Freyr - 15.04.1960, Síða 30
134
FREYR
erfiði. Sportveiðimenn hafa rétt til að búa ó-
keypis í fjallaskálum og nota brenni og ann-
að, sem þar er að fá, svo og að veiða silung til
matar í fjallavötnum. Leyfi til hreindýraveiða
eru mjög eftirsótt, nema á allra erfiðustu
svæðunum, og hvergi nærri unnt að fullnægja
eftirspurninni. Margir útlendingar koma ár-
lega til Noregs til að stunda þessar veiðar.
Að því er varðar íslenzku hreindýrin, þá hef-
ur nokkuð verið rætt um að temja þau. Yrði
þá hægt að reka dýrin til slátrunar á hentuga
staði og gera kjöt og skinn að ágætri vöru og
miklu betri en þegar dýrin eru felld uppi um
f.iöll og heiðar,fjarri byggð,og langan tíma tek-
ur að koma afurðunum á markað eða í frystihús
og aðstaða öll við nýtingu þeirra hin erfiðasta.
Hitt er svo annað mál, hverjir muni fást til
þess að reika um heiðar með hreindýr á sama
tíma og naumast er unnt að fá menn til nokk-
urra bústarfa í sveit. Það mætti að vísu hugsa
sér að fá Lappa til að temja dýrin og gæta
þeirra, en þá hygg ég, að hin litla hjörð eystra
gerði lítið meira en að standa undir kostnaðin-
um og naumast kæmi til mála að afhenda Löpp-
um einhvern hluta hjarðarinnar til eignar og
veita þeim búsetuleyfi hér. Ef sú skipan, sem
nú er á hreindýraveiðunum, telst ekki æskileg,
þá álít ég, að reyna ætti þá aðferð, sem
Norðmenn hafa horfið að, — selja veiðileyfi
allháu verði, og hafa gott eftirlit með veiðun-
um. Bændur, sem verða fyrir mestum ágangi
af dýrunum, ættu fyrst og fremst að njóta
arðs af veiðunum, eins og jafnan hefur verið
stefnt að. Virðist mér það geta farið saman,
að þeir bændur, sem sjálfir kysu að veiða
hreindýr, fengju veiðileyfi ódýrt, og hin leyf-
in yrðu seld veiðimönnum háu verði. En all-
ar yrðu veiðarnar að fara fram undir ströngu
eftirlit, bæði vegna hreindýrahjarðarinnar og
alls öryggis við veiðarnar. Hreindýraveiðar
ættu að geta orðið arðsamar fyrir bændur á
svipaðan hátt og laxveiðar. En ef skilyrði skap-
ast til að temja dýrin, stunda hreindýrabú-
skap og gera dýrin gagnsöm á þann hátt, er
sjálfsagt að reyna það. En í svipinn sé ég
ekki, að því verði við komið.
Að lokum má geta þess, að menntamála-
ráðuneytið hefur gert ráðstafanir til þess að
rannsakað verði, á hverju íslenzku hreindýrin
lifa og síðan hvert er beitarþol hreindýrasvæð-
isins eystra til þess að fá sem gleggsta
vitneskju um, hve mörg hreindýr megi að
skaðlausu hafa þar. Einnig hafa verið gerðar
ráðstafanir til þess að haldið verði áfram at-
hugun á heilbrigði dýranna til þess að ganga
úr skugga um, hvort þau séu haldin nokkrum
kvillum, sem hái þroska þeirra eða geti verið
hættulegir öðrum dýrum, ekki sízt ef hreindýr-
in skyldu flytjast eða verða flutt á aðrar slóð-
ir síðar.
Fjórar af hreindýramyndum þeim, sem grein
þessari fylgja, eru af dýrum Matthíasar læknis
Einarssonar í Arnarfelli í Þingvallasveit. Tók
Matthías myndirnar sjálfur, en Matthías son-
ur hans hefur góðfúslega leyft að birta þær.
Forsíðumyndina af hreindýrahópnum tók Þór-
arinn Sigurðsson, ljósmyndari, úr flugvél af
villtu hjörðinni eystra.
Birgir Thorlacius.
[Aðalheimildir: Lýsing íslands, Landfræðisaga íslands,
Ferðabók Þorvaldar Thoroddsen, Ferðabók Ebenezer
Henderson (Iceland or the Journal of a residence in that
island during the ^ears 1814 and 1815, Edinborg 1818),
Saga íslendinga, Árbækur Espólíns, Ferðabók Sveins
Fálssonar, Á hreindýraslóðum, Deo, regi patriæ, Is-
landske Maaneds Tidender, Skjöl í Þjóðskjalasafni, drög
Olafs Þorvaldssonar, þingvarðar, að riti um hreindýr,
Lovsamling for Island, Stjórnartiðindi, Alþingistíðindi,
Náttúrufræðingurinn, Sýslumannaævir, íslenzkar ævi-
skrár, Eimreiðin, Skialasöfn Stjórnarráðsins, Annálar
1400—1800 (Viðauki íslands Árbókar) og Rit Lærdóms-
listafélagsins.]
Natríum
er jurtanæringarefni, sem nauðsynlegt er f nokkrum
mæli, en hve mikið þarf af því, við ræktun hinna
ýmsu jurta, hafa menn ekki vitað með vissu.
Við búnaðarháskólann í Wageningen hafa þrír
hollenzkir vísindamenn nú gert tilraunir með natríum
að undanförnu. Við þær hefur það sýnt sig, að
natríum hefur sjálfstæð hlutverk í starfi jurtanna eins
og önnur næringarefni og getur stundum komið í
stað kalíum. Þetta var sannað við vixlnotkun kalí-
saltpéturs og natríum-saltpéturs til áburðar.
Höruppskera óx að gæðum þegar natríum var not-
að í hæfilegum mæli. Við tilraunir með bygg sýndi
það sig, að natríum gat komið í stað kaiis að vissu
marki. Lengi hefur verið vitað um nauðsyn natríums
við ræktun rófna, einkum betaættar.