Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 8

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 8
88 FRE YR Þann 1. júlí 1955 var nokkrum beitar- jurtategundum safnað og þær síðan efna- greindar í Atvinnudeild Háskólans. í nýút- kominni skýrslu Björns Jóhannessonar um þau efni segir, að mun meiri fosfór og kal- slum hafi reynzt vera í smjörlaufi og loö- víði en í grasi. Rjúpnalauf og klóelfting reyndust auðug af kalki (kalsíum) en ekki fósforríkari en gras, t. d. ilmreyr. Ljóns- löpp virðist fremur kalkauðug. Verður fróð- legt að frétta af framhaldsrannsóknum beitarjurtanna. Samkvæmt gamalli reynslu þykir lauf- hey gott fóður. Er víðilauf (einkum loðvíð- ir) sums staðar slegið til mikilla muna. Norðmenn hafa rannsakað fóðurgildi laufs ýmissa trjátegunda, þar á meðal bjarkar- lauf asparlauf og reyniviðarlauf. Laufið reyndist vel handa sauðfé og geitum og einnig sem nautgripa- og hestafóður. Reyndist laufið jafnvel á við smárabland- aða töðu að fóðurgildi. Talsvert er af sút- unarsýru í flestu laufi, og hún reynist óholl meltingunni til lengdar, ef mikið laufhey er gefið eingöngu. Betra er að gefa venjulegt hey með lauf- inu. í laufi er mikið af köfnunarefnissam- böndum, steinefnum og karótíni. Getur laufheyið þess vegna bætt upp annað fóð- ur, sem snautt er af þeim efnaflokkum, t. d. hreindýramosa, sem er kolvetnafóður, og auðvitað getur laufið bætt upp lélegt hey. Heldur er minna af fosfór í laufi en í góðri töðu, en aftur á móti meira af kalki (calsium) og mikið karótín. Um hálfu meira er af karótíni í nýju laufi en þurrkuðu. Samt er talið þrem til fjórum sinnum meira af karótíni í vel verkuðu laufheyi heldur en í góðri töðu. Karótín (gulrótalitur) breyt- ist í A-fjörefni í líkamanum. Þannig veitir laufheysgjöf öryggi gegn A-fjörefnaskorti. í öeitilyngi er líka allmikið af karótíni og ennfremur mun mun meira af mangan og koyar en í góðri töðu, en minna af fosfór og kalí. Segja Norðmenn, að koparinn í beitilynginu lækni „sleikjusýki“ búfjárins, en sú veiki kvað vera allalgeng í sumum strandhéruðum Noregs. Norðmenn telja, að 7—8 kg af óþurrkuðu beitilyngi þurfi í eina fóðureiningu. Er þurrefnið í lynginu þá tal- ið 65%. Ekki er víst, að þessar erlendu nið- urstöður gildi að öllu leyti hér á landi, en þær gefa samt góðar bendingar. Oft er talað um kjarngóða beit til fjalla og að það sé mergur í fj allagróðrinum. Þetta má til sanns vegar færa. Það sprett- ur seint til fjalla og heiða, svo að féð getur gengið þar að yngri og safameiri gróðri en í byggð, þegar líður á vorið og sumarið. Snjó leggur víða snemma til fjalla og í útsveit- um, og fellur hann oft á græna jörð. Á snjó- sælum stöðum kemur jörðin oft klakalaus og græn undan fönninni á vorin, og í gilj- um og lautum til fjalla er hún að koma undan snjó langt fram á sumar. Féð er gráðugt í ungu, nýsprottnu grösin og fylg- ir kj arngróðrinum upp eftir, jafnótt og hann vex úr moldu. Vöxturinn er líka hæg- fara til fjalla, og gróðurinn helzt þar til- tölulega lengi, safaríkur og mjúkur á ungu vaxtarskeiði. Þegar líður á sumar, tréna ýmsar grastegundir og fyrr á láglendi en til fjalla. Auðvitað verður beitin „léttari", þegar líður á veturinn. Gróðurinn smárýrn- ar og visnar og tekur efnabreytingum. En þetta er harla misjafnt eftir tegundum og skilyrðum. Hafa, eins og fyrr var nefnt, rannsóknir sýnt, að efnabreytingarnar eru fremur litl- ar í broki og beitilyngi, og breytist beitar- gildi þeirra tiltölulega lítið að vetrinum. Sennilega er því svipað farið með sauða- merg, beitieski o. fl. frægar vetrarbeitar- jurtir. ísland er stundum í gamni nefnt „mosa- landið“, og satt er það, að víða er hér mosa- gróður mikill. Ekki þekki ég neinar fóður- rannsóknir á mosunum né á sinu, en úti- gönguhross ganga fast að hvoru tveggja og hafa eflaust nokkurt gagn af. Bæði hross og sauðfé éta mosa úr heyi í innistöðu. Nær- ing er eflaust í mosanum. og hann helzt oft lengi grænn á votlendi. Þetta bíður rann- sókna, eins og fjölmargt annað. Fróðlegt væri að frétta um reynslu fleiri fjármanna um það, hvernig kindur og annað búfé vel- ur sér jurtir á beit. Ingólfur Davíðsson.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.