝTA Á JEPPABÍL í sambandi viS grein Jóns Gunnarssonar frá Þverá, sem birtist í Frey, 5. hefti, 1956, með mynd af heyvagni, sem gott er að ýta heyi upp á, datt mér i hug að senda Frey línu um tilraun, sem ég hef gert með hey- ýtu, sem fest er á jeppa, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, ef verða mætti að einhver gæti notið góðs af því við heyskap- inn síðar meir. Heyýtu þessa fann ég upp vorið 1955 og hef nú notað hana með góðum árangri í tvö síðastliðin sumur. Ég held að flestir geti vel áttað sig á hvernig þessi heyýta er búin til, en ef einhver vildi fá frekari upplýsingar um gerð hennar vil ég veita þær með ánægju. Ýtan er gerð úr eintómum rörum, skrúf- uð saman eða rafsoðin eftir því er hentar betur í samsetningum og útliti. Lengd að ofan er 100 cm. Lengd að neðan 125 cm án tinda, hæð 60 cm og breidd 150 cm, tindar 15 cm uppbognir og þola því ávalar, litlar mishæðir án þess að rekast í. Þyngd ýt- unnar er um 32 kg. Festing er þannig: U- járni er komið fyrir á stuðaranum beggja vegna fyrir ofan fjaðrahengslin, og á þau soðinn rörbútur 1”, og viðfestingin ekki önnur en sú, að hálftommu röri með múffu á öðrum enda er rennt í gegn og svo splitt- að fyrir með splitti, sem fljótlegt er að taka aftur. Er því aðeins einnar mínútu verk að setja heyýtuna við, eða taka hana frá. Ýtunni er lyft með smá talíu með tveim einskornum blokkum, og er létt ann- arrar handar átak að lyfta þegar þess ger- ist þörf. Þó hef ég hugsað mér annan út- búnað, sem er dálítið margbrotnari og því dýrari, en verður sennilega hentugri þar sem ekki er hægt að opna glugga að framan. Verð hennar held ég varla að verði meira en 7—900 (sjö til níu hundruð krónur), þó þetta yrði unnið á verkstæði, nema allt hækki því meir. Ég tel sennilegt að nota megi þessa gerð af heyýtum lítið breytta á Ferguson og fleiri vélar. Kostir heyýtunnar eru helzt þessir: Það tekur lítinn tíma að koma henni fyr- ir. Það er hægt að ýta saman nýslegnu heyi, ef ýtt er í sömu átt og slegið er, og tekur hún þá sláttuvélamúginn hreint upp, ef ekki er tekið of breitt fyrir og sæmilega slétt er undir, og er þá hægt að ýta saman í allt að 500 kg hlass í einni ferð. En ef ýta skal upp á heyvagnspall, verður að hafa minni hlöss svo allt gangi greiðlega. Ég hef venjulega þá aðferð við nýslegið hey, að ýta saman í hring eins og sláttuvélin hef- ur gengið, svo ekki fari aukatími í að keyra aftur á bak, nema aðeins frá hlassi. Geng- ur þetta mun fljótar en með múgavél. En við hálf- eða alþurrt hey hef ég múgavél aftan í jeppanum og keyri svo 2—3 hringi í kringum flekkinn, (sem er einn hektari eða minni eftir atvikum) læt svo ýtuna falla, og ýti saman í stóra hauga, 4—-5 hestburði, en læt múgavélina halda áfram að vinna meðan ég ýti, ek aðeins aftur á bak meðan ég losa mig við hlassið, keyri svo framhjá því og áfram. Er þetta mjög fljótleg aðferð við samantekningu, hvort sem hirt er eða sætt. Úr svona hlössum er fljótlegt að moka heyinu með góðum hey-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.