Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 26
106
FRE YR
Úr Kirkjubólshreppi i Strandasýslu:
í hreppnum eru 15 jarðir í byggð og tví-
býli á sex þeirra. Sími er á hverjum bæ, en
rafmagn eigum við að fá í vor frá Þverár-
virkjun; 2 yztu bæirnir í hreppnum fá þó
ekki rafmagn þaðan. Ræktunarskilyrði eru
góð ;. hreppnum og eru bændur félagsmenn
í einu hinna 4 ræktunarsambanda, sem í
sýslunni eru Heimilisdráttarvélar eru á
hverjum bæ.
Þvínær allir bændur í Kirkjubólshreppi
eru í sauðfjárræktarfélagi.
Haustið 19956 voru sýndir 99 hrútar á
hrútasýningum í hreppnum. Af þeim fengu
46 I. verðlaun, en 5 engin verðlaun. Árið
1954—55 voru 657 ær á skrá í sauðfjár-
ræktarfélaginu. 52.7% voru tvílembdar,
1.3% voru geldar. Meðalarður eftir tví-
lembu það ár var 32.0 kg kjöt, en 18.4 kg
eftir einlembuna. Eftir hverja á, sem skil-
aðj lambi, fengust 25.2 kg kjöt, en eftir
hverja á í félaginu fengust 24.1 kg af kjöti.
Mestallur heyskapur er nú tekinn á rækt-
uðu landi, en í gamla daga, þegar sauðfjár-
fóður var tekið á útengjum, voru kindinni
ætlaðir 4—5 hestar af útheyi, heimreiddir.
Ný, vönduð íbúðarhús eru á nær hverjum
bæ í hreppnum og peningshús eru einnig
góð, og má í því sambandi geta þess, að
gólfgrindur eru í öllum fjárhúsum í hreppn-
um.
Verið er að reisa félagsheimili fyrir sveit-
ina að Kirkjubóli. Verður það væntanlega
tekið í notkun 1 vor. Vinnulaun við bygg-
ingu þess hafa engin verið greidd öðrum
en 2 smiðum. Að öðru leyti er vinna við fé-
lagsheimilið unnin af sjálfboðaliðum Nær
allir verkfærir karlmenn í hreppnum
leggja fram 12 dagsverk hver, en hver
kvenmaður 5 dagsverk. f félagsheimilinu
verða stór salur, leiksvið, kaffistofa, eld-
hús, snyrtiherbergi og lestrarfélagsstofa.
Fólk unir vel heima í Kirkjubóls-
hreppi. Sumt yngra fólkið fer til Reykja-
víkur á veturna, en kemur heim á sumrin.
B. G.
Úr Fellahreppi, S.-Múl. er skrifað
10. marz:
Hér er alltaf látlaus ótíð, og nú er kom-
inn mikill snjór. Jarðarbragð er víða, þeg-
ar vel skefur af, en á það gefur helzt aldrei.
Heita má að fénaður allur hafi nú staðið
alveg inni í 5 vikur. Fjöldi er hér af hrein-
dýrum og þykja þau fara ómildum tönnum
um hnjótana. Vegir allir eru ófærir, og hafa
verið svo lengi. Á Jökuldal ofanverðum og
Hrafnkellsdal hefur lengi verið haglaust af
storku, sem gerði þar, meðan lá í suðaust-
anáttinni.
Hætt er við að bændur þar verði brátt
illa staddir, ef þessu fer fram lengur;
þeir eru lítt vanir innistöðu, og spretta var
mjög rýr hjá þeim síðastliðin tvö sumur.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiuiiminiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii
LEIÐRÉTTING
Freyr LIII. nr. 4—5. Bls. 76. Tíunda kýrín
í röðinni, Tinna 45, Rifkelsstöðum, er und-
an Sjóla N 19, en ekki Kol N I, oð móðirin
var Tungla 34, en ekki Rauðka 19.