Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 6

Freyr - 15.04.1960, Blaðsíða 6
110 PRE YR Fleira kom og til. Fulltrúar neytenda eða ulnbóðsmenn þeirra höfðuðu mál á hendur framleiðsluráði út af því, að frainleiðsluráð hafði lagt ofan á kjötverðið 85 aura haustið 1958 til verðjöfnunar ú útfluttu kindakjöti, án þess að fara á nokkurn hátt fram úr þeim verðlagsgrundvelli, sem fulltrúar neytenda samþykktu. Málalok Jressa máls urðu Jrau, að fulltrúar neytenda töpuðu málinu bæði í undirrétti og hæstarétti. Þegar að fulltrúar framleiðenda sáu fram á, að engrá samninga var von eða samkomulags um nýjan verðlagsgrundvöll, nema þá ef til vill með óbreyttu verði, vildu þeir að málinu yrði vísað til yfirnefndar, eins og lög standa til. Þá gerðist það, að fulltrúar neytenda neit- uðu að nefna mann í yfirnefndina og tilkynntu, að þeir mundu ekki taka frekari þátt í störf- um sexmannanefndarinnar, þar sem umbjóð- endur þeirra mæltu svo fyrir. Þegar hér var komið málum og stjórnir Al- þýðusambands Islands, Sjómannafélags Reykjavíkur og Landssambands iðnaðar- manna, höfðu birt tilkynningu um það í dag- blöðunum í Iteykjavík, að fulltrúar þeirra tækju ekki frekari þátt í störfum sexmanna- nefndarinnar, sendi framleiðsluráð dagblöðun- um til birtingar athugasemd ráðsins um málið. Stjórn Stéttarsambandsins fór fram á það við ríkisstjórnina, að hún með bráðabirgðalögum skipaði mann í yfirnefndina, svo að málið fengi löglega afgreiðslu. Ríkisstjórnin féllst ekki á tillögur eða óskir stjórnar Stéttarsam- bandsins, en setti hins vegar bráðabirgðalög um það, að ekki mætti hækka verð á land- búnaðarvörum til 15. des. 1959. Stjórn Stéttai'sambandsins gat ekki sætt sig við þessi málalok verðlagsmálanna. Akvað hún því að boða fulltrúa Stéttarsambandsins til aukafundar í Reykjavík 30. september. Til fundarins komu 43 fulltrúar af 47, sem þar skyldi mæta. Fundurinn kaus fjölmenna nefnd til þess að fjalla um málið og gera til- lögur urn samþykkt í því. Nokkur hluti nefndarinnar fór á fund ríkisstjórnarinnar og ræddi málið við hana. Svohljóðandi ályktun var samþykkt með samhljóða atkvæðum allra mættra fulltrúa: „Aukafundur í Stéttarsambandi bænda, haldinn í Reykjavík 30. sept. 1959, mót- mælir harðlega því gerræði gagnvart bændastéttinni að ákveða með bráða- birgðalögum verðlag landbúnaðarvara og svipta bændur á þann hátt lögvernduðum samningsrétti þeirra og málskotsrétti til yfirdóms, varðandi kaup þeirra og kjör. Fundurinn krefst þess, að ríkisstjórnin hlutist til um, að yfirnefnd sú, sem um ræðir í 5. gr. laga um framleiðsluráð land- búnaðarins, verði nú þegar gerð starfhæf, svo að fundinn verði nýr grundvöllur til að byggja verðlagningu á. Fundurinn viðurkennir nauðsyn þess, að dregið sé úr verðþenslu, en neitar því, að það þurfi að leiða til aukinnar verðbólgu, þó að bændur fái þá verðhækkun, sem aðr- ar stéttir fengu fyrir ári. Þó getur hann eftir atvikum fallizt á, að frestað verði til 15. des. n.k. að láta koma til framkvæmda þá hækkun á verði landbúnaðarafurða, sem bændum ber til samræmis við kaup- hækkun annarra stétta og vegna hækk- aðs reksturskostnaðar siðan verðlag var ákveðið 15. sept. 1958. Að sjálfsögðu krefst fundurinn þess, að bændur fái fullar bætur frá rikissjóði, vegna þess mismunar á verðinu, sem fram kann að koma við úrskurð yfirdóms þann tíma, sem frestun verðhækkunarinnar gildir. Verði ekki framangreindum kröfum fundarins fullnægt, felur fundurinn stjórn Stéttarsambands bænda að undir- búa sölustöðvun á landbúnaðarvörum, til að mótmæla þeirri réttarskerðingu, sem bændastéttin og félagssamtök hennar eru beitt með þessum aðgerðum og freista þess að fá henni hrundið á þann hátt “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.