Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Síða 19

Freyr - 15.03.1957, Síða 19
FREYR 99 AGNAR GUÐNASON: KARMEX- nýtt illgre3Í^e)jJiin<^ar(jjf T-------------------------------------7 • KARMEX DW er duft, lítið eitr- að, leyst upp í vatni. • / tilraunum vestan hafs hafa 1/2—2. 2 kg/ha af lyfinu drepið mest allt illgresi, en ekki sakað kartöflurnar. • Hœfilegt mun vera að nota 600 —1200 litra af vatni á ha. Fer magnið eftir gæðum úðadœlunn- ar og veðráttu. • Bezt er að úða lyfinu í eða und- an rigningu. • Lyfinu ber að úða áður en kart- öflugrösin koma upp. Fyrir skömmu bárust mér skýrslur, sem greindu frá niðurstöðum tilrauna er voru framkvæmdar í kartöflugörðum með ný ill- gresiseyðingarlyf í 8 helztu kartöfluræktar- ríkjum Bandaríkjanna. í þessum tilraunum var geður saman- burður á mismunandi lyfum og athuguð áhrif misstórra skammta. Þar sem aðeins eitt af þessum lyfum mun vera fáanlegt hér á landi á þessu ári, lyfið Karmex DW, verður annarra ekki getið. Karmex DW er duft, sem tilheyrir urea samböndum; þau eru talin mikilvægustu efnasambönd sem fundin hafa verið upp síðan fyrst var farið að nota lyf til eyð- ingar á illgresi. Karmex getur bæði verið sérhœft og ósérhœft. Ef mjög lítill skammt- ur af lyfinu er notaður (ca. y2—2,2 kg/ha drepast sumar jurtir en aðrar ekki. En stór skammtur (ca. 40 kg/ha.) drepur allan gróður og landið helzt gróðurlaust í eitt eða fleiri ár. Lítill skammtur, sennilega allt að 3,0 kg/ha eða jafnvel meira af Karmex DW virðist ekki á nokkurn hátt skaða kartöfl- urnar, þ.e.a.s. ef þessum skammti er úðað yfir garðinn áður en kartöflugrösin koma upp. Einnig hefur það sýnt sig, ef úðað er 1/2—11/2 kg/ha. eftir að grösin eru komin upp þegar búið er að hreykja, að þá drepur þessi smáskammtur sumar tegundir illgres- is, en er skaðlaust kartöflum. Skammtarnir frá y2—3.0 kg/ha. drepa ekki húsapunt né aðrar grastegundir. Þar sem húsapuntur vex í kartöflugörðum mætti útrýma honum með því að nota natríum klorat að haustinu, eða um 20 kg. af Karmex DW, eftir að búið er að taka upp úr garðinum. Til fróðleiks birti ég niðurstöður einnar tilraunar, sem framkvæmd var árið 1954 í ríkinu Michigán. Tvö lyf voru reynd og tvenns konar skammtar. Ekki er gefið upp hvað mikið af vatni var notað við úðurnna. Lyf úðað áður Eyðingar- en kartöflugrösin Uppsker^i hæfni lyfsins; sjást Kg/ha Hkg/ha 10 —alger eyðing KARMEX W 1.2 562 6 KARMEX W 2.4 552 9 KARMEX DW 1.2 546 6 KARMEX DW 2.4 577 9 1.2. kg/ha. af Karmex hefur ekki dugað til að útrýma meira en ca. 60% af illgres- inu, en helmingi stærri skammtur drepur um 90%. Verður það að teljast gott.

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.