Freyr - 15.03.1957, Blaðsíða 13
F R E Y R
S3
Kjarnageislun
matvæla
fer fram með þeim hætti, að
matvælum, sem eru geymd í
alúmínsívalning, er sökkt til
botns í 7 metra djúpum
vatnsgeymi. Fer þá geislunin
fram, og drepur hún á auga-
bragði allar bakteríur, en þær
eru matarspillar. Með þessum
nýstárlega hætti er hægt að
geyma matvæli, hrá og soðin,
vikum, mánuðum eða árum
saman, án frystingar.
Með því að færa renniloku til á meðan á
dreifingu stendur, er hægt að fá jafnari
dreifingu. Til þess að það sé unnt, verður
að vera hægt að stilla lokuna létt og auð-
veldlega, en á það skorti á þeim dreifara,
sem reyndur var. Samkvæmt upplýsingum
frá framleiðanda munu endurbætur verða
gerðar varðandi þetta atriði.
í hliðarhalla dreifðist mun minna úr
þeim helmingi dreifarans, sem ofar stóð í
hallanum en þeim, sem neðar stóð.
Eins og áður er sagt, er gaddaöxullinn
tengdur öðru ökuhjóli dreifarans með
keðjudrifi og snýst alltaf, ef dreifarinn er
hreyfður. Við prófunina kom það oft fyrir,
að fastir hlutir í áburðinum eða jafnvel
þéttar heytuggur festust þannig milli öxuls
og mykjukassa, að öxullinn get ekki snúizt
og þá ekki heldur það ökuhjólið, sem knýr
hann. Getur verið örðugt að bæta úr því
á annan hátt en að moka mykjunni úr
dreifaranum. Eigi að dreifa áburðinum í
nýræktarflög, sem oft eru það gljúp, að
hjólin sökkva nokkuð niður, er hætt við að
gaddaöxullinn nái að grípa niður í jarðveg-
inn og allt sitji fast eins og áður er lýst.
Á sléttu undirlagi er hæðin upp að gadda-
öxli um 25 cm.
Erfitt verk er að moka mykjunni upp í
dreifarann með venjulegum handverkfær-
um, þar sem hæðin upp á efri brún hans er
um 125 cm.
Gaddaöxullinn leikur í tveim kúlulegum.
Við skoðun eftir notkun dreifarans sást,
að vatn og óhreinindi höfðu komizt í þær
og skemmt verulega svo að skipta þurfti
um þær.
Ólafur Guðmundsson.