Freyr - 15.04.1960, Qupperneq 14
118
FRE YR
strandarinnar, þar sem lögmaðurinn eigi
heima. Magnús bjó þá að Leirá.
Virðist svo sem Hans Wíum og Þorsteinn Sig-
urðsson hafi átt að fá öll dýrin, en Pingel telji
nægilegt, að þeir fái helming hópsins og að
Magnús Gíslason geti þá fengið hinn hlutann
og verði svo reynt, hvort dýrin þrífist betur
eystra hjá þeim sýslumönnunum eða í umsjá
Magnúsar lögmanns að Leirá. Mælir Pingel ein-
dregið með lögmanninum i þessu sambandi í
bréfi, dagsettu í Kaupmannahöfn 29. marz
1751.
Á næsta ári eru enn bréfagerðir um hrein-
dýrin. Rantzau segir í bréfi til Rentukammers-
ins 31. janúar 1752, að Hans Wíum bendi á, að
ekki henti að senda með Eyrarbakkaskipi
hreindýr, sem eigi að fara til Austurlands. Þau
verði að fara með einhverju skipanna til aust-
urhafna, þ. e. til Berufjarðar, Reyðarfjarðar
eða Vopnafjarðar, þar sem sýslumaður telji
með öllu ógerlegt að flytja dýrin frá Eyrar-
bakka austur á land yfir fjöll, ár og stórfljót
80—90 mílna vegalengd. Fer Rantzau fram á,
að dýrin verði send með einhverju Austfjarða-
skipi. Rentukammerið skýrir Rantzau frá þvi
5. febrúar, að Lövenhjelm hafi verið gefin fyr-
irmæli um, að strax og hann hafi látið hand-
sama dýrin, skuli hann snúa sér til Benzon,
leyndarráðs og varalandstjóra í Noregi, og fá
nánari upplýsingar um, til hvaða staðar þar í
landi sé hentugast að senda dýrin til þess svo
aftur þaðan að flytjast til Kaupmannahafnar
svo snemma, að unnt sé að senda þau með
einhverju af skipum þeim, er fari til austur-
hafna á íslandi á því ári (1752).
Enn gengur bréf frá Rentukammerinu 10.
maí 1752 til Rantzau stiptamtmanns. Segir þar,
að Lövenhjelm skýri svo frá, að i Bratzberg-
amti hvorki sé né muni verða mögulegt að ná
hinum sex hreindýrum, sem Islandi séu ætluð,
því að á fjöllum uppi, þar sem dýrin haldi sig,
sé bara berangur en ekkert kjarr og hafi ekki
í manna minnum nokkurt hreindýr náðst þar.
Er kammerherra og greifi Rantzau beðinn að
skýra þeim úti á íslandi frá því, að eigi sé dýr-
anna von á því ári. Hefur Hans Wium, sýslu-
manni, sem þá var í Kaupmannahöfn, verið
gert þetta kunnugt 13. maí.
Verður nú langt hlé á hreindýramálinu, og
þrátt fyrir þessar ráðagjörðir voru hreindýr
eigi flutt til landsins fyrr en árið 1771, í stipt-
amtmannstíð L. A. Thodals.
★
Af rökstuðningi fyrir tilskipuninni frá 1751
er ljóst að reyna átti, hvort þessi harðgerðu
dýr gætu ekki orðið landsmönnum notadrjúg
í erfiðu árferði. Var þá skammt að minnast
vetrarins 1749, er hestar féllu víða um land og
margt sauðfjár var skorið af fóðrum. Jarðbönn
og illviðri voru þá sumsstaðar á landi hér meiri
en marga undanfarna áratugi og grasleysi
sumarið eftir. Og árin næstu, 1751—1758, var
hallæri og mannfellir. En þegar framkvæmt
var árið 1771 að flytja fyrstu hreindýrin til
landsins, höfðu enn þeir atburðir gerzt, sem
gátu hafa hraðað framkvæmdinni.
Fjárkláði barst til landsins árið 1761 með
enskum hrútum, sem keyptir voru til fjár-
íæktarbús þess, sem Friedrich Wilhelm Hast-
fer, barón, stóð fyrir að Elliðavatni. Árið áður
hafði borið á lungnaveiki á fjárbúinu, og var
talið, að sú sýki hefði einnig borizt með ensk-
um hrútum, er inn voru fluttir árið 1759. Geis-
aði nú lungnapestin og fjárkláðinn samtímis,
og fækkaði sauðfé landsmanna á árunum 1761
—1770 um nálega 60% eða úr 357 þúsund fjár
árið 1761 í 140 þúsund fjár árið 1770.
Hefur því verið ærin ástæða til að svipast um
eftir hverju því, sem verða mætti til bjargar
í þeim voða, sem að bústofni landsmanna
steðjaði, og ekki ólíklegt, að menn hafi talið
reynandi að láta nú verða af því að flytja
hreindýr til landsins, ef af þeim mætti hafa
nytjar þrátt fyrir harða veðráttu og mikinn
felli af völdum sjúkdóma í sauðfjárstofni
landsmanna.
Ólafur amtmaður Stefánsson er talinn hafa
átt hlut að því, að fyrstu hreindýrin voru flutt
inn, og Thodal stiptamtmaður, sem stjórnaði
útrýmingu fjárkláðans, hefur eflaust tekið feg-
ins hendi tillögum um flutning hreindýra hing-
að í tilraunaskyni.
Um innflutning hinna fyrstu hreindýra, ár-
ið 1771, ber sögnum ekki allskostar saman. Þor-
valdur Thoroddsen segir í Lýsingu íslands, að
Thodal hafi látið flytja 13 hreindýr frá Finn-
mörku. Hafi þau sýkzt á leiðinni og 10 drep-
izt, en þrjú komizt heil á land í Rangárvalla-