Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Síða 21

Freyr - 15.03.1957, Síða 21
FRE YR 101 vert dálítið ofan við hækilinn. í gegnum endana, sem eiga að vera utanfótar, er brugðið skafti ca. 50 cm löngu og svo hert að með því að snúa skaftinu í hring. Bezt er við vinstri fót að snúa réttlætis, en við hægri fót rangsælis. Þegar herðist að,missir skepnan vald yfir fætinum og hann lyftist upp af sjálfu sér. Mjög má varast að herða of fast að fætinum og eins má varast að húðin klemmist í sjálfum snúningnum. Einnig má varast að hafa slíka bremsu mjög lengi á fætinum, því það hamlar blóð- streymi í fótinn. Hægast er svo að leggja fótinn á tréblokk hæfilega háa og skera síðan klaufirnar með sérstöku hófjárni og nota ákeyrslu. Ef klaufir eru mikið vaxnar, má nota sérstaka töng til að taka það mesta. Varast ber að taka of mikið af klaufunum. Hægast er að nota sérstaka töng til að athuga hvað klaufarsólinn gef- ur eftir við þrýsting. Gott er fyrir þá, sem eru að byrja þetta verk, að skera klaufir af slátraðri kú og saga svo klaufirnar sundur og athuga hvort klaufarsólinn er mátulega skorinn. Mjög er þýðingarmikið að fara vel að dýrunum og um þetta verk eins og öll önnur, sem að dýrum lýtur, gildir að bezt er að sigra illt með góðu. Fleiri aðferðir eru hafðar við þetta verk. Eftir holllenzkri að- ferð eru afturfætur teknir upp á þann hátt, að sá, sem tekur afturfótinn upp_ setur sinn fót á milli afturfóta kýrinnar og lyftir fæt- inum upp milli fóta sér, og mun þurfa sér- stakt lag við þá aðferð. í Suður-Evrópu- löndum tíðkast að leggja dýrin niður. Gott er talið að skera klaufir kúnna einu sinni eða tvisvar árlega. Ef skorið er tvisvar, er bezt að skera haust og vor. Ef skorið er einu sinni, er bezt að skera ein- um mánuði fyrir útbeit að vorinu. Ekki er ráðlegt að skera klaufir um leið og leyst er út að vorinu, því ef tekið hefur verið of mikið af klaufunum getur þetta haft slæm- ar afleiðingar. Hver er svo tilgangurinn með þessu öllu? kann einhver að spyrja. Jú, þetta, eins og allt, sem stuðlar að vellíðan dýranna, eykur afurðir þeirra og hreysti. Eftir athugunum að dæma hefur mjólkurframleiðsla kúa aukizt um y2—5 kg daglega eftir lagfær- ingu klaufa, og þær þyngzt um 10—15 kg á mánuði. Illa hirtar klaufir geta haft ým- is eftirköst. Skepnur með vanhirtar klaufir eiga oft erfitt meö að standa upp og troða stundum á spenum eða júgri sínu eða næstu kúa í fjósinu. Oft er erfitt að mjólka kýr með misvaxnar klaufir, því vegna eymsla í fótunum eru þær mjög ókyrrar. Á kynbótanautum geta misvaxnar klaufir valdið því, að þau vilja ekki sinna kúnum, og eru dæmi um, að ágæt naut hafa verið felld af þeim ástæðum. Allir, Klaufskurðarbásinn er á gúm- hjólum, svo að auðvelt sé að tengja hann aftan í ökutceki og flytja hann á milli bceja.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.