Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 24

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 24
PRE YR 104 lengi á kúnni, getur þaö valdið skemmdum, bæði á spenum og innri hluta júgursins. 4. Komið í veg fyrir að kýrnar stígi á spena. Notið milligerðir á milli allra kúnna. 5. Haldið hreinu og þurru undir kúnum. Kalkkústið básana aftan til minnst einu sinni í viku með calsíumhydroxyd (Ca (OH)o) í volgu vatni. 6. Fjarlægið gaddavírsflækjur og aðra oddhvassa hluti af kúagötunum. Smitandi júgurbólga minnkar mjólkur- framleiðsluhæfni kýrinnar og rýrir gæði mjólkurinnar. Það er þess vegna bæði hag- ur mjólkurframleiðandans og mjólkurbú- anna að eyða júgurbólgunni eins og hægt er' (Landbo nyt). (P.H.) V"—"—----------------------------------- ! j Spurningar og svör Sp. 15: Er ekki hægt að £á tæki til að kæla nyt á siuttiim tíma, sein ekki jjarf að nota tæki til nema að mjög litlu levti, vegna |)ess að víða er vatn af mjög skornum skammti, er ekki hægt að ka-la mjólkina og verða margir bændur þessvegna að láta við það sitja, að mjólkin sé verðfelld. Ef tæki |)essi eru til, er þá hægt að fá þau, og hvað kosta þau? Svar: hað er tæplega hægt að kæla mjólk svo að öruggt sé, án þess að láta kælivatnið renna. Hin ýmsu kælitæki nota misjafnlega mikið kælivatn og auðvitað þarf því minna af því, því kaldara sem það er. I>ar sem rennandi vatn er, en sem þó þarf að spara, er heppilegast að nota sveigkæla. Þeir eru gerðir úr sveigmynduðu röri, sem er áfast við lok. Sveignum er stungið niður í nrjólkina í brúsanum, en lokið lokar honum. Með gúmslöngu er kælirinn tengdur við vatns- hana. Vatnið rennur gegnum sveiginn, sem f>á snýst I mjálkinni og heldur henni á hreyfingu. Frá sveign- tint kemur kælivatnið út um göt á brúnum loksins og fellur niður um brúsann utanverðan. Þessi tegund af kælitækjum mun vera fáanleg hjá S.I.S. og Vélasalan h.f. í Reykjavík og ef til vill víðar. Þau eru fábrotin og kosta ekki mikið. S. B. Sp. 16: Er nægilegt að bólusetja veturgamlar a>r og lömb við rúningu á vorin til að fyrirbyggja bráðapest í þeirn? Bóndi í Mýrdal. Svar: Þar sem mjög er pestarhætt hafa suniir bænd- ur þann sið að bólusetja veturgamlar kindur um leið og þeim er sleppt á vorin, þar sem reynslan hefur kennt þeim, að þær fá stundúm bráðapest áður en rúningur fer fram. Sp. 17: Af hverju stafar Hvanneyrarveiki? Getur það verið af slæmu votheyi? Hvar er hægt að fá meðul við henni? P. E. S. Svar: Hvanneyrarveiki er talin stafa af sérstökum sýklum. er nefnast Listeria monocytogenes. Samkvæmt reynslu hðinna ára. má oft setja Hvanneyrarveiki í sam- band við gjcf á slæmu votheyi, en ekki nærri alltaf. Lyf, sem notuð hafa verið við veiki þessari, má fá hjá dýra- lseknum og í lyfjabúðum samkvæmt ávísun læknis. Páll A. Pálsson. ii iii ii 11111111111 ■iiiiiimiiiiiimiiii 11111111111111111111111111111 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii. Útvarp landbúnaðarins Síðan Búnaðarþáttur útvarpsins fékk fastan tíma í viku hverri, hefur hann 15 mínútna senditíma. Þar að auki er svo „Bændavika" Búnaðarfélags íslands, sem árlega hefur haft til umráða 6—8 stunda senditíma fyrir fagmál landbúnaðarins, en það mundi svara til um það bil 15 mín- útna á viku árið um kring. Samtals verður þá senditími um land- búnaðarmál allt að y2 tíma á viku. Til samanburðar má geta þess, að hlið- stæðir tímar hjá öðrum þjóðum eru: Svíum 35 mín, á viku Dönum 53 — - — Norðmönnum 65 — - — V.-Þjóðverjum 360 — - — Japönum 420 — - —

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.