Freyr

Volume

Freyr - 15.04.1960, Page 44

Freyr - 15.04.1960, Page 44
148 FREYR vík og hinar illræmdu Naddaskriður, sem voru einhver versti vegur á Austurlandi, og þar er Naddakross, sem reistur var vegfar- endum tii verndar snemma í pápísku — og er hann jafnan endurnýjaður. Ég fór fyrst Naddaskriður eftr gömlu troðningunum 1929, að vetrarlagi, og vissulega var það hættuleg leið ef eitthvað var að veðri. En nú er þarna kominn breiður og ágætur bíl- vegur, allhátt fyrir ofan gamla veginn. En farþegar, sem sitja þeim megin í bílnum, sem að sjónum snýr, gætu haldið að þeir sætu í flugvél hátt yfir hafinu. En skrið- urnar eru fljótfarnar í bíl sem fer með 40 —50 km. hraða. í kauptúninu Bakkagerði er staðnæmst. Þar gista margir. En aðrir halda lengra og gista á bæjunum. Átta eða tíu fóru til hinn- ar borgfirzku húsfreyju í Höfn, en ekki þótti henni það nóg. Hefði vafalaust helzt viljað hýsa allan hópinn. Ég fór, við fjórða mann, að Desjarmýri. Þar heitir Staðarfjall. Það mun vera úr líparíti að mestu, og undir sólaFag brann það í svo ótrúlega fögrum rauðum lit, að okkur fannst slík litadýrð Heimilisfólk og gestir á Hvanná. næstum því yfirnáttúrleg. Þarna í Borgar- firði lifði stórmeistari íslenzkrar málara- listar sin æskuár og mun víst verða undir áhrifum fjalla og byggðar alla ævi. Geita- fell, Staðarfjall, Svartafell, Skúmhöttur, Innra- og Ytra Dyrfjall, allt eru þetta fjöll, sem hvert ber sinn svip, ólík öðrum fjöllum. Svo er Álfaborgin í miðjum firðinum, ná- lægt sjónum. Hana hefur Kjarval víst mál- að mörg hundruð sinnum. Mánudagsmorgun 22. hélt hópurinn frá Borgarfirði eystra, eftir ágæta hvíld og prýðilegar viðtökur, sömu leið til baka, til miðdegisverðar í félagsh'eimilinu að Hjaltastað. En ferðafólkið, sem gisti á Héraði um nóttina, fór nú niður í Borgar- fjörð og borðaði þar. Þannig fengu allir í þessum fjölmenna hópi að koma til Borg- arfjarðar eystra. Nú þurfti ekki að aka mjög mikla vega- lengd þennan dag. Farið var að Eiðum og gengið um staðinn. Þar var ég kallaður í sima og var mér tilkynnt, að bændur í Norðfirði væru mjög óánægðir með að fá ekki að sjá hina borgfirzku stéttarbræður sína og vildu bjóða þeim til kaffidrykkju. Því miður var enganveginn hægt að taka þessu boði, því bæði er það langur vegur og yfir Oddsskarð að fara, hæzta fjallveg landsins. Bað ég þvi Þorstein á Reyðarfirði að tilkynna Norðfirðingum þetta og þakka þeim hugulsemina. Búnaðarsamband Aust- urlands hafði boðið Borgfirðingum til matarveizlu í skála Sjálfstæðisflokksins í Egilsstaðaskógi kl. 8 um kvöldið — og lengsta dagleið ferðarinanr var næsta dag og því mátti næturhvíld ferðafólksins ekki verða of stutt. En við, sem höfðum gist á Borgarfirði, brugðum okkur niður á Reyðarfjörð og fengum eftirmiðdagskaffi

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.