Freyr - 15.04.1960, Side 22
126
FRE YR
eftirlit með, að lögum þessum sé hlýtt, og til
þess að hafa aö öðru leyti eftirlit með hrein-
dýrum. Kostnaður, sem af þessu kann að leiða,
greiðist úr ríkissjóði.
3. gr.
Brot gegn lögum þessum og reglum, settum
samkvæmt þeim, skal varða allt að 10000.00
króna sekt.
4. gr.
Fara skal með mál, sem rísa út af brotum
á lögum þessum, sem almenn lögreglumál.
Sektir skulu hálfar falla til uppljóstrarmanns,
en hálfar til sveitarsjóðs heimilissveitar hans.
5. gr.
Lög þessi öðlast þegar gildi, og falla sam-
timis úr gildi öll ákvæði, er kunna að brjóta
í bága við þau.
★
Hinn 28. júní 1954 sendi ráðuneytið síðan
sýslumönnum Norður- og Suður-Múlasýslna
drög að reglum um hreindýraveiðar á því ári
og óskaði eftir umsögn þeirra og hreindýra-
eftirlitsmanns. Segir í bréfi ráðuneytisins, að
fyrir því vaki „að tryggja sem bezt verndun
og eðlilegan vöxt hjarðarinnar, ásamt því, að
dýrin geti orðið til sem mestra hagsbóta, —
fyrst og fremst fyrir bændur, sem búa næst
hreindýraslóðunum og helzt verða fyrir ágangi
af þeim á beitilönd sín, en síðan fyrir sveitar-
sjóði hlutaðeigandi héraða.“
Á frumdrögum reglnanna voru gerðar nokkr-
ar breytingar að ráði sýslumanna og eftirlits-
manns, m. a. sú að hafa möguleika til að leyfa
veiði í desembermánuði, ef henta þætti. Voru
reglurnar síðan gefnar út 10. ágúst 1954. Var
þar heimiluð veiði 600 hreindýra, er skiptast
skyidu milli 12 hreppa. Voru gerðar ráðstafanir
til að fá frá Bandaríkjunum handa hreindýra-
eftirlitsmanni þrjá kúluriffla með sjónaukum
til afnota við veiðarnar. Á aðalveiðitímanum,
10. ágúst til 30. september, veiddust ekki nema
276 hreindýr. Fór eftirlitsmaður fram á, að
heimilaðar yrðu veiðar í desembermánuði. Var
það leyft, og veiddust þá til viðbótar 177 dýr,
eða alls 443.
Segir eftirlitsmaður, að óhagstætt tíðarfar
hafi valdið því, að veiðarnar gengu ekki betur.
— Guðmundur Gíslason, læknir, fór að beiðni
ráöuneytisins austur á land og athugaði ixm-
yfli hreindýra, sem veidd voru haustið 1954, til
þess að kanna, hvort þau myndu haldin nokkr-
um sjúkdómum, t. d. garnaveiki. Guðmundur
hefur í yfirlitsskýrslu, er hann hefur sent mér
um rannsóknir þessar,, skýrt svo frá, að
hann hafi, ásamt tveimur aðstoðarmönnum
rannsakað allítarlega 15 hreindýr, en auk þess
lauslega 13 dýr, eða alls 20 hreintarfa, 7 kýr
og einn kálf. Voru dýrin á ýmsum aldri, en svo
taldist til, að öll hefðu þau verið yngri en 12
ára. Voru þau í góðum holdum og meðal fall-
þungi 48.35 kg, — mesta þyngd 93 kg, en
minnsta þyngd 23.50 kg.
Við líffæraathugun á veiðistað kom í ljós,
að nokkuð bar á innyflaormum i dýrunum.
Ormatalning fór að nokkru leyti fram á veiði-
stað, en síðar var nákvæmari rannsókn og
greining á ormategundum gerð í Tilrauna-
stöðinni að Keldum. Helztu niðurstöður líffæra-
rannsóknarinnar urðu þessar:
(1) Innyflaormar. Ormar í innyflum hrein-
dýranna reyndust sömu tegundar og algengar
eru í sauðfé hér á landi (Ostertagia, Tricho-
strongylus, Trichuris og Ösophagostomum).
Talning sýndi, að ormamergð hefur naumast
verið svo mikil, að háð hafi dýrunum, enda
voru þau í góðum holdum og litu vel út. En úr
því að innyflaormar finnast, mætti vafalaust
búast við, að ormasýking gæti magnast, ef
mótstöðuafl dýranna gegn þessum sníkjudýr-
um lamaðist, t. d. af næringarskorti, aðkreppu
i haglendi eða því um líku.
(2) Lifrarsýking. Lifur úr einum fullorðnum
tarfi var útsteypt gömlum ígerðarhnútum, sem
minntu allmjög á svipaðar líffæraskemmdir í
tveimur hreindýrum frá Arnarfelli í Þingvalla-
sveit. ígerðirnar í þessu veiðidýri virtust út-
kulnaðar og óvirkar og munu ekki hafa háð
skepnunni, þar sem þetta var þyngsti tarfur-
inn, sem felldur var í þessari veiðiför. Að þessu
frátöldu, segir Guðmundur Gíslason, læknir,
fannst ekki neitt athugavert í líffærum þeirra
dýra, sem rannsökuð voru. En gæta verður þess,
segir læknirinn ennfremur, að rannsókn var
ekki svo víðtæk eða tæmandi, að unnt sé að
útiloka ýmsa kvilla, sem til mála gætu komið.
Má t. d. benda á sulli, lungnaorma, „Skrjabi-
nema tarandi", „ectoparasitur" og jafnvel