Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.08.1965, Qupperneq 23

Freyr - 01.08.1965, Qupperneq 23
FRE YR 259 eru miklar líkur til þess, að kvefið hafi átt sinn þátt í vanþrifum þessara lamba. í miklum hluta þeirra lambalungna úr Þing- eyjarsýslu, sem komu til skoðunar sl. haust, og einnig haustið 1963, fundust sérkennileg- ar dökkrauðar rákir, aðallega í mæðilung- um og öðum framblöðum lungnanna. í lungnavefnum virtust vera loftlausar ræm- ur eða blettir, en ekki sáust þar neinar bólguskemmdir. Þetta voru nokkuð áber- andi breytingar og ólíkar því, sem við höfum séð í jafn stórum stíl í lambalung- um annarsstaðar frá. Haustið 1964 fundust þessar rákir í 82 lungum eða 41% þeirra lambalungna, sem komu til athugunar frá Húsavík. Fallþungi þeirra lamba, sem rák- irnar fundust í, var 14,39 kg að meðaltali. Þar sem þessar vefjabreytingar voru mun algengari í lungum vænu lambanna virðist ólíklegt, að þær séu af sjúklegum uppruna, en gæti fremur bent til sérkenna, sem fylgdu þingeyska fjárstofninum. Við vefjaskoðun í smásjá sást, að um- ræddir blettir mynduðust af samföllnum loftlausum lungnavef. Engar greinilegar bólguskemmdir fundust í vefnum, en frumuhroði og slím hafði safnazt í litlar lungnapípur, sem e. t. v. gat hafa valdið lofttæmingu á takmörkuðum blettum í lungnavefnum. Oft hefir verið talið, að þingeyski sauð- fjárstofninn væri viðkvæmur fyrir lungna- veiki, og mætti hugsa sér, að þessi skortur á loftfyllingu á smáblettum í framblöðum lambalungnanna gæti valdið veiklun eða minni mótstöðu, ef mikið reynir á lungun, þótt það komi annars ekki að sök. Það er án efa umfangsmikið og erfitt rannsóknar- efni að fá fyllilega úr þessu skorið, en engu að síður álít ég rétt að veita þessum vefja- breytingum nánari athygli framvegis. T. d. ætti að vera auðvelt að fá það staðfest, hvort meira beri á þessum lungnablettum í lömbum undan einum hrút fremur en öðrum. Eins og fram kemur í töflu I, fundust þráðormar í lungnapípum 33 lamba. Fall- þungi þessara lamba reyndist að meðaltali 13,67 kg og 20 þeirra (61%) voru „væn“ lömb, svo að ekki eru líkur til þess, að orm- arnir hafi verið farnir að há lömbunum. Leitað var að ormaeggjum í saursýnum frá 199 lömbum. Ormaeggjatala í einu grammi af saur (O.E.T.) reyndist að með- altali sem hér segir: TAFLA II. Meðal fall- þungi í kg. í öllum lömbunum, 199 var 1 O.E.T. 233 14,15 - vænu — 89 — — 213 16,23 - lélegu — 80 — — 252 11,91 - lömbum með þráðorma 33 — — 230 13,67 - lömb. með kvef 16 — — 297 12,25 Meira en 1000 ormaegg í grammi af saur fundust aðeins í einu lambi. Ormaeggjatala í saur reyndist þannig vera með allra lægsta móti í þessum lömbum miðað við það, sem enn er þekkt í haustlömbum hér á landi. Þetta bendir til þess, að fjöldi orma í meltingarfærum hafi verið lítill og engar líkur til þess, að þeir hafi á nokkurn hátt háð lömbunum. Ekki kemur heldur fram verulegur munur á meðaltölu ormaeggja í mismunandi þyngdarflokkum lamba. Fróð- legt er að bera þessar útkomur saman við niðurstöður af ormaeggjatalningu úr saur 148 dilka frá 24 bæjum úr sömu sveitum S-Þing. haustið 1963. í þeim fundust að meðaltali 675 ormaegg í einu grammi af saur, eða nær þrisvar sinnum meira en s.l. haust og 1000 egg í grammi eða meira í 21 lambi.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.