Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 14

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 14
94 FRE YR ÓLAFUR STEFÁNSSON: Meðalársnyt nythæstu kúa nautgriparæktarfélaganna Skrauta 26, eign Guðrúnar Einars- dóttur, Laugum i Hrunamanna- hreppi, er ein af beztu kúm lands- ins miðað við heildarafurðir og endingu (sjd lesmál). Myndin tek- in af henni ungri. Skrá sú, sem hér birtist, nær yfir þær kýr á vegum nautgriparæktarfélaganna, sem eitthvert ár frá 1949 til 1955 hafa mjólk- að 20 þús. fe og afurðaskýrslur eru til yfir frá 1. burðardegi til 1955. Samsvarandi skrár hafa birzt hér í blaðinu þrjú undan- farin ár. Árið 1952 var tala þessara kúa 28, árið 1953 47, árið 1954 861) og 1955 eru þær 131, eins og skráin, sem grein þessari fylg- ir, ber með sér. Skýrslur fyrir 1955 bárust ekki yfir 3 kýr, sem á skránni voru 1954 og lifandi voru þá í árslok. Er ekki enn vitað um afdrif þeirra. Eins og áður er kúnum hér raðað eftir meðalársnyt án tillits til aldurs, og eru sum- l) Á skránni fyrir 1954, sem birtist í 5__6. tbl. Freys 1955, voru af vangá taldar meðalafurðir Búkollu 52, St.-Mástungu, sem drepin var 1953, og Mánu 65, Hjálm- holti, sem afurðaskýrslur vantar um í 220 daga vetur- inn 1949—50, er hún var í láni. Á sömu skrá voru skekkjur í útreikningi á meðalafurðum tveggja kúa, Diramu 19, M.-Mástungu, sem mjólkað hafði 5000 kg með 3.96% fitu eða 19.800 fe, og Gjöf 7, Odds-Parti, sem mjólkað hafði 15.354 fe með 3.84% fitu. ar kýrnar jafnvel svo ungar, að eðlileg geld- staða kemur ekki fram við útreikning í árs- kýr, og eru þær því ofar á skránni en þær annars yrðu. Skrauta 11, Laxárdal í Gnúp- verjahreppi, sem skipaði efsta sæti á síð- ustu skrá, heldur því enn. Hún er mjög ung eins og flestar efstu kýrnar á skránni. Væri kúnum hins vegar raðað eftir heild- arafurðamagni, myndi skipan þeirra eðli- lega verða önnur. Sú kýrin, sem mestar af- urðir hefu'r gefið um ævina af þeim, sem hér eru nefndar, er Skrauta 26 á Laugum í Hrunamannahreppi, dóttir Búa frá Laug- um, sonar Mána Huppusonar frá Kluftum. Var Búi lengi notaður í Bæjarhreppi í Strandasýslu og síðast í Eyjafirði, en hann hlaut I. verðlaun 1945 (sjá Búnaðarrit 1955, bls. 349). Skrauta er jafnframt elzta kýrin á skránni, f. 8. okt. 1940. f árslok 1955 hafði hún á 13.4 árum mjólkað 50.745 kg mjólk, og samsvaraði það 2270 kg af mjólkurfitu. Er aðeins vitað um eina kú, sem meiri af- urðir hefur gefið, en það var langamma Skrautu, Huppa 12 á Kluftum, sem mjólk- aði 61.833 kg á 15.2 árum. Skrauta vakti

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.