Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 7
Þingeyskt lambfé við Laxá.
gjöf. Á stríðsárunum létu Norðmenn (Knut
Præstehægge o. fl.) gera miklar tilraunir
með ýmsar fóður- og beitarjurtir, og eru að
birtast um það ritgerðir. í Noregi hafa t. d.
verið gerðar tilraunir með fóðurgildi fjalla-
grasa og hreindýramosa. Reyndist fóður-
gildið allmismunandi eftir skilyrðum og er
sennilega mjög háð gerlagróðrinum í vömb
jórturdýranna. Líklega má telja fóðurgildi
hreindýramosa y3 móti töðu, eða allt að
jafngildi sæmilegs útheys, handa nautgrip-
um. Bæði hreindýramosinn og fjallagrösin
eru fremur einhliða kolvetnafóður. Mjög lít-
ið er í þeim af karótíni og lítið sem ekkert
af steinefnum og meltanlegum köfnunar-
efnissamböndum (prótein). Grísir notfærðu
sér þessar fléttur mun verr en nautgripirn-
ir. Þar sem fljótlegt er að safna hreindýra-
mosa og fjallagrösum, sums staðar í Nor-
egi, eru þau talsvert notuð til fóðurs. Notk-
un fjallagrasa til manneldis er alkunn. Sagt
er, að Norður-Svíar hafi fyrr á öldum lært
hagnýtingu fjallagrasa af íslendingum.
Fóðurgildi beitieskis, blóðbergs og rjúpna-
laufs mun vera órannsakað að mestu. Geta
má þess, að elftingarhey þykir allvandgæft
fóður, en ein tegund efltinga, ferginið, þyk-
ir samt gott kúafóður og örvar mjólkur-
myndun.Er beitieskið líklega góð beitar-
jurt, en vex víðast strjált. Blóðberg eða
brúðberg er ljúffeng tejurt. Þykir blóðbergs-
te gott gegn kvefi. Blóðbergste var áður sett
saman við sýruna í sláturtunnum til bragð-
bætis.
Blöð holtasóleyjarinnar, rjúpnalaufið,
bízt talsvert af sauðfé á vetrum, bæði hér
og í öðrum norðlægum löndum. Rjúpna-
laufsseyði hefur kindum verið gefið inn
gegn skitu. Sauðamergur (eða limur) mun
heldur ekki hafa verið rannsakaður fóður-
fræðilega. Norðmenn álíta hinar fíngerðari
greinar sauðamergsins fullt eins næring-
armiklar og gott, fíngert beitilyng. Ein
norsk efnagreining á krœkilyngi sýnir
meira af fitukenndum efnum en í beiti-
lyngi, en allsvipaða samsetningu að öðru
leyti. Krækilyng bízt nokkuð að sauðfé á
vetrum, en féð beinlínis sækist eftir sauða-
mergnum.
Víðir bízt oft mikið á vetrum. Fáar
munu rannsóknir á beitargildi víðiteg-
unda. Hér á landi vaxa hvarvetna grá-
víðir og loðvíðir. Myndar einkum loðvíðir-
inn stórar, samfelldar breiður, t. d. í Þing-
eyjarsýslu, og til eru smákjörr af loðvíði.
En gulvíðirinn verður langstórvaxnastur.
Fjórða víðitegundin, smjörlauf, eða grasvíð-
ir er smávaxnastur og skríður við jörð.
Hann hefur jafnan þótt bezta hagkvisti fyr-
ir sauðfé, eins og nöfnin sauðkvistur og
geldingalauf benda til. Kvíaær þóttu gefa
feita mjólk af honum. Of vex smjörlaufið
í dældum, sem seint koma undan snjó, og
sækist fé í það nýsprottið. Sums staðar
austanlands hefur smjörlaufið fyrr verið
kallað sauðlaukur. Bendir það einnig á beit-
argæðin. Þar er líka fengin skýring á Sauð-
lauksdalsnöfnunum hér á landi.