Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 18

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 18
98 FREYR Hrefna 220, eign Guðfinnu Stef- ánsdóttur, Vogum i Mývatnssveit, er ein af glæsilegustu kúm lands- ins (sjá lesmál). Myndin tekin sum- arið 1956, þegar Hrefna var 13 v. snemma athygli á sér sem glæsileg mjólkur- kýr með jafna og háa mjólkurfitu. Hafði hún oftast nær mjólkað frá 16 þús. til 18 þús. fe á ári, unz hún árið 1955 mjólkaði yf- ir 22 þús. fe, þá að 13. kálfi. Ein dóttir henn- ar, Litla-Skrauta 35, mjólkaði yfir 20 þús. fe á sama ári. Næsta kýrin við Skrautu 26 á listanum, væri raðað eftir heildarafurðamagni, er Hrefna 220 í Vogum í Skútustaðahreppi, sem á 10.4 árum hefur mjólkað 46.744 kg með 4.15% mjólkurfitu þau ár, sem fitu- mælingar hafa verið gerðar. Hrefna er dótt- ir Suðra frá Kluftum, sonar Huppu 12, og eru því þessar tvær kýr, Skrauta og Hrefna, skyldar, þótt sín sé í hvorum landshluta. Þær eru báðar í eign kvenna. Aðrar kýr á skránni, sem mjólkað hafa yfir 40 þús. kg mjólk á ævinni, eru þessar: Rós 45 í Vorsabæ í Gaulverjabæjarhreppi, en hún drapst á árinu, þá tæplega 14 ára og hafði mjólkað á 12.4 árum 42.460 kg mjólk, sem svaraði til 1590 kg mjólkurfitu, Hosa 39 á Efri-Brúnavöllum á Skeiðum, Hrefna 32 á Arnarhóli í Gaulverjabæjar- hreppi og Tungla 5 í Ásatúni í Hruna- mannahreppi. Eins og sést í athugasemdum við skrána, hafa 9 af kúnum fallið á árinu. Meðalald- ur þeirra reyndist vera 9.3 ár, og bendir hann til þess, að afurðamiklu kýrnar end- ist að jafnaði ekki skemur en aðrar kýr. Þó ber að líta á þessar niðurstöður með varúð, þar sem meðaltölin eru reiknuð af svo fá- um kúm. Aldur þessara kúa við 1. burð var að jafnaði 794 dagar eða 26 mánuðir. Þær mjólka að meðaltali í 7.3 ár, og eru ársaf- urðir þeirra að meðaltali 3645 kg með 3.89% mjólkurfitu eða 14.179 fe. Að meðal- tali hafa þær mjólkað um ævina 27.337 kg mjólk, og nemur það 1064 kg mjólkurfitu. Þær áttu að jafnaði 6.6 kálfa og hafa yfir- leitt verið tímasælar nema yngsta kýrin, sem tvisvar lét kálfi og hefur sennilega verið felld af þeim sökum. Eftir nokkur ár verða fengnar heimildir um ævir svo margra kúa á spjaldskránni, að þær ættu að gefa rétta mynd af heildarafurðamagni afurðamestu kúnna, aldri þeirra, frjósemi og öðru, sem drepið hefur verið á hér að framan. i iii iii niim 1111111111 m n iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiuiiiiiiniin, Hvað mjólkar gyltan mikið? Eftir amerlskum rannsóknum fer nyt hennar eftir svínakynjun (ras).A tilraunastöð voru gylturnar vigtaðar áður en og eftir að grísirnir sugu þær. Vitneskja fékkst um það, að á hinu sex vikna langa mjaltatímabili hafði gylta af amerískum stofni mjólkað 138 kg mjólkur. Hæst var nytin í fimmtu vikunni og þyngstu grísamir komu unðan beztu mjólkurgyltunum. Önnur kyn voru með allt að y3 lægri nyt, er náði hámarki nokkru fyrr á mjaltatímabilinu.

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.