Freyr

Árgangur

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 25

Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 25
FRE YR 105 iiiMiiiitiimiiiiiiiiitiiiiiitiiiiiiiimiiiiiiimiiiHiiiiiiiimiiiiiiiiHimmHMHmnmi | Húsmæðraþáttur PLASTIÐ OG HEISVIILI^ Á fáum árum hafa plastefnin valdið eins- konar nýrri iðnbyltingu. Plastefnin hafa unnið sér sess á svo mörgum sviðum í máln- ingar-, byggingar-, bifreiða- og flugvéla- iðnaðinum o. s. frv., að erfitt væri að telja það allt upp. Ef við lítum t. d. á þróunina í málningar- iðnaðinum, þá komumst við að raun um, að þar hafa orðið vægast sagt merkilegir hlutir. Hver sem er getur nú unnið einfalda málningarvinnu innan heimilisins; það læra menn tiltölulega auðveldlega með því að lesa notkunarreglurnar á plastmálning- ardósinni. Með hinum nýju plastlitum má mála veggi, loft, gólf, húsmuni o. fl., og þegar því er lokið, geta menn, ef þeir hafa áhuga og ráð á og tima til þess, haldið áfram við að prýða heimilið með plastveggfóðri, plast- dúkum, hilluræmum úr plasti o. s. frv. Formælandi eins leiðandi gólfdúka- framleiðslufyrirtækis í Bandaríkjunum sagði nýlega, að linoleum víki stöðugt fyrir plasti og að eftir 5—6 ár muni plastið ein- göngu verða notað til gólfdúka. Hið nýja, s. n. vinylplast, er talið svo endingargott, að það taki fram öllum öðrum gólfdúka- efnum. Hér á íslandi er 4—-5 ára reynsla af plast- gólfum. Nú er farið að nota ljósarör í heimilunum, einkum í eldhúsum og baðherbergjum og sem efni í og umgjörð um ljósarörin er not- að mikið af ýmiskonar plasti. í þeirri grein ljósatækninnar, sem reist er á luminicens- ljósi, eru gagnsæ plastefni notuð til að dreifa birtunni eða þá til endurspeglunar á henni. Plöst af þessari tegund — það er hægt að lita þau og mynstra á ótal vegu — eru enn- fremur notuð í margskonar aðra búshluti, t d. matarskrínur, smápoka, bauka, skrín o. fl. í hrærivélar o. fl. eru notaðar gúmbland- aðar plasttegundir, sem eru fádæma seigar og þola vel högg og titring. Vegna síðast- nefnda eiginleika efnisins binda menn mjög miklar vonir við það. Framleiðsla á flöskum úr plasti fer stöð- ugt vaxandi og leysa þær glerflöskurnar af hólmi. Enn má nefna framleiðslu á vaska- fötum úr plasti, þvottabölum, vatnsfötum og mörgum fleiri nytjaílátum. Ein af athyglisverðustu nýjungunum í plastefnaiðnaðinum er aðferð, sem notuð er við að búa til filt til ýmissa nota. Filtið er gert af samhangandi trefjum úr bráðnu plasti. Hægt er að nota plasttrefjar þessar í sameiningu við asbest, glertrefjar, orlon, vinyon o. fl., og er því hægt að nota það til framleiðslu á ódýrum efnum, gervileðri, mottum og ótal öðrum efnum, sem heppi- leg eru til innbúnaðar og í fatnað. Húsgagnaiðnaðurinn notar einnig plast í æ ríkara mæli og þess verður varla langt að bíða, að hægt verði að fá svefnherbergis- og borðstofuhúsgögn úr plasti. Að lokum nokkur orð um leikföngin. Hér má nota plast í ríkum mæli. Ódýrt plast hefur leyst blikk og tré af hólmi meir en menn gerðu sér í hugarlund að yrði, og auk þess eru plastlökk nú nær eingöngu notuð til að mála leikföng. Því miður hafa þó umskiptin orðið nokk- uð á kostnað endingarinnar. Leikföng úr ódýru plasti verpast gjarna og springa og fá á sig ljóta bletti o. s. frv Gömlu og góðu tréleikföngin eru ennþá sem komið er endingarbezt, en nýi tíminn hefur einnig sett mark sitt á þau, því oft- ast eru þau úðuð með plastlitum. Það er sagt, að við lifum á kjarnöld, pappírsöld, vélaöld o. s. frv. En það er gott, ef ekki má fara að taka upp heitið plastöld líka. Og þó erum við þarna aðeins á byrjun- arskeiði. Framfarirnar í plastiðnaðinum eru slíkar, að vænta má þar hluta innan langs tíma, sem við nú gerum okkur vart grein fyrir. (Þýtt)

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.