Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 6

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 6
86 PRE YR spurningunum til nokkurrar hlítar, þar eð ýmis atriöi í þessu máli eru lítt rannsökuð — og sum alls ekki. Ég er hvorki búfræð- ingur né fóðurfræðingur og lít einkum á þessi verkefni frá grasafræðilegu sjónar- miði. Fyrst verður fyrir spurningin um nær- ingargildi beitarrunnanna. að vetri. Snemma hafa menn tekið eftir beitargildi sauða- mergs, beitilyngs (og beitieskis). Það sýna nöfnin, sem vera munu mjög gömul. En beinar rannsóknir á beitargróðri eru aðeins á byrjunarstigi hér á landi. Þyrfti að gera tvennt, þ. e. rannsaka nákvæmlega, hvaða tegundir búféð velur á beit sumar og vet- ur og efnagreina beitarjurtirnar á ýmsum tímum árs. En hvort tveggja er seinlegt verk og mun kosta allmikið fé. Bandaríkjamenn hafa gert tilraunir til að ganga úr skugga um, hvaða gróður bú- féð velur sér á beit. Þeir hafa dýrin stund- arkorn á beit og slátra þeim síðan, áður en jórtrun hefur farið fram og skoða strax í vömbina. Þessa aðferð þarf að .reyna á ýms- um árstímum, ef vel á að vera. Þessi aðferð mun lítt eða ekki hafa verið reynd hér á landi, að því er ég bezt veit. Skotar hafa rannsakað beitilyng og brok (fífu, rauðbrota). Segja þeir breytingu á hlutföllum eggjahvítuefna og kolvetna minni í broki og beitilyngi sumar og vetur heldur en t. d. í grasi. Þetta þýðir, að nær- ingargildið breytist tiltölulega minna í broki og beitilyngi sumar og vetur. Kemur það heim við íslenzka reynzlu. Er alkunn- ugt, hve féð er sólgið í þessar tegundir vet- ur og vor. Á Jótlandsheiðum hefur beitilyng verið notað til beitar og fóðurs frá ómunatíð. Þar er það stórvaxnara og grófara að jafn- aði en hér á landi, og var aðalgróðurinn á stórum flákum. Kúm var þar gefið beiti- lyng á veturna, áður fyrr. Á árunum 1916— 1918 var beitilyngið rannsakað efnafræði- lega og gerðar tilraunir með fóðurgildi þess í Danmörku. Er m. a. frá því skýrt í tíma- riti Heiðafélagsins danska árið 1940. i blómguðu beitilyngi reyndist 3.7% eggja- hvítuefni, 3% fita, 15% sykurefni, 19.7% tréni, 3.7% aska og 54.8% vatn. í gömlu lyngi er mjög mikið tréni og lít- ið næringargildi. En í ungu lyngi er svo mikil meltanleg næring, að það er meira en fyllifóður. Beitilyngið var vélslegið við tilraunirnar og ekið heim tvisvar—þrisvar á vetri. Það var látið í galta, svo að það þornaði ekki. Bæði kýr og ungviði átu lyng- ið með græðgi. Þrjár tilraunir með mjólkur- kýr sýndu, að kýrnar mjólkuðu meira af beitilyngi en af hálmi. 1 kg af lyngtoppum virtist hafa dálítið meira fóðurgildi en 1 kg af hálmi — fyrir mjólkurkýr. Aftur á móti virtist fóðurgildi lyngsins minna fyrir ársgamlar kvígur. Handa ung- viðinu reyndist hálmurinn betur. Helzt þurfti að gefa svo mikið af lynginu, að dýr- in skildu hið grófasta eftir. í Noregi hafa verið gerðar tilraunir með beitilyng, sem hestafóður riddaraliðsins. Hestarnir vöndust lynginu fljótlega og fengu 2—3 kg hver sem næturfóður. Bezt er talið fíngert lyng, þar sem hreindýra- mosi vex innan um það. Hreindýramosinn er talinn mikils virði. Hann hefur jafnvel verið notaður malaður saman við mjöl í brauði. Næringargildið er svipað og í fjallagrösum, a.m.k. til fóðurs. f Þýzkalandi hefur beitilyngmjöl verið notað til að fóðra' svín, hesta og nautgripi. í þýzka blaðinu „Die Múhle“ 1916 er lyng- mjölið talið jafngilda góðu útheyi (eng- heyi). Þykir bezt blanda af 1 hluta vots lyngmjöls og 2 hlutum rófna eða kartaflna. Norðmenn nota beitilyngið talsvert til vetr- arbeitar í strandhéruðunum. Hafa í Nor- egi verið gerðar umfangsmiklar tilraunir fóðurefna — meltanleika — og ákvarðanir steinefna og karótíns í lynginu. Fjalldrapi (hrís) var iðulega rifinn og gefinn kúm hér á landi í harðindum. Þóttu kýrnar græða sig á hrísinu. Á fjalldrapa hefur verið gerð ein fóðurefnagreining í Noregi, svo að mér sé kunnugt. Reyndist minna af tréni í fjalldrapanum en í norsku birki. Sýnir norsk reynsla, að lágvaxinn fjalldrapi úr fjallahlíðum er betri til fóð- urs en láglendisbjörk, e.t.v. vegna þess, að tiltölulega meiri börkur er á smáhrísinu og það ézt betur. Sumir telja, að féð gangi sérstaklega hart að kvistlendi á vetrum — með síldarmjöls-

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.