Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 12

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 12
92 FREYR Mykjudreifari Athugun nr. 93. Vorið 1956 var prófaður að Hvanneyri mykjudreifari, sem Vélsmiðjan Sindri i Reykjavik framleiðir. Dreifarinn er á tveim hjólum og er dreg- inn af traktor. Hann er í aðalatriðum þann- ig byggður: Á hjólöxulinn er fest grind úr skúffujárni, en á hana er festur mykju- kassinn og í honum dreifiútbúnaður. (Sam- kvæmt upplýsingum frá framleiðanda mun einnig vera hægt að fá þvagtunnu og flutn- ingskassa, sem hægt er að festa á grind- ina). Mykjukassinn er opinn að neðan, en hægt er að loka honum með renniloku, sem tengd er vogarstöng fremst á dreifar- anum. Undir lokunni er öxull, sem tengdur er öðru öxulhjólinu með keðjudrifi. Engin tengsli (kopling) eru í drifinu. Á öxlinum eru fjórar raðir að endilöngu af 6 cm. löng- um göddum með 6.5 cm. millibili. Aðrir gaddar, festir aftan við öxulinn, grípa inn á milli öxulgaddanna og hafa það hlutverk að hreinsa úr þeim mykjuna, hey eða ann- að, um leið og öxullinn snýst. Helztu mál á mylcjudreifara: Þyngd ......................um 370 kg. Rúmtak ........................ 1.25 m3 heldur en Kjarninn, enda grófari áburður. Hin nothæfa vinnslubreidd er 7—8 m. Hlið- arvindur hefur minni áhrif en við dreif- ingu Kjarna. Vinnslubreidd ................. 120 cm. Hæð frá jörð upp á brún dreifara 125 cm. Hæð undir gaddaöxul ........... 25 cm. Hjólastærð .................... 600x16” Vorið 1956 var prófaður að Hvanneyri mykjudreifari, sem Vélsmiðjan Sindri í Reykjavík framleiðir. Með mykjudreifaranum er hægt að dreifa haughúsmykju. Mykju, sem staðið hefur I haug úti, er ekki hægt að dreifa, þar sem hún er það þykk, að hún sígur ekki niður úr dreifaranum. Við dreifingu haugmykju reyndist dreif- ingin allmisjöfn og fór eftir því, hve þykk hún (mykjan) var og einnig eftir því, hve mikið magn var í dreifaranum. Við sama hraða traktors dreifðist meira á hverja flatareiningu eftir því sem meira var í dreifaranum, sem kemur til af því, að þrýstingurinn er þá meiri á botn dreifar- ans. Dreifimagnið við ákveðna stillingu renniloku og sama hraða, en mismunandi áburðarmagn í dreifara, mældist hlutfalls- lega þetta: Áburðarmagn í Dreifimagn, dreifara hlutfallstala 1/1 100 1/2 45 1/4 35

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.