Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1965, Page 11

Freyr - 01.08.1965, Page 11
FRE YR 247 landshluta gegn afleiðingum þessara á- falla, t. d. með framleiðslu heyköggla. Ráðherrann ræddi vaxandi framleiðslu landbúnaðarvara og taldi bændur yfirleitt hafa unað sæmilega verðlagningunni s.l. haust, enda væri verðlagið nú hagstæðara en oft áður. Nauðsynlegt væri að stækka litlu búin og að því væri stefnt með lög- gjöf frá síðasta Alþingi. Landbúnaðurinn hefði mikla möguleika og líkur bendi til, að framleiðsla sauðfjárafurða geti orðið svo hagstæð, að útflutningsuppbóta verði ekki þörf. í virkjunarmálum stefndi í rétta átt. Aukinn ferðamannastraumur ætti að verða lyftistöng fyrir landbúnaðinn og við ættum að kenna útlendingum að eta ís- lenzkan mat og alls ekki að flytja inn er- lent kjöt handa þeim. Búreikninga þyrfti að efla og nú væri til þess varið auknu fé. Afurðalánin hefðu verið aukin á s.l. ári, og æskilegt væri, að hægt yrði að greiða bændum 90% verðs við afhendingu var- anna. Aukakostnaður, sem skapazt hefði við flutning áburðar vegna hafíss s.l. vetur, yrði greiddur af Áburðarverksmiðjunni eða ríkissjóði. Ráðherrann vék að málshöfðuninni út af stofnlánasjóðsgjaldinu og kvað úrslit þessa máls sigur fyrir bændastéttina. Að lokum kvaðst ráðherrann ávallt reiðu- búinn að ræða við stjórn Stéttarsambands- ins um vandamál landbúnaðarins. Fundarmenn þökkuðu ræðu ráðherrans með lófataki. Þá var klukkan orðin 12.30 og matarhlé gert til kl. 2. 4. Bjargráðanefnd. Gunnar Guðbjartsson vakti máls á nauð- syn þess, að fundurinn hefði forgöngu um aðgerðir til stuðnings bændum austan- lands vegna kalskemmda í túnum. Lagði hann til, að fundurinn skipaði nefnd til að fjalla um málið og hefði nefndin samráð við landbúnaðarráðherra, formann Búnað- arfélags íslands, landnámsstjóra, ritstjóra Freys, ráðunauta Bsb. Austurlands og stjórnarformann þess. í nefndina voru kjörnir: Sveinn Jónsson, Egilsstöðum, Sigurður Líndal, Lækjamóti, Grímur Jónsson, Ærlækjarseli, Aðalsteinn Jónsson, Vaðbrekku, Siggeir Björnsson, Holti. 5. Umræður. Þá fóru fram umræður um skýrslu for- manns. Komu fram ýmsar fyrirspurnir og ábendingar til stjórnarinnar. Þessir tóku til máls: Hermóður Guðmundsson, Sigurð- ur Líndal, Ingvar Guðjónsson, Guðjón Hallgrímsson, Helgi Símonarson, Ólafur Bjarnason, Ingi Tryggvason, Jóhannes Davíðsson, Einar Halldórsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Sigurður Jónsson, Aðalsteinn Jónsson, Sveinn Jónsson, Sveinn Tryggva- son og Sigurgrímur Jónsson. Voru umræð- ur fjörugar og sýndu vakandi áhuga fund- armanna á kjaramálum bændastéttarinn- ar. Stóðu umræður þessar fram til kl. 7.30 að frádregnu kaffihléi, en þá svöruðu Sæ- mundur Friðriksson og Gunnar Guðbjarts- son framkomnum fyrirspurnum. 6. Nefndarkosningar: Fundarstjóri lagði fram tillögur um skip- un manna í nefndir og voru þær samþykkt- ar. Samkvæmt því urðu nefndir þannig skipaðar: Verðlagsnefnd: Vilhjálmur Hjálmarsson, Jóhannes Da- víðsson, Steinþór Þórðarson, Karl Magnús- son, Jón Jónsson, Lárus Sigurðsson, Erlend- ur Árnason, Hermóður Guðmundsson, Árni Guðmundsson, Einar Ólafsson. Framleiðslunef nd: Ketill Guðjónsson, Garðar Halldórsson, Sigurgrímur Jónsson, Sigurjón Einarsson, Jón Helgason, Ólafur Bjarnason, Björgvin Sigurbjörnsson. Allsher jar nef nd: Benedikt Grímsson, Helgi Símonarson, Ingvar Guðjónsson, Guðmundur Magnús- son, Karl Sveinsson, Guðjón Hallgrímsson,

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.