Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 4

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 4
84 FRE YR Æðarfuglinn er mikil nytjaskepna, ef rétt og vel er að farið. hann kemur í varpland, er ekki hægt að tala um æðarvarp lengur. Hann myrðir alla hjörðina. Æðardúnninn er það verðmikil vara, að það borgar sig ábyggilega að gera eitthvað fyrir æðarfuglinn, og er því tími til kom- inn, að honum sé veitt verðug eftirtekt og hann komi raunverulega inn á sjónarsvið íslenzkra landbúnaðarmála. En þá er komið að aðalumræðuefninu, og það er, hvað hægt er að gera í þessu máli til hagsbóta fyrir varpeigendur, og frá mínu sjónarmiði er það ýmislegt, og fyrsta skrefið í rétta átt er að stofnsetja tilrauna- stöð eða bú með ræktun æðarfuglsins fyrir augum, en einhverjum mundi vaxa sá stofnkostnaður í augum og erfitt yrði að fá mann með nokkra sérþekkingu á þessum málum, og yrði það sennilega það erfiðasta, en ekki er ég í neinum vafa um, að úr því myndi rætast, enda skömm fyrir íslenzk- an landbúnað að eiga ekki sérfróðan mann á því sviði. En þá er land undir rekstur tilraunabús- ins. Það gæti að sjálfsögðu orðið erfitt að fá hentugt varpland, en mér er kunnugt um, að ríkið á eina beztu hlunnindajörð landsins og það eru Reykhólar í Reykhóla- sveit, en æðarvarp jarðarinnar liggur und- ir Tilraunastöðina þar og skil ég ekki í öðru en að viðkomandi aðilum yrði það kær- komið tækifæri að stuðla að hverskonar ræktun, þótt stöðin sé byggð og rekin fyrst og fremst sem jarðræktarstöð. Verkefni slíkrar stöðvar yrði að gera hvers konar til- raunir með að fjölga fuglinum og þar und- ir mundi auðvitað heyra, hvaða ráð væru helzt tiltækileg við eyðing fugla og dýra, sem ásækja hann mest. Einnig allt, sem viðkemur varpinu og hirðingu þess. Ég er viss um, að maður sá, er ynni við tilraunir þessar, yrði ekki atvinnulaus. Við, sem búum á jörðum, sem æðarvarp fylgir, viljum eiga þess kost að geta fengið haldgóðar upplýsingar um framtíðarrækt- un æðarfuglsins, en þær fáum við aðeins með tilraunastarfsemi. Þetta fer að verða aðkallandi og bænd- ur, sem hér eiga hlut að máli, munu ekki hætta fyrr en þessi skemmtilegi og gæfi fugl fái það sæti, sem honum ber í land- búnaðinum. Á kyndilmessu, 1957. Sveinn Guðmundsson, Miðhúsum. y Öxlar með hjólum fyrir aftanívagna og kerrur; bæði vörubíla- og fólksbílahjól á öxlunum. — Líka beizlisgrindur fyrir kassa og heygrind. — Einnig eftir pöntun kerrur með járn- eða trékassa. — Til sölu hjá KRISTJÁNI JÚLÍUSSYNI, Vesturgötu 22, Reykja- vík e. u. — Sími 81040. — Póstkröfusendi. v___________________________________________________'

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.