Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 5
FRE YR
85
INGÓLFUR DAVÍÐSSON:
BEITARGRDÐUR □ G BEITARFÉ
[ Hinar villtu nytjar lands vors hafa um aldir £
| brauðfætt þjóðina beint og óbeint. Einn þáttur £
I þeirra eru beitilöndin. Til þessa hefur þeim lítill i
i gaumur verið gefinn. Þó er það svo, að hvað sem i
i allri ræktun líður má þjóðin ekki missa sjónar :
: á gildi þeirra. Samtíð vor og framtíð verður því :
: að vaka yfir hvorutveggju: verndun þeirra og þó :
E án þess að missa sjónar á gildi þeirra, sem lið í £
Í bjargráðum hennar. Hefur Steindór Steindörsson \
i sannað þetta með ágætum í Arsriti Rœktunarjél. \
i Norðurlands 1956, og jafnframt hve langt er ófar- :
i ið til fulls skilnings á gildi þeirra og meðferð. Er :
: sérstök ástæða til að vekja athygli á ályktunum £
£ hans. :
£ Hér ræðir bóndi um þetta sama viðfangsefni og \
i fylgja athuganir og ályktanir Ingólfs Davíðsson- |
i ar. Væri æskilegt, að meir væri við þessi mál glímt, i
i en verið hefur til þessa. Þekking er máttur, í ís- i
£ Ienzkum gróðurlendum sem annarsstaðar. :
Íiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii iimiiiimiimmmiiiiiiil
Þingeyskur bóndi skrifar:
,,Ég hef oft og margsinnis fylgt beitarfé
á vetrum og athugað, hvaða jurtir það sæk-
ir mest í á ýmsum tímum vetrar. Á haust-
in og framan af vetri sækir fé mest í gras-
lendi og hálfdeigjur eða mýraflóa. Meðan
vel næst, leggur það sig eftir grasbollum í
hlíðum, þar sem seint leysir snjó. Þegar
kemur fram yfir áramót vill féð umfram
allt kvistlendi. Viðar- og lyngtegundir vel-
ur það í þeirri röð, sem nú skal greina:
Fremst af öllu metur það sauðamerg, jarð-
læga lyngtegund, sem vex einvörðungu hér
um slóðir uppi á fjallabrúnum. í góðri vetr-
artíð grípur féð varla niður, fyrr en það
kemst upp í sauðamerginn. Jafnframt elt-
ir það beitieski, elftingartegund, sem vex
á strjálingi á melum til fjallsins. Komist
féð ekki til brúnanna, lætur það sér bezt
líka blóðberg, en þar næst beitilyng. Blóð-
bergið er smávaxið og strjált, og verður
beitilyngið drýgst til fylli. Ef féð nær ekki
beitilyngi, kýs það grávíði (og loðvíði)
miklu fremur en fjalldrapa. en hvorugt vill
það, ef beitilyng er á boðstólum.
Ég hef séð féð krafsa bæði krceki-
berjalyng og rjúpnalauf, en ekki þykir því
slíkt kostafæða. Bláberjalyng étur það þó
sízt af öllu lyngi, þegar dregur að vori og
„þýtt er orðið um tönn“, en fer þá aftur að
sækja á graslendi, einkum mýraflóa, þar
sem mikið er af rauðbrota, og dregur þá
oft upp græna kólfa úr mosanum.
Veturinn 1949 var mjög snjóþungur. Þó
beitti ég í hverju færu veðri á mjög litlar
,,hörgur“, mest hinar sömu viku eftir viku.
Ég gaf allmikið kraftfóður, og féð fóðraðist
vel. Þá sá ég féð krafsa hvern kvist ofan að
rót og éta allan mosa úr kröfstrum. Það fór
mjög um mela og át þar allan mosa milli
steina, alla kræðu, hreindýramosa og skóf-
ir á steinum. Ég hef einnig athugað krafstra
eftir útigönguhesta. Þeir virðast sækjast
eftir graslendi, þar sem er mikill mosi í rót,
og éta þá mosann engu síður en stráin. Bæði
hestar og sauðfé éta með góðri lyst mosa úr
heyi.
Nú vil ég spyrja:
1. Hvert er næringargildi lyng- og við-
artegunda þeirra, er ég nefndi, að vetri, og
hvaða efni skortir þær mest, sem fullgilt
fóður?
2. Talið er landlétt á sumum jörðum, en
kjarnabeit á öðrum, þó á báðum sé kvist-
lendi. Eru sömu grös kjarnbetri, sem vaxa
hátt til fjalla heldur en niðri í byggðum?
3. Hvert er næringargildi kræðu, hrein-
dýramosa og skófa á steinum?
4. Hvert er næringargildi þeirra grænu
mosategunda, sem mest gætir í mýrum og
grasmóum, og hvort er það mosinn eða sin-
an, sem á meiri þáttinn í næringu útigangs-
hrossa?"
Þannig hljóðar hið fróðlega bréf þing-
eyska bóndans. Því miður er erfitt að svara