Freyr

Volume

Freyr - 01.08.1965, Page 19

Freyr - 01.08.1965, Page 19
FRE YR 255 Mjólkurtæknifélag Islands í marz mánuði s.l. var stofnað hér á landi áhuga- mannafélag til stuðnings framförum í mjólkur- iðnaði. Pélagið hlaut nafnið Mjólkurtæknifélag ís- lands. Aðalmarkmið félagsins er að vera umræðuvett- vangur mjólkurfræðinga um málefni mjólkurfram- leiðslunnar og styðja nýjungar, sem reynsla og þekking benda til að til hagsbóta horfi. f þessu skyni hyggst félagið m. a. efna til fundahalda, kynnisferða, námskeiða og annarrar slíkrar fræðslu. Liður í starfi félagsins verður að hafa sambönd við hliðstæð erlend félög. Félagsmenn geta orðið mjólkursamlagsstjórar, verkstjórar í mjólkursamlögum og aðrir þeir, sem hafa þekkingu og áhuga á málefnum mjólkuriðn- aðarins og félagsmenn telja, að geti orðið starfsemi félagsins til styrktar. Stjórn félagsins skipa 5 menn, þeir Sveinn Tryggvason, framkvæmdastjóri, Grétar Símonar- son, mjólkurbústjóri, Oddur T^agnússon, mjólkur- stöðvarstjóri, Eiríkur Þorkelsson, verkstjóri og Haf- steinn Kristinsson, mjólkurfræðiráðunautur, og er hann jafnframt formaður félagsins. Hinn 13. marz gekkst félagið fyrir fyrsta fræðslu- fundinum, sem haldinn var í Bændahöllinni. Þar flutti danskur verkfræðingur Niels Poulsen fyrir- lestur um mjólkurflutningamál sveitanna, og sagði frá reynslu annara þjóða í þeim efnum, en þar ryddi sér nú til rúms sú aðferð að sækja mjólkina á tankbílum. Samfara þeirri flutningaaðferð, keyptu bændur síðan heimilismjólkurtanka. Tankarnir væru gjarnan rafkældir og skilyrði eru þá fyrir hendi til þess að geyma mjólkina óskemmda á sveitabæjunum í 2—3 daga. Þessi aðferð hefur augljósa kosti, skilaði betri mjólk og sparaði mikla vinnu bæði á sveitaheimil- unum og í mjólkursamlögunum. Poulsen talaði einnig um tækninýjungar í dönsk- um mjólkurbúum, einkum þær er snerta bygging- ar, smjör og ostagerð. Smjörsýning á Selfossi Laugardaginn 29. maí gekkst félagið fyrir sýningu á smjöri í Mjólkurbúi Plóamanna, Selfossi. Undirbúningur sýningarinnar var á þann veg að 11 mjólkursamlög sendu sýnishorn af nýstrokk- uðu smjöri til Osta- og smjörsölunnar. En þar voru þau geymd í 15 daga við 15 st. hita. Að þeim tíma liðnum voru sýnishornin metin af hinum þremur ríkisskipuðu smjörmatsmönnum. Smjörið var met- ið undir dulmerkjum og hver matsmaður gaf sjálf- stæða einkunn. Meðaltal réði úrslitum. Að öllu leyti var farið eftir þeim matsreglum sem notaðar eru við smjörmatið, sem framkvæmt er í Osta- og smjörsölunni. Einkunnagjöf er frá 6—12. Einkunn undir 9 stig gefur til kynna að smjörið er annar flokkur og þar með verðfellt í sölu. Nemur sú verðfelling 10,40 kr. á hverju kg. Smjörinu er gefin einkunn fyrir útlit, smureigin- leika og lykt og bragð. Einkunnir féllu þannig: 1. Ms. K.E.A., Akureyri .......... 11,2 stig 2. M.B.P., Selfossi .............. 10,7 — 3. —4. M. K.B., Borgarnesi ........... 10,3 — 3,—4. Ms. K.A.S.K., Hornafirði ...... 10,3 — 5. Ms. K.H.B., Egilsstöðum ....... 10,0 — 6. Ms. K.Þ., Húsavík .............. 9,8 — 7. Ms. K.V.H., Hvammstanga ........ 9,7 — 8. Ms. Dalamanna, Búðardal ........ 9,5 — 9. Ms. K.S., Sauðárkróki .......... 9,3 — 10. —11. Ms. S.A.H., Blönduósi ........ 9,0 — 11. —11. Ms. K.V. Vopnfirðinga ........ 9,0 — Af þessu sést að öll sýnishornin flokkuðust í 1. flokk. Það skal tekið fram, að smjörið frá Blöndu- ósi var liður í tilraun með geymslu á strokkrjóma. Rjóminn var orðinn 4 daga gamall þegar strokk- un fór fram. Þótt smjörið hafi allt flokkast í 1. flokk, komu fram við dæminguna smá gallar meira eða minna kröftugir, eins og t. d. opið, matt, hrökkt, of fast, kramt, fóðurbragð, illa hnoðað, sólarbragð (oxider- að) og keimur. Að loknu matinu var smjörið haft til sýnis og þar fengu menn tækifæri til að kynnast öllum sýn- ishornunum. Slík kynning er mjög gagnleg þegar margir fram- leiðendur reyna að samræma framleiðslu sína. Búnaðarfélag fslands gaf snotran silfurskjöld sem bezti smjörgerðarmaðurinn hlaut til eignar. Skjöldinn hlaut Ingimar Davíðsson, smjörmeistari á Akureyri. f sambandi við smjörsýninguna var haldinn fræðslufundur fyrir smjörgerðarmenn er sóttu sýn- inguna og var þar einkum rætt um leiðir sem miðuðu að aukinni vöruvöndun. Á hausti komandi hyggst félagið gangast fyrir fundi þar sem umræður verða um nýjar stefnur í neyzlumjólkursölu. Hefur félagið tryggt sér góðan, danskan vísindamann frá Tilraunamjólkurbúi Dana, til þess að hafa um það efni framsögu. M. a. á þennan hátt ætla félagsmenn sér að stuðla að enn meiri nýjungum og framförum er verið hafa innan mjólkurframleiðslu íslendinga.

x

Freyr

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.