Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1965, Side 17

Freyr - 01.08.1965, Side 17
FRBYn 253 III. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 Atelur harðlega þá stefnu, sem stjórn Stofnlána- deildar landbúnaðarins hefur tekið upp í lána- máium og verkar sem hemill á alla uppbyggingu og tækniþróun atvinnuvegarins. Nú er bændum neitað um lán á sama ári nema til þess, sem stofnlánadeildin kallar eina fram- kvæmd, þ. e. t. d. annað hvort til fjóss eða hlöðu, þótt samstæðar byggingar séu, og áskilur sér rétt til að lána síðan aðeins 2/t a fþví, sem áður hefur verið venja. Aðalfundurinn telur þessar takmark- anir á lánveitingum algerlega óþolandi og skorar á stjórn Stéttarsambandsins að beita sér fyrir því við stjórn Stofnlánadeildarinnar og landbún- aðarráðherra, að þessum nýju hömlum verði af- létt. Þá telur fundurinn, að þær tafir, sem orðið hafa á því, að lánsbeiðnum bænda hafi verið svarað, séu algerlega óviðunandi" Samþykkt samhljóða. IV. „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 skorar á stjórn sambandsins að beita sér kröft- uglega fyrir því, að stofnlánadeildargjaldið, sem bændum er gert að greiða, verði tekið upp í kostnaðarlið verðlagsgrundvallarins, þar sem fund- urinn telur óverjandi að taka þetta gjald af naumum þurftartekjum bænda.' ‘ Guðjón Hallgrímsson kvaddi sér hljóðs um tillöguna og síðan var hún samþykkt samhljóða. 15. Þá var enn tekin fyrir tillaga Allsherjar- nefndar um stóriðjumál. Til máls tóku Guðjón Hallgrímsson, Her- móður Guðmundsson og Benedikt Gríms- son. Þá var málinu enn frestað og Allsherj- arnefnd kvödd saman til að fjalla um til- löguna á nýjan leik. 16. Fundarstjóri bar undir atkvæði fund- armanna, hvort heimila skyldi Sveini Jóns- syni að flytja tillögu um verðlagsmál og markaðsleit, sem ekki hafði verið tekið til afgreiðslu í nefnd. Var það samþykkt með öllum þorra atkvæða gegn 2. Sveinn mælti fyrir tillögunum og las þær upp, en þær hljóðuðu svo: I. „Að gefnu tilefni vill aðalfundur Stéttarsam- bands bænda 1965 taka upp þá sjálfsögðu reglu, að samkomulag sexmannanefndar um verðlag bú- vara sé hverju sinni borið undir aukafulltrúafund Stéttarsambands bænda til samþykktar eða synj- unar." II. „Fundurinn felur stjórn Stéttarsambands bænda að ráða nú þegar vel menntaðan mann í verzlunar- og viðskiptamálum f fast starf til markaðsleitar erlendis fyrir íslenzkar landbúnað- arvörur, sem selja verður út úr landinu." Til máls tóku um tillögurnar þeir Er- lendur Árnason, Gunnar Guðbjartsson, Sveinn Tryggvason, Hermóður Guðmunds- son og Erlendur Árnason aftur, sem bar fram eftirfarandi tillögu: „Þar sem verðlagsnefnd fundarins hefur haft hliðstæða tillögu fyrri tillögu Sveins Jónssonar til meðferðar og varð ásátt um að leggja hana ekki fyrir fundinn, leggjum við til, að fundurinn vísi þessu frá og taki fyrir næsta mál á dagskrá. Erlendur Árnason. Jóhannes Davíðsson." Tillaga þessi var samþykkt með 33 atkv. gegn 4. Þá var borin undir atkvæði seinni tillaga Sveins Jónssonar og hún felld með 33 atkv. gegn 3. 17. Uppstillingarnefnd: Fundarstjóri bar fram tillögu um, að eftirtaldir menn tækju sæti í uppstillingar- nefnd til undirbúnings stjórnarkjöri: Sigur- grímur Jónsson, Einar Halldórsson, Kjartan Eggertsson, Jóhannes Davíðsson, Sigurður Jónsson, Jón Jónsson, Siggeir Björnsson og Aðalsteinn Jónsson. Var tillaga þessi sam- þykkt samhljóða. 18. Benedikt Grímsson flutti nýja tillögu Allsherjarnefndar um stóriðjumál, svo- hijóðandi: „Aðalfundur Stéttarsambands bænda 1965 skor- ar á Alþingi og ríkisstjóm að gæta fyllstu varúðar við meðferð stóriðjumálsins og kanna til hlítar,

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.