Freyr

Árgangur

Freyr - 15.04.1960, Síða 10

Freyr - 15.04.1960, Síða 10
114 FREYR svo baðlyf á sauðfé og mun láta nærri, að þessi kostnaður sé um kr. 7—8 á kind og lækningar og meðul og eftirlit dýralæknis með kúm og fjósum sé um kr. 120 á kú. Hér kemur fleira til: viðhald mjólkurbrúsa og annarra mjólk- uríláta, viðhald aktygja og reiðskapur, hest- járn, kaðlar, heyjastrigi, amboð o. fl. o. fl., sem of langt yrði upp að telja. Kaupyjaldsliðurinn: Tekjur bóndans eru ákveðnar að venju eftir tekjum annarra vinn- andi stétta, það er sjómanna, iðnaðarmanna og verkamanna, — vegið meðaltal tekna þess- ara aðila eftir mannfjölda viðkomandi staða þar sem úrtökin eru tekin. Aðkeypta vinnan er Iág í krónutölu, að minnsta kosti mun mörg- um finnast svo. Þó er það svo, að aðeins einn þriðji af sýslumeðaltölum samkvæmt búnað- arskýrslum 1958, fer upp fyrir þessa krónu- upphæð. Eg ætla ekki að vera margorður um tekju- h!ið verðlagsgrundvallarins. Vissulega má gera sér vonir um, að verðið náist fyrir afurð- irnar ef vel er á haldið. Abyrgð ríkissjóðs mið- að við 10% heildarverðmætis Iandbúnaðar- framleiðslunnar, sem fyrr getur, ætti meðal annars að tryggja að hið umsamda verð ná- ist. Að vísu er afurðamagnið sem gert er ráð fyrir að fáist af sauðfjárbúinu nokkuð hátt, einkum ullarmagnið. En nú verður því ekki um að kenna, að ullarverðið sé svo lágt, að ekki borgi sig að hirða ullina. Áætlunarverð mjólkur er kr. 3.88. Áætlun- arverð á ull er kr. 20.50 pr. kg. í stað kr. 15.50 s.I. ár, en á gærum er áætlunarverðið pr. kg. kr. 22.50, en það var s.l. ár áætlað kr. 8.35. Vegna þessa háa áætlunarverðs á ull og gær- um lækkar áætlunarverð á I. og II. fl. kjöti í kr. 18.58 í stað kr. 21.34 f. á. Sauðfjárliður- inn hækkar nú um 4%, þar sem aðrar búvörur hækka ekki nema um 2.5%. Er hér, þó í smáu sé, komið til móts við sauðfjárbændur um að bæta aðstöðu þeirra. Væri þá ekki ósann- gjarnt að gera þá kröfu til þeirra. að þeir hirtu betur um afurðir sauðfjárins. Á ég þar við ullina, og að sauðféð sé fóðrað til afurða. Á fimmta tekjuliðinn ætla ég að minnast lítils háttar. Eg játa fúslega, að ég er ekki allskostar ánægður með hann og tel að hann sé ekki nægilega vel undirbyggður. Og þá einkum gagnvart vinnu bænda utan heimilis. Hún hefur að vísu farið vaxandi undanfar- andi ár og ber margt til þess. Miklar fram- kvæmdir hins opinbera, vega- og brúargerð- ir, rafvæðing og hafnargerðir, svo ekki sízt vaxandi vinna í þorpum og bæjum umhverfis landið, vegna aukinnar útgerðar og batnandi hags. Uppbygging gjaldahliðar verðlagsgrurid- vallarins hvílir í stórum dráttum á búnaðar- skýrslunum, og' þar sem þær eru vel gerðar gefa þær beztu upplýsingar um reksturskostn- að búanna. Búnaðarskýrslan er mjög vel úr garði gerð frá hendi Hagstofunnar, og lögð alveg sérstök alúð við að leita upplýsinga til þess, að hún gefi sem bezta mynd og réttasta af tekjum og af reksturskostnaði landbúnaðarins. 45 stunda vinnuvika er nú viðurkennd í skóg- og landbúnaði í Noregi fyrir timabilið 15. febr. 1960—15. jan 1961. Þessi stundafjöldi vinnuvikunnar er þó hreyfanlegur þannig, að á annatímum, t. d. að sumrinu má hún vera 48 stundir a. m. k. en að vetrinum þá þeim mun styttri eða t. d. 40—42 stundir. Vinnuvika fóðurmeist- ara er bá umsamin 51 stund á viku. í samræmi við þetta breytist stundakaup til hækkunar. Kaup landbúnaðarverka- manna reiknast hér eftir 4 kr. á klukku- stund fyrir pilta meira en 21 árs að aldri. Samningurinn gerir ráð fyrir kaupbreyt- ingum samkvæmt hreyfingu framfærslu- vísitölu. (Dagbladet).

x

Freyr

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.