Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1960, Page 16

Freyr - 15.04.1960, Page 16
120 FRE YR Helgi Valtýsson, rithöfundur, getur þess í bók sinni „Á hreindýraslóðum", að sjö árum eftir flutning Hvaleyrarhreindýranna til landsins hafi sézt á að gizka 500—600 dýr í hóp við Blá- fjöll. Sarna heimild segir síðast hafa orðið vart hreindýrs úr Reykjaneshjörðinni skömmu fyr- ir 1930, er gömul hreinkýr, aflóga, fylgdist með fjárhópi á Bolavöllum skammt fyrir neðan Kolviðarhól. Hafi piltur þvælt hana á hesti og handsamað hana, tannlausa og kollótta. Talið er, að flest hreindýr á Reykjanesfjallgarði hafi fallið harða veturinn 1880—1881. Þó hafi hin fáu, sem af lifðu, nokkuð aukið kyn sitt, því að 15—20 dýr sáust við Bláfjöll 1899. Ólafur Þorvaldsson, þingvörður, segir mér, að í októ- ber 1910 hafi hann séð 4 hreintarfa í Löngu- hlíðarfjöllum, sem hlupu austur fyrir Brenni- steinsfjöll, er þeir urðu fyrir styggð af ferð hans. Afkomendur hreindýranna, sem sett voru á land við Hvaleyri sumarið 1777, virðast hafa orðið aldauða skömmu fyrir 1930. Þriðji hreindýrahópurinn, sem inn var flutt- ur, var settur á land við austanverðan Eyja- fjörð árið 1783, og höfðust hreindýr lengi síð- an við á Vaðlaheiði og dreifðust víða um Þing- eyjarsýslur. En 20—30 hreindýr voru talin haf- ast við á öræfum suður og vestur af Dettifossi um 1930. Sá hópur hvarf haustið 1936. Helgi Valtýsson hefur það eftir forstjóra hreindýra- ræktarinnar i Noregi, Kristian Nissen, að sira Ólafur Jósepsson Hjort, er fæddur var að Bægisá eða Stærra-Árskógi 12. júlí 1740, hafi gefið 35 hreindýr til íslands, er hann var prest- ur í Kautokeino á Finnmörku, en það eru dýr- in, sem sett voru á land við Eyjafjörð. Ólafur hafði farið ungur utan til Kaupmannahafnar og þaðan til Noregs. Kom hann aldrei út síðan og andaðist á Hálogalandi 1789. Hann var sæmdur heiðurspeningi úr gulli 26. júlí 1786 fyrir hreindýragjöfina. Hreindýrin, sem flutt voru hingað 1771 og 1777, voru tekin úr hreinahjörð á eyjunni Sörö skammt frá Hammerfest. Hinn 18. apríl 1787 er enn gefin út konung- leg tilskipun um flutning hreindýra til fslands. Er þar svo fyrir mælt, að þau 30—35 hreindýr, sem búið sé að festa kaup á í Norður-Noregi (Finnmörku), skuli flutt til íslands og sett á land þar sem hagkvæmt þyki. Var í því sam- bandi gert ráð fyrir að Lappa-fjölskylda frá Finnmörku yrði flutt til landsins til þess að kenna íslendingum hreindýraeldi á þann hátt, er þá tíðkaðist, og skyldi gæzlumönnum dýr- anna fenginn bústaður á einhverri jörð í Gull- bringusýslu, nálægt fjöllum. En Þorkell Jóns- son Fjeldsted, er var stiptamtmaður í Þránd- heimi 1786—1796 og hafði áður verið amtmað- ur á Finnmörku (1772), lagðist gegn þeirri fyrirætlan að flytja hingað Lappa til að kenna meðferð taminna hreindýra og taldi ekki lík- legt að íslendingar hefðu önnur not af hrein- dýrum en sem veiðidýrum. Var þá horfið frá því að senda Lappa-fjölskyldu hingað til að annast dýrin, þar sem skilyrði myndi skorta til hjarðmennskulífs á íslandi. Þau hreindýr, sem hér ræðir um, voru síð- ustu hreindýrin, sem flutt voru til landsins. Þau voru sett á land í Vopnafirði árið 1787. „Þetta sumar innkom á Voknafirði (sic) 35 hreindýr, sem voru send til Hofsós, en náðu þar ei höfn sökum ísa“, segir Jón sýslumaður Suður-Múlasýslu í viðauka við íslands árbók Sveins lögmanns Sölvasonar, föður síns. Hefur Helgi Valtýsson bent mér á þetta, en sumir hafa álitið, að Austfjarðahreindýrin hafi verið sett á land á Djúpavogi, sem löngum var mik- ill athafna- og verzlunarstaður, þótt Skúla Magnússyni litist ekki meira en svo á sig aust- ur þar. Skúli segir í bréfi: „Kom 9. sept. á Djúpavog, útskúfaður og slitinn frá góðum ná- ungum og fornöjelegum vinum á þennan af- kjálka. Hef ég hér að dragast með næsta svo villt fólk, sólgið í þrætur og jagsteyt". — En það er önnur saga. Frá þessum hreindýrum og e.t.v. þeim, sem sett voru á land við Eyjafjörð 1783, eru kom- in hreindýr þau, sem hafast við á öræfum Múlasýslna. Eru hreindýr nú hvergi til á ís- landi nema þar, og hefur svo lengi verið, ef frá eru taldir örfáir hreinkálfar, sem hand- samaðir voru eystra fyrir nokkrum árum og aldir upp í öðrum landshlutum, en eru nú al- dauða. Meðan hreindýrin voru mörg eystra fyrr á tíð, dreifðust þau suður um dalina og frosta- veturinn 1917—18 sást hreindýr snemma morg- uns brokka út mýrina fyrir neðan Búlandsnes áleiðis út á Djúpavog. Óvíst er, hvað um það varð. Héldu dýrin sig oft í dölunum inn af

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.