Freyr - 15.04.1960, Qupperneq 26
130
FRE YR
150—200 dýr hæfilegan fjölda þarna. Þá álítur
Hagen Háafell milli Bárðardals og Fnjóskadals
gott haglendi fyrir ca. 300—400 hreindýr. sem
séu undir eftirliti allt árið. Fjalllendið upp af
Öxnadal milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar
virtist Hagen betur henta taminni hreindýra-
hjörð en önnur landsvæði, er hann sá í för
sinni. Áætlar hann, að þarna mætti halda til
beitar 1500—1800 hreindýrum með góðri gæzlu.
Á Vatnsskarði og þar um kring taldi hann
hægt að hafa 200—250 hreindýr. Landsvæðið
upp af Norðurárdal, frá Sveinatungu í átt til
Hvammsfjarðar, ætlar hann allt að 300 hrein-
um. Svæðið frá Kalmanstungu í áttina að
Langjökli og norður með jöklinum telur Hagen
mjög gott hreindýraland, bæði til sumar- og
vetrarbeitar, og e.t.v. muni dýrin ekki þurfa
jafn stöðugrar gæzlu þarna og á þeim stöðum
öðrum, sem nefndir hafa verið. Yrði þó að
smala dýrunum a.m.k. tvisvar á ári, — í júlí
til þess að marka eða á annan hátt auðkenna
kálfana og að haustinu til að velja úr slátur-
dýr. Á þessu landsvæði álítur hann unnt að
hafa allt að 500 hreindýr. Á Reykjanesfjall-
garði og í umhverfi Þingvalla álítur Hagen
sæmilegt hreindýrahaglendi, t. d. fyrir 300 dýr.
Samtals telur þá Hagen hægt að hafa ca. 3750
tamin hreindýr á svæðum, sem nefnd hafa
verið, og auk þess villt hreindýr á Vestur-Ör-
æfum, ca. 2000. Hagen áætlar, aö beitiland,
sem nægi 100 sauðfjár, fóðri 80 hreindýr. Seg-
ir hann, að sauðfé og hreindýr gangi að sum-
arlagi á svipuðu haglendi.
Ráðlegast telur Hagen að flytja inn tamin
hreindýr frá Noregi, ef hugsað verði til hrein-
dýraræktar, — en ef slíkt þyki af einhverjum
ástæðum óæskilegt, þá muni hægt að taka ung
dýr úr villtu hjörðinni eystra og flytja á nýjar
slóðir og temja, en það verði alldýrt og árang-
urinn nokkuð óviss. Sú er reynslan í Noregi og
Svíþjóð, að miklu betur gangi að gera tamin
hreindýr villt, en að tem’a hin villtu. Viðráð-
anlegra sé að handsama 1—2 mánaða gamla
kálfa, en þeir eigi erfitt með að bjarga sér
næsta vetur, því að miklu muni þeir verða
þroskaminni undir manna höndum fyrsta
sumarið en villtir. Eigi segir Hagen, að vitað
sé til þess í Noregi, að sjúkdómar, sem stöku
sinnum verði vart í hreindýrum, flytjist með
þeim til búfjár.
Að því er varðar eldi nýfæddra hreinkálfa,
þá kvað það hafa gengið illa, þar sem það hef-
ur verið reynt í Noregi og Svíþjóð. f byrjun
þrífast kálfarnir sæmilega, en flestir hafa svo
drepizt fyrsta veturinn. Ef þeir eru aldir á
kúamjólk, þá er munur hennar og hrein-
dýramjólkur mikill. Fitumagn hreindýramjólk-
ur er 16—19.5% á móti 3.6—4% í kúamjólk.
Matthías Einarsson lét rannsaka fitumagn ís-
lenzkrar hreindýramjólkur í eitt skipti og
reyndist það 20%. Þess má geta, að flestir
hreinkálfar þeir, sem handsamaðir voru aust-
ur á landi fyrir Matthías Einarsson, nýfæddir,
þrifust ágætlega.
1 septembermánuði 1950 ritaði menntamála-
ráðuneytið sýslunefndum Gullbringu- og
Kjósarsýslu, Mýra- og Borgarfjarðarsýslu og
Árnessýslu og spurðist fyrir um, hvort sýslu-
nefndirnar vildu á það fallast fyrir sitt leyti,
að komið yrði upp villtri hreindýrahjörð á
heiðalöndum sunnan lands, t. d. á hálendinu
umhverfis Þingvöll, á Hellisheiði, Selvogsheiði,
Reykjanesskaga, á Tvídægru, Arnarvatnsheiði
og á hálendinu umhverfis Langjökul, Eiríks-
jökul og Ok, svo að nokkrir staðir séu nefndir.
Segir í bréfi ráðuneytisins, að fyrir því vaki
að láta handsama hreinkálfa úr villtu hjörð-
inni á Austurlandi, ala þá eystra sumarlangt,
en sleppa þeim síðan undir haust einhvers-
staðar syðra, þar sem skilyrði yrðu talin sæmi-
leg. Er jafnframt bent á í bréfinu, að erlendis
séu hreindýr arðgæf, þar sem skinn þeirra og
kjöt sé góð verzlunarvara. Sé ekki að efa, að
þau gætu orðið góð veiðidýr hér, þótt ekki yrði
horfið að því að temja þau, sem þó kæmi
einnig til mála.
í sama mund og sýslunefndunum var skrif-
að, óskaði ráðuneytið álits Sauðfjársjúkdóma-
nefndar á því, hvort flutningur hreindýra
milli héraða gæti á nokkurn hátt brotið í bág
við varnir gegn útbreiðslu búfjársiúkdóma.
Síðar var það mál einnig rætt við Tilrauna-
stöðina að Keldum. Segir í bréfi Tilrauna-
stöðvarinnar, að talið sé, að hreindýr geti tek-
ið garnaveiki samkynja þeirri, sem finnst í
kúm og sauðfé. Virðist engan veginn óhugs-
andi, að hreindýr kunni að smitast, ef þau
koma til byggða á vetrum, þegar jarðbönn
verða á fjöllum. Þar sem garnaveiki sé út-
breidd í flestum sveitum austanlands, geti