Freyr

Årgang

Freyr - 01.08.1965, Side 18

Freyr - 01.08.1965, Side 18
254 FRE YR Hin nýkjörna aðalstjórn: Einar ÓHafsson, Páll Diðriksson, Gunnar Guðbjartsson formaður, Vilhjálmur Hjálmarsson, Bjami Halldórsson. ÖII var stjórnin endurkjörin. hver áhrif stóriðja með erlendu fjármagni mundi hafa á þróun þeirra atvinnugreina, sem fyrir eru í landinu, áður en ákvörðun er tekin um fram- kvæmd málsins. Fundurinn felur stjórn Stéttarsambandsins að fylgjast eftir föngum með framvindu málsins og vera vel á verði um hagsmuni landbúnaðarins í því sambandi." Enginn kvaddi sér hljóðs um tillöguna, en atkvæðagreiðslu var frestað og fundar- hlé gert, meðan uppstillingarnefnd starfaði. í fundarhléinu settust menn að kaffi- borði og var þar minnzt 20 ára afmælis Stéttarsambands bænda. Minntust menn starfa sambandsins, forystumanna þess og starfsmanna og fluttu sambandinu þakkir og árnaðaróskir. Þessir tóku til máls: Gunnar Guðbjartsson, form. Stéttarsam- bandsins. Þorsteinn Sigurðsson, form. Bún- aðarfélags íslands; Eysteinn Jónsson, al- þingismaður, Guðjón Hallgrímsson á Marð- arnúpi, Sæmundur Friðriksson, framkv,- stjóri Stéttarsambandsins. Vilhjálmur Hjálmarsson á Brekku, Ólafur Bjarnason í Brautarholti, Einar Halldórsson á Set- bergi og Þorsteinn Sigfússon á Sandbrekku, formaður Búnaðarsambands Austurlands. Laust fyrir kl. 1.30 sleit Gunnar Guðbjarts- son hófinu og var þá gengið til fundarsalar og fundi fram haldið. Fór þá fram atkvæðagreiðsla um tillögu Allsherjarnefndar í stóriðjumálinu, sem áð- ur var frestað, og var tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. 19. Kosningar. Sigurgrímur Jónsson skýrði frá því, að ekki hefði náðst samstaða í uppstillingar- nefnd um stjórnarkjör og yrði því kosning- Þessir hlutu kosningu: in óbundin. Gunnar Guðbjartsson með 46 atkv., Vil- hjálmur Hjálmarsson 42 atkv., Einar Ól- afsson 35 atkv., Bjarni Halldórsson 38 atkv., Páll Diðriksson 45 atkv. Varamenn: Jón Helgason með 34 atkv., Ingimundur Ásgeirsson 33 atkv., Ingi Tryggvason 28 atkv., Þorsteinn Sigfússon 27 atkv., og Her- móður Guðmundsson með 26 atkv. í bund- inni kosningu milli hans og Ólafs Andrés- sonar. Endurskoðendur voru kjörnir Hannes Jónsson og Einar Halldórsson og til vara Sigurgrímur Jónsson og Ólafur Andrésson. í framleiðsluráð landbúnaðarins voru kjörnir Gunnar Guðbjartsson, Páll Diðriks- son, Vilhjálmur Hjálmarsson, Bjarni Hall- dórsson og Einar Ólafsson. Þá kvaddi formaður Stéttarsambandsins, Gunnar Guðbjartsson, sér hljóðs og þakk- aði samstarfsmönnum sínum gott samstarf og óskaði fundarmönnum góðrar heimferð- ar og heimkomu. Fleira ekki tekið til bókunar. Fundar- gerð lesin upp og samþykkt. Fundi slitið. Bjarni Halldórsson, Ingi Tryggvason, fundarstjóri. fundarritari.

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.