Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1960, Page 18

Freyr - 15.04.1960, Page 18
122 FREIí k eldis. Talar Sveinn Pálsson í Ferðabók sinni 1794, er hann íór um Austurland, um kvartan- ir er hvaðanæva heyrist um, að hreindýrin rót- nagi hin dýrmætu fjallagrös. Segist Sveinn hafa skrifað amtsyfirvöldum langa raunarollu um þetta og margt fleira, og hafi þau lofað að taka málin til alvarlegrar íhugunar. Á öðrum stað segir hann í Ferðabókinni þetta sama ár, að í Fnjóskadal hafi almennt verið kvartað yfir að hin mörgu hreindýr ætu öll fjallagrös- in, svo að menn yrðu upp á síðkastið að fara alla leið til Mývatns til grasa. Það er athyglisvert, að þessar kvartanir eru fram þornar einungis ellefu árum eftir að hreindýrin voru sett á land við Eyjafjörð og sjö árum eftir að hreindýr voru flutt til Aust- fjarða. Hefur því fjölgun þeirra verið mjög ör eða minnsta tilefni notað til kvartana, — nema hvorttveggja hafi verið. Og þannig virðist mér það lengstum hafa gengið í sögu hreindýranna hér á landi, að þegar þeim hefur fjölgað nokk- uð að ráði, hefur rignt yfir kvörtunum vegna eyðileggingar af þeirra völdum, en þegar þau hafa verið við það að deyja út með öllu, þá vaknar friðunaráhugi. Árið 1794 var leyfi til hreinaveiða framlengt um þrjú ár og gilti nú einnig um dýrin í Múlasýslum. Árið 1798 var gefin út tilskipun varðandi hreindýraveiðar. Segir þar, að unz öðruvísi verði ákveðið, megi veiða hreintarfa hvar sem er á landinu, að fengnu leyfi hjá valdsmanni þeim, er hlut eigi að máli. Hreinkýr eru hins- vegar alfriðaðar og kálfar einnig. Með tilskipun árið 1817 var hverjum og ein- um heimilað næstu fjögur ár að veiða hrein- dýr hvar sem er á íslandi, ef eigi kemur í bága við eignar- og umráðarétt annarra til veiði- svæðisins. Kálfar á fyrsta ári eru þó friðaðir að viðlagðri 10 ríkisdala sekt fyrir hvert brot. Rökstuðningur fyrir þessari tilskipan er sá, að menn siái oft stóra hreindýrahópa, allt að 500—600 dýr, sem gangi niður undir byggð og eyðileggi gróður, en falli svo í hörðum vetrum án þess að nokkur maður hafi af þeim gagn. Virðast sumir valdsmenn, svo sem Guðmund- ur Pétursson, sýslumaður í Krossavík, sem dvaldist í Kaupmannahöfn 1808—1810, hafa á þeim tíma kvartað við stjórnina um ágang af völdum hreindýra, er komi í stórum hópum, 5—600 saman, í dalina í Múlasýslum og eyði- leggi beitilönd, jafnvel kringum bæi. Vill hann gefa hreindýraveiði frjálsa og jafnvel útbýta kúlubyssum til bænda ókeypis til þess að hvetja þá til veiðanna. J. C. T. von Casten- skiold, stiftamtmaður, taldi hreindýrin bein- línis skaðleg og vildi láta heita verðlaunum fyr- ir að veiða þau. Sá góði maður hefur nú reynd- ar fengið þau eftirmæli, að vera „einhver sá lélegasti stiftamtmaður, sem verið hefur á ís- landi, veill af ímyndunarveiki, þekkingarlaus og óduglegur til embættisstarfa, fégjarn og hlutdrægur og heiftrækinn, þegar því var að skipta“ og fór héðan „leiður á öllu íslenzku og allt íslenzkt á honum“, — þótt hann reyndist síðar nýtur maður í heimalandi sínu. Með tilskipun árið 1849 var leyft að elta og veiða hreina hvar sem er. Voru hreindýr þar flokkuð með óargadýrum! Stóð sú tilskipun óbreytt í 33 ár og leiddi til þess, að hreindýra- veiðar voru stundaðar þegar færi gafst og dýr- in felld þegar að kreppti og þau nálguðust heimalönd. Á Alþingi 1881 kom fram tillaga um friðun hreindýra og næsta ár, 1882, voru samþykkt lög um friðun fugla og hreindýra, er fólu í sér friðun hreindýra frá 1. janúar til 1. ágúst ár hvert. Giltu þau ákvæði næstu 19 ár, eða til 1901, og varðaði 5—80 króna sekt, ef gegn þeim var brotið. Samt fækkaði hrein- dýrum nú stöðugt. Hafa harðindi eflaust vald- ið miklu um, og svo hitt, að skotvopn urðu nú smátt og smátt fullkomnari og almennari. Með lögum frá 8. nóvember 1901 voru hreindýr al- friðuð um 10 ára skeið frá ársbyrjun 1902 og 50 króna sekt ákveðin fyrir hvert dýr, sem veitt kynni að verða. Var sú friðun framlengd óbreytt 1911 og aftur 1917, þá til 1. janúar 1926. Árið 1927 er friðunin framlengd til ársloka 1934 og því bætt í lögin, að heimilt skuli að handsama dýr til eldis. Árið 1937 var friðunin framlengd til 1945. Á Alþingi 1939 bar Eysteinn Jónsson, ráð- herra, 1. þingmaður Suður-Múlasýslu, fram í neðri deild frumvarp til laga um friðun hrein- dýra og eftirlit með þeim. Segir í greinargerð frumvarpsins, að síðastliðið sumar hafi að til- hlutan ríkisstjórnarinnar verið farinn leiðang- ur undir stjórn Helga Valtýssonar til þess að rannsaka, hve mikið af hreindýrum myndi hafast við á öræfum norð-austan lands. Hafi hugmyndir manna um fjölda hreindýra og við-

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.